Laugardagur, 19. september 2009
Einstaklingsvandræði og þjóðarvá
Ein fjölskylda af hverjum fimm á í fjárhagsvanda, eftir því sem næst verður komist. Það þýðir að 80 prósent fjölskyldna er um það bil í lagi hvað fjármál áhrærir. Almenn úrræði fyrir allar fjölskyldur í landinu myndu missa marks. Takmörkuðum fjármunum yrði veitt til fólks sem þarf ekki á þeim að halda og þeir sem þurfa aðstoð fengju ekki nóg.
Gróflega má skipta þeim í tvo hópa sem eru í vandræðum með fjármál sín. Í fyrsta lagi þeir sem voru óheppnir, keyptu húsnæði þegar verð var í toppi og gátu e.t.v. ekki selt fyrri eign sem féll í verði. Atvinnumissir og tekjutap eru áreiðanlega hluti skýringarinnar. Fyrir þennan hóp eiga úrræði að vera fyrir hendi og án efa samstaða um það að setja opinbera fjármuni í þetta verkefni.
Í öðru lagi eru það glannar sem tóku lán fyrir eignum sem þeir tæplega réðu við og fjármögnuðu neyslu með lánum. Þessi hópur þarf að leiðrétta sig án opinberrar aðstoðar.
Einstaklingsvandræði á ekki að gera að þjóðfélagslegum vanda.
Athugasemdir
Gaman að þessari greiningu hjá þér Páll minn - alltaf klár á gróflega matinu. Hvernig er það annars, varst þú staddur í Iðnó fimmtudagskvöldið 17. sept. 2009? Ég veit ekki betur en að spár geri ráð fyrir að 30% heimila eigi nú þegar í verulegum fjárhagsvandræðum og ef fram fari sem horfir stefni sú tala í 50% næsta vor. Ert þú kannski einn af hamingjusömu fjármagnseigendunum sem Geir Maybe rétti 300 milljarða sl. haust?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 15:52
Ef það er þannig Hilmar að fólk eyðir meira en það aflar lendir það í vandræðum. Tilgangslítið er að mála skrattann á vegginn og tala um stóraukin vandræði. Atvinnuleysi er minna en búist var við og verðbólgan er þegar komin fram og heldur að lækka. Sennilega hefur þú helst áhuga á vöggustofuríki þar sem fólk ber enga ábyrgð á sjálfu sér því hið opinbera er með það á sínu framfæri. Held ekki að það sé heppilegt fyrirkomulag.
Ég er ekki fjármagnseigandi og fékk ekki neitt gefins frá ríkinu. Beindu orðum þínum að réttum aðilum.
Páll Vilhjálmsson, 19.9.2009 kl. 17:01
Það liggur við að maður eigi skammast sín fyrir að hafa staðið í skilum og aldrei eytt um efni fram.
Finnur Bárðarson, 19.9.2009 kl. 17:21
... og sennilega hefur þú helst áhuga á Pálsríki þar sem örvitar syngja þér lof og prís Páll minn. Ríkið færði fjármagnseigendum 300 milljarða á silfurfati sl. vetur til að reyna að fixa stöðu þeirra eftir Hrunið. Neyðarlögin illræmdu voru sett með hagsmuni fjármagnseigenda að leiðarljósi. Gömlu bankarnir svínbeygðu krónuna á sl. ári með vitund og vilja stjórnvalda til að fegra stöðu sína. 50% gengisfelling var framin á kostnað fjölskyldna í landinu sem að misstu allt sitt og meira til og þú bullar bara út í eitt minn kæri. Reyndu að gera heiðarlega tilraun til að komast niður úr háloftunum í þessu máli Páll. Ertu kannski að stefna á ritstjórastólinn hjá þjófstolnum Mogganum?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 17:45
Takk fyrir skammirnar Hilmar, þær eru skemmtilegar.
Ég skrifaði á sínum tíma um Sigurð krónunauðgara Einarsson en fékk ekki með mér að hann hafi riðlast á vinkonu okkar undir húrrahrópum stjórnvalda. En þú veist betur og ég er bara í háloftunum.
Ég treysti því að þú sendir meðmælabréf fyrir mig á Hádegismóa - og kannski starfsumsókn í leiðinni.
Páll Vilhjálmsson, 19.9.2009 kl. 18:34
Ég vil benda á að hóparnir eru fleiri og vandinn flóknari að mínu mati. Þó svo atvinnuleysi sé minna en búist var við, er ennþá atvinnuleysi sem og dulið atvinnuleysi sem ekki skráist hjá Vinnumálastofnun. Háskólarnir eru yfirfullir af fólki sem kaus frekar nám en bætur. Þarna er stór hópur fólks sem voru á vinnumarkaði fyrir ári síðan en eru ekki á bótum. Síðan eru það þeir sem reka lítil fyrirtæki á eigin kennitölu. Verktakar ofl. sem ekki hafa rétt á bótum. Fólk sem er ný komið úr námi og hefur ekki unnið sér inn bótarétt.
Þarna er stór hópur fólks sem gat staðið í skilum fyrir ári síðan, en getur það ekki í dag. Ekki vegna offjárfestinga, ekki vegna kaupa á húsnæði þegar markaðsverð var sem hæst. Jafnvel ekki vegna myntkörfulána. En einfaldlega vegna þess að það hefur ekki tekjur í dag til að greiða af þeim lánum sem það gat greitt af þá.
Í hvaða hóp er þetta fólk? Og hvernig á að hjálpa því?
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 19.9.2009 kl. 18:40
Ég tek heils hugar undir færslu Páls þar sem hann skilgreinir þessa tvo hópa sem eiga í vanda.
Finnur Bárðarson, 19.9.2009 kl. 18:40
Hmm, en er ekki það þannig, að fólk með fryst lán, er inni í tölu yfir fólk í skilum?
Að sjálfsögðu, er ástæða frystingar oftast nær sú, að fólk veit að það getur ekki staðið undir þeim lánum.
Síðan, á atvinnuleysi eftir að aukast. Oftast heldur aukning atvinnuleysis áfram, fyrstu 2 ár, eftir að hagvöxtur hefst - sbr. skýrslu Hagfr.st. HÍ um Icesave.
Síðan er ekki enn komið í ljós, hve mörg af þeim fyrirtækjum, sem haldið er uppi af bönkunum, og vonast er eftir að komist í heilbrigðan rekstur seinna, muni í reynd ganga.
Ég held, að enn sé mikið falið atvinnuleysi, í pípunum. Einnig, að það séu mun fleiri en 20% sem séu reynd í vandræðum, með lán.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.9.2009 kl. 18:54
Góður punktur Einar!
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 19.9.2009 kl. 19:01
Jamm, Lísa, einn af hverjum 5 eða 20% hljómar ekki svo hræðilegt, en 1/3 eða cirka 33%, er allt annað.
Það gæti verið sannleikurinn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.9.2009 kl. 19:25
Vil af gefnu tilefni ítreka spurningu mína til þín Páll: Varst þú staddur í Iðnó fimmtudagskvöldið 17. sept. sl.? Ef ekki þá veit ég að líkindum betur en þú minn kæri
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 20:01
Sæl öll og takk fyrir athugasemdirnar
Þótt við skrúfum hlutfallið upp í 33% sem eiga í fjárhagsvanda eru samt sem áður 67% í lagi. Meginpunkturinn hjá mér er sá að almennar niðurfærslur skulda á línuna eru útí bláinn vegna þess að þá er verið að setja opinbera fjármuni til fólks sem ekki þarf á þeim að halda og líklega of lítið til þeirra sem þurfa á aðstoð að halda.
Ég get ekki betur séð en að það þurfi sértækar aðgerðir. Eins og Lísa Björk bendir á þá eru aðstæður fólks misjafnar og ólíkar skýringar á stöðu þess.
Ég var ekki á fundinum í Iðnó, en ef þeir einir mega ræða þessi mál sem voru á téðum fundi verður fátt sagt og enn minna gert.
Ein spurning til ykkar í lokin. Hvað haldið þið að margar fjölskyldur hafi verið í fjárhagsvanda fyrir hrun?
Páll Vilhjálmsson, 19.9.2009 kl. 20:56
LOL, hvað ég var viss um að þú segðir þetta.
En, reiknaðu einnig inn, að af þessum 33% er að finna mjög hátt hlutfall ísl. barnafjölskyldna í dag, en þ.e. einmitt barnafjölskyldur sem eru á því þróunarstigi í lífi sínu að vera skuldugar, vegna þess að hafa stækkað við sig, ekki svo mörgum árum fyrr.
Taktu það inn í reikninginn, herra Páll, og veltu því upp í hausnum, að hlutfall barnfjölskylda í þessum tiltekna vanda er sennilega ekki mikið undir 50/50.
Sennilega bendir þú þá væntanlega á, að þá sé helmingur ofar moldu í fjárhagslegu tilliti.
En veltu því fyrir þér, félagslegum afleiðingum þess, að helmingur næstu kynslóðar barna alist við mynni efni en foreldrarnir gerðu, reiknaðu inn hærra hlutfall félaglegra vandamála, inn í framtíðina.
Reiknaðu inn að auki, að fólk á þessu aldursbili, eru þeir einstaklingar sem eru "most productive" fyrir samélagið, og hafðu þá einnig í myndinni, hvaða áhrif á framtíðar þrifnað samfélagsins, ef svo stór hluti okkar besta fólks, missir trúna á samfélagið, verður niðurbrotið og af þeim sökum, minna "productive".
Punkturinn, er sá, að ef allt er tekið inn í reikninginn, þ.e. ekki bara vandamál dagsins í dag, heldur líklegar afleiðingar dagsins á morgun; þá sennilega er miklu mun ódýrara fyrir ísl. samfélag, að gera frekar stóra almenna skuldaniðurfellingu.
Sleppum þessum IMF lánum, lánunum frá Norðurlöndunum; whoha, minnka skuldir um nær 1.000 milljarða; og þá getum við þess í stað, gert eina stóra skuldaniðurfellingu. Fyrir þá sem tóku lán í erlendri mynnt, þarf ríkið að kaupa þau, og síðan að færa niðu. Fyrir aðra er voru með verðtryggð krónulán, er hægt að beita einni almennri niðurfellingu. Þetta samanlagt mun sennilega ekki hækka skuldir þjóðarinnar eins mikið, jafnvel þó almenna niðurfellingin yrði 33%, en ekki 20%.
Þessi skuldaniðurfelling, að sjálfsögðu dugar öllum. Einhver gjaldþrot verða samt, en þeim mun stórfækka, og fyrir aðra, þá allt í einu verður til borð fyrir báru; og almenn eyðsla getur farið af stað á ný.
Hraðari vítamínsprautu fyrir atvinnulífið, er ekki hægt að finna. Virkar miklu betur, heldur en eyðsla fjármagn lífeyrissjóða, í framkvæmdir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.9.2009 kl. 23:01
Minn kæri samspillti Páll er eftir allt saman taglhnýtingur heilagrar óséðrar og óheyrðrar Jóhönnu og þess glæpahyskis sem tók þátt í því, ásamt skrímslaflokknum, að kalla Hrunið yfir þjóðina.
Nú básúnar Páll skoðanir og boðskap samspillingarinnar sem mest hann má - hann um það karlinn. Einmitt á þessum tímapunkti birtist frétt á visir.is http://www.visir.is/article/20090919/VIDSKIPTI06/845234713 um gríðarlegar afskriftir skulda eignarhaldsfélaga.
Ég býst við að þú kannist við eignarhaldsfélög Páll. Í fréttinni segir m.a.: "Það er því vart líklegt til að gleðja nokkurn mann að rýna í tölur Seðlabankans um lán bankanna til eignarhaldsfélaga. Allt til ársins 2005 voru þau svo léttvæg að ekki þótti ástæða til að tilgreina þau sérstaklega. Í apríl 2005 fer Seðlabankinn að skrá þau undir sérlið og þann mánuð voru útistandandi lán bankanna til eignarhaldsfélaga 280 milljarðar króna. Tveimur árum síðar höfðu þau þrefaldast og voru orðin tæplega 850 milljarðar. Einu og hálfu ári síðar, mánuði fyrir bankahrun, voru lán bankanna til eignarhaldsfélaga nærri 1703 milljarðar króna. Það er uppundir þrisvar sinnum meira en bankarnir höfðu lánað landsmönnum til íbúðakaupa með veði í húsnæði."
Á meðan samspillingin og voðagrænir hafa ekki lyft löngutönginni han Gylfa Magnússonar til að hjálpa barnafjölskyldum í þessu landi hafa þeir verið iðnir við að afskrifa skuldir eignarhaldsfélaga bak við bankatjöldin. Fregnir hafa borist af afskriftum skulda þeirra upp á nærri 85 milljarða króna - og ballið rétt að byrja.
Á sama tíma kyrja samspillingarráðherrarnir sönginn hans Palla veðurvita um að það megi í mesta lagi hugsa sér "sértækar" aðgerðir til hjálpar útvöldum heimilum landsins.
Mikið hlýtur þú að vera ánægður með sjálfan þig Páll minn samspillti þessa dagana - og auðvitað engin ástæða fyrir þig að kíkja inn á fundinn í Iðnó. ASÍ er nefnilega að vinna að björgunaráætlun heimilanna í samvinnu við Árna samspillta og hyski hans. Þú ættir að kannast við ASÍ- Gylfa Páll minn - annar samspilltur auðnuleysingi og rugludallur eins og þú.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 23:17
Aðgerðir verða að vera almennar en ekki sértækar vegna þess að annað mismunar fólki.
Jafnvel þó einhver sé í skilum i dag og flokkast ekki undir 20-30%-in hefur viðkomandi orðið fyrir tjóni vegna hinna efnahagslegu hryðjuverka sem hér voru framin og á rétt á að fá tjón sitt bætt að einhverju leiti.
Ég fullyrði að langflestir þeirra sem strangt til tekið kallast að vera í skilum í dag gera það með því að safna skuldum eða ganga á aðrar eigur sínar. Þeir sem hafa greiðslujafnað eru að safna skuldum. Þeir sem eru að draga á sérseignarsparnað sinn eða annan sparnað eru að ganga á eigur sínar.
Það er líka eðlilegt að ef bæta á tjónið af almannafé þá eigi allur almenningur að njóta þess. Annars næst aldrei samstaða um aðgerðir.
Sértækar aðgerðir myndi hygla þeim sem fóru óvarlega á kostnað þeirra sem fóru sér hægar. Almennar aðgerðir myndu hjálpa þessum hópi líka en ekki færa þeim ,,óeðlilegan" hagnað umfram aðra.
Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.