Mánudagur, 14. september 2009
Írar munu skulda 200% landsframleiðslunnar
Ríkissjóður og opinberir aðilar á Írlandi munu skulda 200 prósent landsframleiðslunnar eftir áratug ef ekki verður gripið í taumana, samkvæmt skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Aðrar Evrópuþjóðir verða í verulegum skuldavanda, Bretar með 180%, Frakkar og Ítalir með 125% og Þjóðverjar með 100% landsframleiðslunnar í skuld.
Óhemju kostnaður er að safnast upp í hagkerfum Vesturlanda vegna björgunaraðgerða síðustu mánaða í kjölfar fjármálakreppunnar. Opinberum fjármunum hefur verið dælt inn í hagkerfin til að komast hjá verðhjöðnun og víxlverkun minni kaupmáttar og samdráttar í efnahagsvirkninni.
Hér er tengill á frétt Irish Times um skuldir hins opinbera í nokkrum ESB-ríkjum.
Hér er tengill á fremur svartsýna greiningu um hvers sé að vænta í efnahagskerfum Vesturlanda.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.