Atvinnurekendum þarf að fækka

Atvinnurekstur er í þágu samfélagsins. Þessi sannindi gleymdust á útrásartímabilinu þegar atvinnurekendur töldu fólki trú um að almenningur væri til fyrir sakir fyrirtækja. Augljóst er að skera þarf frekar niður í atvinnurekstri sem stendur ekki undir meiri launakostnaði en nemur 145 þús. kr. á mánuði á starfsmann.

Auðveldasta leiðin til að megra atvinnulífið er að hækka vexti. Í kjölfarið fækkar vonlausum fyrirtækjum, krónan styrkist og verðbólga lækkar.


mbl.is Atvinnurekendur fá ekki starfsmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Skuldapappírabólan og falskt gengi krónunnar skapaði ævintýralegan þjónustu- og kaupskaparvinnumarkað, þar sem hver þjónaði undir rassgatið á öðrum og prangaði inn á hann einhverju einnota drasli. Hroðalegur vöxtur hvers konar ruslpósts og sú staðreynd að það sem eitt sinn var kallað því hátíðlega nafni fjölmiðlar breyttist í ruslveitur, var engin tilviljun enda ruslið beinlínis kostað og drifið af skuldapappíramaskínunni.

Þetta hefur orðið ótrúlega yfirmettað kerfi, dæmigerð j-kúrfa sem alltaf var dæmd til að hrynja og var skipulagt feil enda runnin undan rifjum skipulagðra glæpamanna en login áfram af ruslinu og pólitískum skækjum skuldapappírafurstanna þangað til hámarkságóða þeirra var náð og þá auðvitað sprakk bólan. Þetta hefur allt sést áður í sögunni og afleiðingarnar orðið hrikalegar en þá er bara að setja skímið í gang á ný og hamra á því við almenning að hann eigi ekki að pæla í hinu liðna heldur ávallt horfa fram á veginn. 

Það er sem sagt um að ræða skipulagða og síendurtekna kerfisvillu og villan sjálf er stóri vandinn, kerfið sjálft er hugmyndafræðilega gjaldþrota. Það þýðir ekkert að vera með einhverjar smáskammtalækningar. Það mun bara hámarka skaða almennings og án efa enda með ósköpum. Við sjáum þegar ýmis hættumerki í skemmdarverkum og það er fyrirboði sem við ættum að taka afar alvarlega.

Baldur Fjölnisson, 9.9.2009 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband