Björgvin vælir og hótar þöggun

Björgvin G. Sigurðsson þingmaður og fyrrverandi viðskiptaráðherra birtir merkilegan samsetning á útrásarvefsetrinu pressan.is um það sem hann kallar skipulega aðför að æru sinni. Samkvæmt Björgvini hefur einhver eða einhverjir í skjóli nafnleyndar borið út að þingmaðurinn hafi sést drukkinn og haldið framhjá eiginkonunni.

Ljótt ef satt er og skilyrðislaust ber að fordæma háttsemi af þessu tagi. Hins vegar fer illa á því að maður í stöðu Björgvins blási út nafnlaus meiðyrði gegn sér og hóti öllu illu. Eftirfarandi tilvitnun er hrollvekja.

Ljóst er að verulega þarf að skýra lög um ærumeiðingar og refsiábyrgð vegna hennar og mun ég beita mér að öllu afli til þess að hún fari fram og gangi hratt.  

Á stuttum starfstíma í pólitík hefur Björgvin G. lagst gegn fjölmiðlafrumvarpi sem átti að takmarka tangarhald auðmanna á fjölmiðlum og hann skrifaði sem viðskiptaráðherra glæran klappstýrutexta um útrásina, en sá texti þolir ekki lengur dagsins ljós.

Vælið í Björgvini G. er skrifað í pólitískum tilgangi. Hann er enn að þjóna þeim viðrinum sem gerðu hann út af örkinni í ríkisstjórninni sem hann sat. Ekkert væri föllnu útrásarauðmönnunum kærara en meiri þöggun.

Fáðu þér annað starf Björgvin G.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framhjáhald er ekki refsivert. Öðru máli gegnir um vændi. Á Rúv er því haldið fram að þingmenn hafi keypt sér þjónustu vændiskvenna. Er þetta rétt?

http://pressan.is/Vidskipti/Lesavidskiptafrettir/islenskt-vaendi-framkvaemdastjorar-logregluthjonar-og-stjornmalamenn-medal-vidskiptavina

ES (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 16:23

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Björgvin G er einn allra misheppnaðisti stjórnmálamaður síðari áratuga og er þó úr mörgum að velja.  Það hvernig afsögn hans bar að var snautlegt svo ekki sé meira sagt. Og það dómgreindarleysi hans að bjóða sig fram aftur gerir hann að þeim skotspæni sem hann kvartar núna undan. Ég verð að vísu að viðurkenna að ég hafði ekki heyrt þessar sögur fyrr en Björgvin sjálfur sagði þær en það er aukaatriði.  Mín skoðun er sú að menn eru dæmdir af verkum sínum en ekki einhverju slúðri eða óhróðri um persónulega hagi.  Opinberar persónur verða að sætta sig við umtal, gott eða slæmt eftir atvikum. Að hóta því að skerða tjáningarfrelsið er fáheyrt í lýðræðisþjóðfélagi.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.9.2009 kl. 16:32

3 identicon

Þessi ríkisstjórn sem nú starfar, var mynduð í kjölfar áróðurs, lyga og ofbeldis. Helsti örlagavaldurinn í lífi þeirrar gömlu var sú skipulagða aðför sem gerð var að pólitískum andstæðingum VG og Samfykingar.

Það er því hlægilegt að sjá að margir þeirra sem blogga við frétt MBL um þetta efni eru Samfylkingarliðar, sem styðja Björgvin gegn þessum "óþjóðalýð" sem svertir nafn hans. Megnið af þessum bloggurum eru menn sem ekki skirrast annars ekkert við að leggja mannorðsmönnum lið. Að vísu er ekkert nýtt að Samfylkingarliðar snúist á hæl í flestum málum, en það er samt svolítið skrýtið að sjá fólk sem komst til valda með lygum og persónulegu nýði, réttlæta það nú að það sé gripið til aðgerða sem hefðu komið í veg fyrir valdaránið. Það mætti halda að þetta fólk sé komið til valda til frambúðar.

Varðandi Björgin, þá hefur hann enga pólitíska æru. Hún var seld Baugi. Vilji hann halda persónulegri æru, hefur hann engan annan kost í stöðunni en að hverfa úr pólitík. Maður sem selur sig eins og hann hefur gert, getur ekki búist við að almenningur sætti sig við að hann sitji við kjötkatlana eins og ekkert hafi í skorist.

Hilmar (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 18:35

4 identicon

Góður og sannur pistill.  Hef aldrei heyrt eitt né neitt að því sem hann barmar sér yfir, og ekki hvarlar að mér að trúa öllu sem frá honum kemur.  Að gefnu tilefni.

Að maðurinn skuli ennþá vera viðloðandi stjórnmál, fyrsti þingmaður Samfylkingarinnar á suðurlandi, hefði með réttu átt að vera ráherra og er núna formaður þingflokks flokksins, segir allt um á hvaða sóðalega plan stjórnmál eru orðin og með hann í einu aðalhlutverkanna, þrátt fyrir einhvern kattarþvott flokkanna fyrir kosningar og brotthvarf mun saklausari hrunsskúrka en Björgvin getur talist.

Andskotinn hitti ömmu sína, á etv. ágætlega við þegar hann og sóðaskrifarar bloggheima eru annarsvegar, og svo sannanlega er hann að ganga erinda auðrónanna vini sína og velgjörðarmanna hans og Samfylkingarinnar, sem á sama tíma eru samtaka í að kæra blaðamenn um 2 miljónir hvern fyrir óæskilegri umfjöllun um þá og þeirra.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 18:37

5 identicon

Eru þetta steinarnir sem Björgvin G. lýsti yfir við hrun að þyrfti að velta við?

TH (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 19:39

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég bý á Selfossi og er mikið í bloggheimum og hef aldrei heyrt slíkar sögur um Björgvin eins og hann talar hér um, held að honum hafi alltaf verið sýnt mikið umburðarlyndi hér, hann er bara lélegur stjórnmálamaður og nær að halda að hann sé að vekja athygli á sér með þessu, reyna að komast í pressuna. Svei

Ásdís Sigurðardóttir, 6.9.2009 kl. 19:55

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála því sem hér er sagt.  Hef aldrei heyrt þessar gróusögur fyrr en ég las þær hér eftir honum sjálfum.  Og mér er svo sem slétt sama hverju hann ærist yfir.  Maðurinn ætti að koma sér út úr stjórnmálum og fara að gera eitthvað annað, skúra gólf eða eitthvað þar sem kjaftasögurnar ná ekki til hans.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.9.2009 kl. 20:15

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég tek undir með dömunum hér að ofan. Hvergi hef ég séð minnst á Björgvin G. á blogg-vefjum. Er hann ekki bara að reyna að koma sér í sviðsljósið aftur?

Ragnhildur Kolka, 6.9.2009 kl. 21:11

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Bjöggi bloggar, 5.sept. 2008, þremur vikum áður en hann þjóðnýtti leifarnar af Glitni

“Þegar KB banki opnaði útibú í Lúxemborg fyrir nokkrum árum óraði líklega engan fyrir því hve vel íslensku fjármálafyrirtækjunum ætti eftir að ganga við að hasla sér völl á erlendri grundu. Ævintýralega vel er kannski rétta orðið yfir það.

Kjarkur, þor og góð þekking íslensku útrásarmannanna skilaði meiri árangri hraðar við fjárfestingar erlendis en hægt var að sjá fyrir og víkingurinn hefur vakið athygli á alþjóðavísu. Ekki síst þegar lagt er saman við aðra útrás Íslendinga erlendis í verslun, iðnaði og þjónustu ýmiskonar.

Auðvitað skortir ekki úrtölur eða þá sem telja sig knúna til að tala útrás og fjárfestingarævintýri Íslendinga erlendis niður. Þannig eru nú hlutirnir einu sinni og því er það mikilvægt nú þegar hægir tímabundið á útrásinni vegna þrenginga á erlendum mörkuðum að halda frábærum árangri þessara flaggskipa atvinnulífsins okkar ríkulega til haga. Þetta eru okkar voldugustu fyrirtæki og nokkrar af helstu undirstöðum efnahagskerfis okkar til lengri tíma.

Í árslok 2006 má ætla að hlutdeild fjármálafyrirtækja hafi numið um 10% af landsframleiðslu og verðmæti útflutnings þekkingar og þjónustu um 60 milljörðum. Í fyrra komu 52% af tekjum viðskiptabankanna erlendis frá og þótt erlendar tekjur vátryggingafélaga séu enn ekki svipur hjá sjón miðað við viðskiptabankanna stefnir þróunin þar í sömu átt. Þessar staðreyndir sýna svo ekki verður um villst að útrás fjármálageirans hefur orðið afgerandi þýðingu í okkar efnahagslífi.

Íslensku bankarnir hafa sums staðar sætt nokkurri gagnrýni undanfarið erlendis. Sérstaklega fyrir að vera ekki nógu burðugir og um of háðir skammtímafjármögnun. Um forsendur gagnrýninnar sem skapaðist vorið 2006 hefur verið fjallað um rækilega, meðal annars af Fredirik Mishkin og Tryggva Þór Herbertssyni. Niðurstaðan er sú að gagnrýnin var að verulegu leiti tilhæfulaus. Hinsvegar var ljóst að bankarnir þyrftu að fjármagna sig betur og til lengri tíma og að koma þyrfti betur á framfæri upplýsingum um rekstur þeirra.”

Baldur Fjölnisson, 6.9.2009 kl. 21:19

10 identicon

Maður er eiginlega farinn að vorkenna Björgvini, fyrir hvað hann er grunnhygginn og grænn; klaufskur kjáni stendur í raun þvert yfir ennið á honum. Maðurinn hefur akkúrt ekkert erindi í stjórnmál. Hann er kennslubókardæmi um mann sem fær frama í stjórnmálaflokki með því að sleikja stigann alla leið upp. Hann hefur ekkert til að bera annað en sleikjuna og helgislepjuna. Reyndar eru til samskonar eymingjar í öðrum flokkum, en þetta dæmi er eitthvað svo átakanlegt. Ráðherra rúinn trausti, besti vinur aðalsins, vælandi um ímyndaðar ásakanir, hótar hefndum. Er það til aumara?

Helgi (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 21:25

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Maðurinn neyddist loks eftir dúk og disk til að snauta úr ráðherraembætti eftir ótrúlegan lyga- og blekkingaferil en samt hleypur herskari tilfinningarúnkara til og kóar með honum núna. Ekki er von að vel fari þegar menn halda endalaust áfram að biðja um meira frá gjörspilltri lygamaskínu fjórskipta einflokksins.

Baldur Fjölnisson, 6.9.2009 kl. 21:37

12 identicon

Fylgist með... elítan, BB og fleiri hafa komið með kröfur um hertar reglur á internetinu.. nú kemur Bjöggi með kjaftasögu sem hann gróf upp á einhverri síðu.
Hann tekur sig til og kjaftar kjaftasögunni um sjálfan sig yfir allt og alla, ætlar svo að fara beint í að taka á þessum málum..

Allir þeir sem hafa komið fram undanfarið og borið sig illa, sagst vera fórnarlömb illra nafnleysingja... þessi fórnarlömb eiga það öll sameiginlegt að hafa staðið í miðju hruns íslands....
Er þetta tilviljun að einmitt þetta fólk fer fram á hertar reglur... ég skal ekki segja.

Annars hef ég alveg misst af öllum þessum illgjörnu bloggum nafnleysingja sem gera árás á útrásarvíkinga og stjórnmálamenn, því miður bara

DoctorE (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 21:58

13 Smámynd: Björn Birgisson

Sé að nafnleyndin lifir hér góðu lífi. Ekki verður það sama sagt um málefnalega umræðu, hvorki í pistli Páls, né athugasemdum við hann. Hvaðan kemur allt þetta hatur? Ég svo sem veit það ......................

Björn Birgisson, 6.9.2009 kl. 22:52

14 identicon

Þetta með nafnleysingjana er náttúrlega bara kjaftæði. Flestir verstu hælbítar og níðingar bloggsins blogga undir fullu nafni. Flestir.

Nema þetta séu allt dulnefni.

Hjörtur B Hjartarson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 22:59

15 identicon

Eru það allt í einu hælbítar þegar umræðan snýr að Samfylkingu, Björn Birgisson? Er Samfylkingin ósnertanleg? - hún er það náttúrlega í fjölmiðlum eins og við vitum - en við erum að tala um bloggheima. Voru sem sagt veiðileyfi ókeypis á aðra? Er sárt að verða fyrir því sjálfur?

Helg (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 23:07

16 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er nú varla hægt að ræða mjög málefnalega um einhverja pólitíska raðlygara sem eru vælandi yfir einhverjum kjaftasögum um þá sjálfa. Ja svei.

Baldur Fjölnisson, 6.9.2009 kl. 23:11

17 Smámynd: Björn Birgisson

Helgi, ég hef ekki minnst á hælbíta hér. Heldur ekki Samfylkingu. Þú ert bæði rammvilltur og línuvilltur!

Björn Birgisson, 6.9.2009 kl. 23:20

18 identicon

Ja, nú þekki ég ekki Björn Birgisson, og nafnið segir mér nákvæmlega ekki neitt.

Björn Birgisson er því bara nafnlaus málpípa Samspillingarinnar í mínum augum. Og fullkomin sönnun þess að nafn eitt og sér gerir ekki fylgispakan flokksdindil áhugaverðan.

Vonandi hefur maðurinn eitthvað alterégó svo hann geti tjáð sínar raunverulegu skoðanir, ef hann hefur þá einhverjar.

Hilmar (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 23:25

19 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar, nafnlaus er ég ekki, en þú ert ófeðraður hér inni. Getur þú ekki gert betur en hér að ofan? Finnst þér þetta málefnalegt? Mér finnst bara eitt um svona skrif. Þau eru aumkunarverð.

Björn Birgisson, 6.9.2009 kl. 23:36

20 identicon

Ja, nú þekki ég ekki Hilmar, og nafnið segir mér nákvæmlega ekki neitt.

Hilmar er því bara nafnlaus málpípa ruglsins í mínum augum. Og fullkomin sönnun þess að nafn eitt og sér gerir ekki flatneskjulegan andlitsleysingja áhugaverðan.

Vonandi hefur maðurinn eitthvað alteregó svo hann geti tjáð sínar raunverulegu skoðanir, ef hann hefur þá einhverjar.

Alteregó er það.

Hafðirðu annars einhverjar skoðanir?

Hjörtur B Hjartarson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 23:39

21 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er nú farið að skorta alvarlega á innihaldið þegar menn bara éta upp frá næsta manni og reyna að nota æluna á hann sjálfan,

Baldur Fjölnisson, 6.9.2009 kl. 23:43

22 identicon

Björn, mér er nákvæmlega sama þó þú sért sonur einhvers Birgis. Skefjalítill áróður þinn fyrir einhverja flokksmaskínu segir allt sem segja þarf, ekki hvað þú heitir.

Hvort ég geti eitthvað betur skal ég látið ósagt, en þar sem umræðuefnið er nafnleysi og í framhaldi af gengdarlausum hroka einhverra Gúbba sem telja sig merkilegri vegna undirskriftar sinnar, þá þarf ég sennilega ekkert að gera betur. Ég kom sjónarmiðum mínum á framfæri.

Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þú og aðrir Samspillingarmenn vilja helst af öllu koma böndum á umræðuna, sem er all verulega farin að halla á ykkur. Bendi á skrif einstaklinga eins og Samfylkingarmanninn Vilhjálm Þorsteinsson, sem kallar nafnlausa  "nautheimska nafnleysingjaherinn"

Nú skal ég ekki fullyrða hvað býr að baki þessu hjá Vilhjálmi, kannski er það hræðslan við að fram fari naflaus umræða um Villa sjálfan, Verne holdings og tengslin við Björgúlf Thor.

Aðrir sem hafa verið hvað skítlegastir í umræðunni eiga það sameiginlegt að hafa gengt hlutverki í hruninu. Auðvitað vilja þessir hálfvitar (til heiðurs Vilhjálmi) loka á umræðuna. 

Og þá er eftir stóra spurningin, af hverju beitir Samfylkingin sér svona harkalega gegn nafnlausum í umræðunni?

Eitthvað að fela?

Hilmar (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 23:51

23 identicon

Baldur, það getur verið að Hjörtur sé alteregó  Björns og fái sína útrás þannig.

Ég styð hann fullkomlega í þeirri viðleitni sinni, en finnst tilraunin þó frekar viðvaningsleg. Það hefur aldrei þótt gott til afspurnar að stela texta annarra sér til framfæris.

Ég skal þó gera það fyrir Björn (eða Hjört) að skrifa áhugaverðar svívirðingar fyrir hann (þá) til að svara sjálfum mér. 

Hilmar (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 23:56

24 identicon

Sérkennilegt að téður Björgvin G. þá viðskipta og bankamálaráðherra gerði allt sem hann gat eftir hrunið, og með dyggri aðstoð Samfylkingarinnarþingmanna og Vinstri grænna, að vernda bankaleynd útrásargengisins og annara í aðalhlutverkum hörmunganna.

 Allt kerfið sem hann lifir í og er stór ástæða hörmunganna er uppfullt af leynd og trúnaði sem ekkert má hrófla við, og enginn áhugi pólitíkusa eða útrásardóna á slíku, að skiljanlegum ástæðum.

Nafnlausir bloggdónar er báðnauðsynlegt að koma böndum yfir og eyða.

Er nema von að fólk beri ekki neina virðingu fyrir trúðum á þingi. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 00:53

25 identicon

Hjörtur: Einmitt. Verstu bloggararnir/eyjaskeggarnir eru yfirleitt undir fullu nafni.

Valdimar (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 01:20

26 identicon

Mér er bara stórlega misboðið ,  ég les blogg hér daglega og ekki nokkur sála hefur minnst á meint hliðarspor fyrrum ráðherra viðskipta. 

Er okkur bloggurum farið að förlast svona harpalega eða varð þetta níð til í hugarflygsnum Björgvins sjálfs???? 

Það er slæmt ef ekki er lengur hægt að treysta því að bloggheimurinn viti um jafn grafalvarlegt mál og þetta   Jahérna hér og fussum svei.......................

(IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 15:11

27 identicon

Thetta er eins og Doksi bendir á....thad á ad thagga nidur í öllum.  Hvenaer gerir sér thetta fólk sér grein fyrir ad thad er til thess ad thjóna fólkinu í landinu?  Heldur thad virkilega ad thad sé rosalega vinsaelt medal almennings?

Ég get bara sagt flestum stjórnmálamönnum ad flestum er meinilla vid thá og getuleysi theirra.  Thad er jú thessum stjórnmálamönnum ad kenna ad allt er í steik á thessu skeri.  Thessi gerpi aettu ad skammast sín.

Ómar Dulnefni (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 14:41

28 identicon

Þið munið kannski eftir því að eftir lekan um kaupþing.. þá kom persónuvernd fram og vildi banna nafnlausar ábendingar...

Ég missti hökuna niður á gólf

DoctorE (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 17:42

29 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það var nú óþarfi að missa hana, Doktor. Kerfið sem við búum við kalla ég Glæpadrifið vændisræði og hugleiði menn það hugtak eilítið ættu þeir strax að skilja miklu betur raunverulegan tilgang apparata á borð við fjármálaeftirlit, persónuvernd og aðra klefa þessa hórukassa.

Baldur Fjölnisson, 8.9.2009 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband