Laugardagur, 5. september 2009
ASÍ og SA bera ábyrgð á veikri krónu
Krónan er veikari en hún þyrfti að vera vegna þess að vextir voru lækkaðir of hratt. Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins læstu klónum saman í fyrra, líkt og þessi samtök gerðu á útrásaritmabilinu, og kröfðustu vaxtalækkana. Stjórnvöld og Seðlabankinn gáfu eftir og lækkuðu stýrivexti úr 18 prósent niður í 12. Í framhaldi veiktist krónan.
ASÍ og SA lásu rangt í heildarmyndina. Háir vextir í hálft ár í viðbót hefðu þjónað tvöföldu hlutverki. Í fyrsta lagi að verja gengi krónunnar og í öðru lagi að sópa burt ónýtum fyrirtækjum sem stofnuð voru á útrásartímabilinu en eiga sér engrar viðreisnar von í venjulegu árferði.
Aðilar vinnumarkaðarins eru fullkomlega úti á þekju í samfélagsumræðunni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.