Baugsmaður til Brussel

Þorsteinn Pálsson fráfarandi ritstjóri Fréttablaðsins er sagður líklegur til að leiða samninganefnd utanríkissráðherra til að semja um aðild að Evrópusambandinu. Þorsteinn er húsbóndahollur maður. Þegar hann var á mála hjá Baugi trúði hann að hvítt væri svart; að Jón Ásgeir Baugsstjóri væri góður og gegn maður sem ekki misnotaði fjölmiðla sína.

Þorsteinn skrifaði leiðara eftir leiðara þar sem sagði að Baugur væri stærsti minnihlutaeigandinn að Fréttablaðsútgáfunni og því væri rangnefni að tala um Baugsmiðla. Maður jafn laustengdur við veruleikann hentar prýðilega í samninganefnd Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra.

Sjálfsagt trúir Þorsteinn því að hann yrði með annað og meira en umboð frá Samfylkingunni til að semja við Brusselvaldið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þorsteinn virðist vera svona fyrirtaks stimpilblók sem er svo verðmæt spilltum pólitíkusum og auðrónum sem stunda myrkraverk í skjóli stjórnmálaflokkanna.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 12:51

2 identicon

Þetta á EKKI að líðast

  Árni Hó

Árni H Kristjánsson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 13:00

3 identicon

Baugsmaður!  Maður er orðinn nokkuð þreyttur á þráhyggjunni í þér.  Eru Baugsmenn ekki góðir og gildir hægrimenn beint úr Sjálfstæðsflokknum eins og þú?  

oddur (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 13:21

4 identicon

Þorsteinn er frábær maður í þetta hlutverk

Margret (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 14:37

5 identicon

Í sumar skrifaði vikapiltur forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur Hrannar Björn á Facebook-síðu sína:

"Hverjum dettur eiginlega í hug að Þorsteinn Pálsson sé rétti maðurinn í að leiða samninga við ESB fyrir hönd ríkisstjórnarinnar ?

Þorsteinn hefur gert sitt ítrasta til að afvegaleiða þjóðina með því að halda því fram að Samfylkingin meini ekkert með stefnu sinni í Evrópumálum og er enn við sama heygarðshornið ef marka má síðustu skrif hans og ummæli."

Nýleg skrif vikapiltsins um að Eva Joly ætti að halda sér við það sem hún er ráðin til, og ætti ekki að tjá sig opinberlega um Icesave málið, sem hún gerði svo frábærlega í fjölmiðlum hér sem erlendis.

Hrannar var augljóslega að sendast með þau skilaboð fyrir Heilaga Jóhönnu sem og þá þessi um Þorstein og ESB samninganefndarsetuna.

Ekkert nýtt að margar skoðanir og stefnur eru innan ríkisstjórnarinnar (og hvað þá Samfylkingarinnar), eins og fyrrum upplýsingafulltrúi stjórnvalda Kristján Kristjánsson sagði rétt áður en hann hætti.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 17:42

6 Smámynd: Páll Blöndal

Baugskona til Sjálfstæðisflokksins
http://pallblondal.blog.is/blog/pallblondal/entry/944440/

Páll Blöndal, 8.9.2009 kl. 17:50

7 identicon

Þorsteinn Pálsson er litla þúfan sem velti Íslandi.   Þegar búið var á sínum tíma að kasta honum útúr stóli formanns sjálfstæðisflokksins, var hann eins og illa gerður hlutur án verkefna, þetta nýttu þeir sér hjá LÍÚ, og fengu hann til að finna fyrir sig leið til að geta veðsett gjafakvótann sem þeim hafði hlotnast fyrir ekkert. Þorsteinn var greinilega upp með sér að hafa náð þarna nýju baklandi og vel til í að vinna fyrir þá skítverkið, það gerði hann síðan.  Strax á eftir byrjuðu bankarnir að braska, með nýjan möguleika sem þeir höfðu aldrei haft áður, fyrr en varði voru Íslendingar komnir á hraðferð í stjarnfræðilegu braski með óveiddan fisk í sjó, kvótahopp og kvóta allan andskotann, allt endaði þetta síðan með þeirri stöðu sem þjóðin hefur fyrir framan sig í dag, og enn er þessi ódámur mættur til leiks, verði ykkur að góðu

Robert (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband