Össur plottar nýja ríkisstjórn

Á meðan kastljósinu er beint að Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, þreytu hennar og fjölmiðlafælni, er Össur Skarphéðinsson hæstráðandi til sjós og lands í Samfylkingunni að plotta nýja ríkisstjórn. Frétt um tíða fundi Össurar og Þorsteins Pálssonar fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins var hvorki tilviljun, né var um afmarkað viðfangsefni að ræða, þ.e. Evrópumálin. Fréttin átti að sýna að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn geta talað saman.

Samfylkingin er stjórnsæknasti flokkur landsins, getur ekki þrifist nema hafa völd. Í Sjálfstæðisflokknum hittir Samfylkingin fyrir tækifærissinnaða stjórnmálamenn eins og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, Illuga Gunnarsson og Guðlaug Þór sem ekki mega til þess hugsa að fara í gengum kosningar á næstunni.

Það mun gliðna á milli ríkisstjórnarflokkanna í vetur þegar reynir á samstarfið í erfiðum niðurskurði. Bakland Vg er í uppreisnarhug eftir svik forystunnar í ESB-málinu og óeining er í þingflokknum þar sem klíkan í kringum Steingrím J. er í minnihluta. Vegna eftirgjafar í ESB-málinu þarf flokkurinn að vera fastur fyrir í umhverfismálum og það mun verða virkjunarsinnum í Samfylkingunni þyrnir í augum.

Samfylkingin er flokkur án leiðtoga, Jóhanna hættir á kjörtímabilinu. Össur getur boðið Sjálfstæðisflokknum forsætisráðuneytið.

Vetur langra hnífa er genginn í garð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Jóhanna er þegar hætt, hún var hætt áður en hún byrjaði. Ekki skal ég álasa konunni að hún hafi ekki heilsu til starfsins, en ég álasa henni það að taka að sér hlutverk sem hún ræður ekki við.

Haraldur Baldursson, 13.9.2009 kl. 10:57

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ég held að við verðum nú að virða það við Jóhönnu að hafa tekið áskorun frá þjóðinni um að taka að sér þetta erfiða verkefni, tímabundið og á sínum forsendum. Hún var ein af fáum stjórnmálamönnum sem hafði traust þjóðarinnar, burt séð frá pólitík.

Ómar Bjarki Smárason, 13.9.2009 kl. 11:53

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

"Samfylkingin er stjórnsæknasti flokkur landsins, getur ekki þrifist nema hafa völd."

Páll... Samfylkingin er rúmlega tíu ára gamall flokkur og þar af hefur hann verið við völd með öðrum í rúmlega tvö ár eða um það bil 20% af líftíma sínum. Hlutfall forveranna var enn lægra. Þessi setning hjá þér er því órtrúlegt bull og vitleysa... kannski hugsaðir þú svona þegar þú varst formaður Samfylkingarfélagins á Seltjarnarnesi... má vera ?? Vona að annað sem þú skrifar standist betur skoðun en þessi framsetning.

Jón Ingi Cæsarsson, 13.9.2009 kl. 11:59

4 identicon

Jón: Enda var allt lagt í sölurnar fyrir ráðherrastóla fyrir kosningarnar 2007. Leynilegar stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks stóðu mánuðum saman veturinn fyrir kosningar og viðskiptablokkirnar tvær, Björgólfar og Jón Ásgeir vörðu tugum, ef ekki hundruðum milljóna til að tryggja sér hliðholla stjórnarherra.

Árangurinn af þessu valdabrölti Samfylkingarinnar sjáum við allt í kringum okkur í dag.

Sigurður (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 12:07

5 identicon

Sæll, Páll.  Það sorglega í þessu öllu saman er að almennt skuli fólk telja hlutverki samfylkingar og sjálfstæðisflokks enn ekki ólokið í íslenzkum stjórmálum.  Báðir skarta þessir flokkar  ónýtu vörumerki, löskuðu mannvali og stefnu.  Í ævilangt frí með þá báða.

lydurarnason (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 12:19

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurður... þetta er ótrúlegt bull en samt gaman að því þegar menn búa sér til samsæriskenningar. Flest benti nú til að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur næðu að halda meirihluta og það var það sem flestir ótuðust lengst af.

Lýður... 70-75% þjóðarinnar eru ósammála þér þannig að þú verður að sætta þig við að skoðun þín er minnihlutaskoðun og fátt sem bendir til að það breytist.

Jón Ingi Cæsarsson, 13.9.2009 kl. 12:39

7 identicon

Jón, hvaða bull ertu að tala um?

IGS, Þorgerður Katrín og Lúðvík Bergvinsson hafa öll staðfest þreyfingar um stjórnarsamstarf sem byrjaði veturinn 2006-2007.

Það er skjalfest að Jón Ásgeir og Björgólfarnir styrktu Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn um tugmilljónir.

Hvar er bullð?

Sigurður (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 12:42

8 identicon

Páll, Þorsteinn Pálsson er ekki sama og Sjálfstæðisflokkur. Veistu að þeir Össur hafi hist? Þú sást á tali við Steingrím J. um daginn. Gott ef ekki Ögmund í fyrradag. Varðstu að bjóða ríkisstjórn? Eða... (sem líklegast er) er þetta ekki bara slúður?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 12:54

9 identicon

Er Jóhanna hætt? Hvaða rugl er þetta ? Ef hún er önnum kafinn og sést ekki í sjónvarpi í nokkra daga þá er skammast og rifist og ef hún væri alltaf í kastljósinu þá fengi hún eflaust þá gagnrýni að það væri ekki nóg að vera í sjónvarpinu endalaust að tala, það þyrfti líka að vinna í málunum.

Íslendingar ! OMG

Ína (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 14:31

10 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hvar lærði Jón Ingi stæðfræði. Hafa Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin samanlagt 70-75% fylgi? Til þes þyrftu flokkarnir t.d. að hafa 35% og 40% eða báðir 35% fylgi. Samanlangt fylgi flokkanna samkvæmt síðustu skoðanakönnun Capacent Gallup er 54%, Sjálfstæðisflokkurinn með 29% en Samfylkingin með 25%.

Hjörtur J. Guðmundsson, 13.9.2009 kl. 14:46

11 identicon

Það er athyglisvert að ennþá finnast einhverjir eins og Jón Ingi sem "virðist" ekki vita hversu miklu auðrónar fjárfestu í að koma Samfylkingunni að kjötkötlunum, og þá með Sjálfstæðisflokknum og þá Framsókn ef þurfa þætti.

Þeirra aðstoðar varð ekki þörf, eins og þekkt er, þótt þeir höfðu staðið vaktina fyrir kostendur (mútugreiðendur) og haft ágætlega út úr því eins og Samfylkingin meðan hún grði ekki neitt í stjórnarandstöðu frekar en í stjórn.

Athyglisvert er að enginn fjölmiðill hefur reiknað út hvað Samfylkingin seldi hvert atkvæði og flokkarnir yfirleitt, miðað við stofnstærð þeirra.

Varla hefur það nokkuð með eignarhald fjölmiðlanna að gera.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 14:49

12 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Völvan Páll hefur talað, og spáin er afar trúverðug.

Hjörtur, reiknilist Samfylkingarmanna telst ekki til lista. Þeir gera ekkert annað en að reikna af sér síðan þeir urðu til.

Össur og reikistjörnur hans eru á miklum snúningi, en embættismaður hjá ESB, sem ég þekki, segir að þar vilji menn helst koma í veg fyrir að fá nýjan Buffo, þegar Silvio er allur.

ESB-æðið rennur af mönnum í vetur, þegar staðreyndirnar koma upp á borðið. Bindi þau og jakkaföt sem ESB wannabees eru nú sem óðir að strauja, lenda í skápnum. Nú er ekki tími til að byggja upp bákn sem hefur meiri áhuga á fiskinum í sjónum kringum Ísland, en þeim 300.000 sálum á hjara heims, sem kalla sig Íslendinga. Nú verð menn að byggja sitt eigið land, í stað þess að stytta sér leið gegnum fáránleikann í Brussell. Það þýðir ekki að stytta sér leið út úr vandanum.

Hvað heldur þú að Stjórnarsteypan geri við auðrónana, sem þeir dönsuðu í vösunum á fyrir skemmstu?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.9.2009 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband