Ríkisstjórnin úr takti við þjóðina

Aldrei hafa jafn margir Íslendingar lýst sig andvíga inngöngu í Evrópusambandið og í þessari könnun. Eftir því sem ríkisstjórnin færist nær aðild, með umsókn og aðildarviðræðum, verður þjóðin staðfastari í andstöðu sinni. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er ekki í neinum takti við þjóðina.

Eina sem heldur lífi í ríkisstjórninni er veik stjórnarandstaða. Sjálfstæðisflokkurinn er heillum horfinn, enda á hann eftir að taka til eftir hrunið, Borgarahreyfingin er án framtíðar. Aftur gæti Framsóknarflokkurinn náð vopnum sínum. Vandræðin í kringum gjaldeyrisviðskipti fulltrúa flokksins í bankaráði Seðlabankans leystust fljótt og vel.

Jóhanna fær æ fleiri ástæður til að vera í felum.

 


mbl.is Fleiri andvígir en hlynntir ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll.

Ekki fanga of fljótt !

JR (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 22:50

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Blessaður Páll, alltaf í boltanum?

Skoðanir Íslendinga mælast með sömu virkni og jarðskjálftamælar Veðurstöðvarinnar, þarna í stóra skjálftanum.  Með í dag, á móti á morgun. Kannski tengist þessi skoðanakvíði, fælni, virkni, þeirri staðreynd að gullfiskaminni hefur löngum þótt hið ákjósanlegasta fyrirbrigði, þeirra sem stýra með eða gegn ríkisstjórn hverju sinni.

DO kunni þetta vel, eins og saga ömmu um  smjörklípuna  á rófu kattarins ber vitni um.

En Páll ég og þú ........         erum ennþá föst á okkar skoðun. Ég með, þú á móti!

Ber eiginlega meiri virðingu fyrir rökstuddri skoðanafestu, fremur en skoðanaRichter, og enn meiri virðingu fyrir þeim sem skipta um skoðun með heiðarlegum rökstuðningi.   

Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.9.2009 kl. 01:39

3 Smámynd: Björn Birgisson

"Aftur gæti Framsóknarflokkurinn náð vopnum sínum. Vandræðin í kringum gjaldeyrisviðskipti fulltrúa flokksins í bankaráði Seðlabankans leystust fljótt og vel."

Stórkostlegt! Fljótt og vel!

Þvílík bull færsla!

Björn Birgisson, 16.9.2009 kl. 02:28

4 identicon

Mér þykir þú vera ofurbjartsýnn og mála allt í svart/hvítu . Skoðanir þjóðarinnar eins og þær birast í könnunum hafa breyst mikið á undanförnum árum . Ef þú raðar könnunum saman sérðu miklar sveiflur . Harðar deilur við volug ríki íESB hafa að sjálfsögðu áhrif á skoðanir fólks . Þú hlýur að hafa verið í annarlegu ástandi þegar þú skrifaðir 2 setningar um Framsókn . Framsókn nær aldrei vopnum sínum með þessum formanni . Mál bankaráðsformannsins eru mistök flokksins . Þau gleymast ekki .

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 09:32

5 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Eina lausn íslendinga er að ganga í ESB. Regluverk sjálfstæðismanna á undanförnum áratugum her á landi  hefur endanlega rustað íslensku þjóðfélegi.Þjóðir Evrópu hafa fyrir löngu seð fyrir þessu og þróað regluverk ESB sem hefur reynst með afbrigðum vel.Stöðugleiki er er grundvallaratriði sem efnahagslífið þarf. Það er hægt með svona samstarfi eins og Esb. Enda er málflutningu andstæðinga ESB rotin í meira lagi.

Árni Björn Guðjónsson, 16.9.2009 kl. 13:58

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Með því að draga aðildarumsóknina til baka væri hægt að spara stórfé og í stað þess að hafa her manna upptekna af krossaprófi ESB og svara spurningum þeirra, sem hvort sem er eru tilgangslausar, þá væri hægt að beina kröftunum að því sem skiptir land og þjóð máli, þ.e. heimilin og fyrirtækin, svo hægt verði að byggja upp hagkerfið að nýju og gefa þjóðinni von um bjarta framtíð.

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.9.2009 kl. 14:06

7 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Hagkerfið er hrunið og verður ekki byggt upp nema með að ganga í ESB.

Árni Björn Guðjónsson, 16.9.2009 kl. 16:55

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Árni Björn, innganga í Evrópusambandið myndi festa hrunið í sessi.

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.9.2009 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband