Grasrót og lýðræði

Ómögulegt er að hvort klofningur þingflokks Borgarahreyfingarinnar frá hreyfingunni sjálfri hafi verið óhjákvæmileg. Borgarahreyfingin var grasrótarhreyfing og fékk stuttan tíma til að þroskast áður en út í alvöruna var komið. Samstaða var ekki í þingflokknum og ekkert skipulag utan þingflokksins sem gat leyst úr vandanum. Þegar festa átti skipulag voru skotgrafirnar þegar teknar og án samstöðu um félagsform er lítt hægt að komast áfram.

Á Íslandi er tiltölulega einfalt að stofna stjórnmálaflokk en fjarska flókið að láta hann lifa og dafna. Með fjóra starfandi flokka er eiginlega búið að dekka valkostina sem raunhæft er að bjóða fram. Sérmálsflokkar gera sig annað slagið þegar fjórflokkarnir sinna einu máli illa, eða gerast sekir um meinlokur þar sem ekki er hlustað á raddir út í í samfélaginu, s.s. í kvótamálinu, jafnréttisbaráttu og núna síðast í hrunuppgjöri.

Lýðræðið þarf form og stjórnmálaflokkar sem ekki geta sett sér formreglur eiga ekkert erindi í stjórnmál.


mbl.is Íhuga áframhald á samstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég er ósammála þér að fjórir valkostir dekki raunhæfa kosti.  Ég hefði viljað sjá 6-7 framboð á þingi.  Að öðru leiti nokkuð sammála pistli þínum sem oftar.

Axel Þór Kolbeinsson, 13.9.2009 kl. 17:41

2 identicon

Æææ Borgarahreyfingin drap sig (eða er að drepa sig) með hroka að mér finnst. Ég kaus þau, eina sem truflaði mig var Þráinn Bertelsson þar sem mér finnst hann hafa bara ekkert að gera í þennan hóp en það er önnur saga. Í dag er Borgó búin að eyða sér með því að þykkjast vera betri en aðrir og forðast samstarf hvort heldur sé innan síns eigins hóps eða utan.

Jóhanna og feluleikur hennar er annað sem maður er þreyttur á, hvernig stendur á því að leiðtogi þjóðarinar er í felum? Eða er kannski bara Steingrímur J. Forsætisráðherra okkar?

Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 18:07

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Leiðinlegt að sjá tilraun Borgarahreyfingarinnar, renna út í sandinn.

Sennilega stofna þingmenn, sinn eigin flokk, ásamt stuðningsmönnum.

Sigur laugardagsins, verður þá nokkuð Phyrrosarlegur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.9.2009 kl. 20:34

4 Smámynd: Ingólfur

Ég er alveg sammála þér í greiningunni um skipulagsleysið. En það var einmitt verið að reyna að laga það á Laugardag.

Og skotgrafirnar voru nú ekki dýpri en það að þegar búið var að velja á milli tillagna að þá var restinum af deginum eytt í að bæta þá tillögu sem varð ofaná sem leiddi til þess að allt það sem þingmenn hreyfingarinnar hafa verið að gagnrýna var annað hvort fellt út eða þá mikið breytt.

Synd samt að þingmennirnir skyldu ekki taka þátt í því starfi með okkur.

En þeir verða bara að fá að hugsa málið. Vonandi sjá þeir á samþykktum lögum að þau séu góð og lýðræðisleg og að séu enn á þeim vankantar að þá má laga þá á næsta Landsfundi.

Ingólfur, 14.9.2009 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband