Hannes Hólmsteinn Samfylkingarinnar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er maður tveggja flokka. Í Sjálfstæðisflokknum eru hópar sem líta, eða í það minnsta litu, á hann sem boðbera frjálshyggjunnar er skyldi losa um höft athafnamanna og efnahagslífs og skila öllum auði, háum sem lágum. Hlutfallslega stærri hópur Samfylkingarmanna lítur á Hannes Hólmstein og sér rautt - það er Davíð Oddsson fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins.

Davíð Oddsson er áhrifamesti stjórnmálamaður Samfylkingarinnar fyrr og síðar. Hatrið á Davíð er slíkt að dómgreindin bregst samfylkingarfólki trekk í trekk. Ef Davíð er fylgjandi einhverju máli er Samfylkingin sjálfkrafa á móti.

Davíð lagði fram fjölmiðlafrumvarp, Samfylkingin var á móti; Davíð er á móti inngöngu í Evrópusambandið, Samfylkingin með; Davíð gagnrýndi óhóflega kauprétti Kaupþingsstjóra, Samfylkingin kom Sigurði og Hreiðari Má til varnar; Davíð vildi setja bönd útrásina, Samfylking mátti ekki heyra það minnst; Davíð var Seðlabankastjóri, Samfylkingin lagðist gegn Seðlabankanum og krónunni í leiðinni. 

Félagssálfræðileg greining á Davíðsáráttu Samfylkingarinnar bíður betri tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já.

Hannes (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 20:01

2 identicon

Páll.

Ætlar þú að nota samanburð á áráttu þinni í garð ákveðinna aðila( samfylkingin og forsetinn ) , og  Davíðsáráttu samfylkingarinnar í þessari félagsfræðilegu greiningu ?

Eða, verður þetta bara einstígi ?

JR (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 20:17

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

JR heillakarl, ég kem mér að greiningu á Davíðsáráttu ákveðinna aðila og þú sérð um mína áráttu. Samþykkt?

Páll Vilhjálmsson, 3.9.2009 kl. 20:37

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Staða Davíðs Oddssonar meðal Samfylkingarhelreiðarinnar er að verða svipuð og staða sovéskra andófsmanna var innan Sovétríkjanna. Ef þeir sögðu eitthvað innanlands þá var þeim stungið niður í kjallarann á Lubyanka byggingunni þvert á móti barnaleikfangaversluninni Dyetsky Mir þarna við Lubyanka torgið. Ef þeir sögðu hinsvegar eitthvað erlendis þá var þeim ekki trúað af heilaþvegnum trúbræðrum Sovétríkjanna um víða veröld og þeir kallaðir lygarar bæði heima fyrir og erlendis.

Hvenær skyldum við fá að heyra frá Davíð í Síberíu aftur?

Er Síbería Íslands svona stór?

Einhver sem veit eitthvað meira en það sem kemur fram í Pravda-Tass fjölmiðlum forsetavesalings Íslands? 

Gunnar Rögnvaldsson, 3.9.2009 kl. 21:15

5 identicon

Góð greining á illkynja æxli á þjóðarlíkamanum, Samfylkingu.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 22:22

6 identicon

Fleiri dæmi: Sannað er (ómótmælt) að Davíð boðaði bæði Geir og Ingibjörgu Sólrúnu á sinn fund til þess að segja þeim frá hættunni af bankahruni. IGS trúði auðvitað ekki einu orði, sagði engum ráðherra sinna frá fundinum, hvorki Jóhönnu, Össuri né bankamálaráðherranum, Björvini. Auðvitað var hún ekki stjórntæk og Sjálfstæðisflokkurinn gat lítið gert einn. Svo fór sem fór og ISG verður auðvitað að minnast sem dýrustu konu sem fæðst hefur hér á landi. Einfalt mál.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 13:06

7 identicon

Sönn og rétt greining.  Á meðan auðrónarnirn lögðu þjóðarbúið skipulega í rúst, þá stóð Samfylkingin, með Ingibjörgu Sólrúnu fremsta í flokki, sem hinn eini sanni "Frjálshyggjuflokkur", sem barðist gegn öllu því sem laut að eftirliti og að stjórnvöld gætu haft áhrif á  gang mála.

Svo fór sem fór, og núna eru ansi margir í að reyna að moka yfir öll mistökin og "meðvituðu mistökin" sem voru gerð fyrir og eftir að þau komust að kjötkötlunum, sem að vísu spunatrúðum flokksins eru að reyna að endurskrifa söguna sem fyrr, að í raun var Samfylkingin ekki í stjórn, vegna þess að hún "gerði ekkert", frekar en þegar hún var í stjórnarandstöðu.

Verður spennandi að sjá hvernig spunatrúðarnir ætla að tækla þessa risa skítaklessu,miðað við að núna fullyrða flokkssnillingar og þingmenn að aldrei átti að samþykkja Icesave samninginn í upprunalegri mynd, - án fyrirvara ...!!??  

Gengur ekki alveg eins vel að útskýra, hvernig það gæti þá hafað átt að gera sig að setja fyrirvara, á eitthvað sem ekki mátti lesa, og öll voru þau afar sátt við þá málsmeðferð?  (O:

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 15:38

8 identicon

Sæll Páll.

 Það eru liðnir margir mánuðir síðan ég setti athugasemd inn á bloggið þitt.  Ég les hins vegar allt sem þú skrifar og er sammála mjög mörgu en öðru ósammála eins og gengur.

Ég starfa mikið með íþróttafólki og hef þurft að takast á við eineltismál.

Það sem þú segir um Davíð og SF er hárrétt.  Eineltið sem Davíð hefur lent í toppar allt sem ég hef séð og heyrt annarsstaðar.  Baugsmiðlarnir og Samfylkingin lögðu þennan mann í slíkt einelti að annað eins hefur ekki sést í Íslandsögunni.  Það á örugglega einhver eftir að skrifa bók um "Einelti Íslandssögunnar".  Sumir af þeim seku eineltismönnum eru að reyna að skrifa og tala sig frá málunum í dag.  Tökum bara fyrir þessa gaura sem stjórnuðu á baugsmiðlunum, kunna þeir að skammast sín?  Rithöfundar og ritdónar baugsmiðlanna, sumir komnir á Alþingi, eiga að skammast sín.  Þeirra framferði þarf að skoðast og þeir eru jafn sekir og margur bankamaðurinn sem er undir rannsókn í dag.  Baugur sem ætlaði að bola Davíð frá vegna þess að hann var að trufla þá fékk meira að segja forsetann einkaþotuglaða í lið með sér.  Þeir sem stjórnuðu baugsmiðlum og skrifuðu eineltis greinar um Davíð upp á hvern einasta dag í fréttablaðið þurfa að svara til saka.  Hvað fengu þessir menn mikið greitt t.d.  Þetta er svo stórt eineltismál að ég held að þurfi tugi manna til að rannsaka það áður en ákæra verður gerð.  Sú ákæra mun koma fram og rithöfundarnir sem stóðu í þessu á fréttablaðinu með Baugi þurfa að byrja að skoða sína málsvörn.  Þeir geta hvorki talað eða skrifað sig frá hlutunum.

Með kveðju, Bjarni Th. Bjarnason.

Bjarni Th. Bjarnason (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 20:04

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Páll, þetta er ansi góður snúningur sem þú kemur með á þetta undarlega samspil milli Samfó og Davíðs. Fyndið vegna þess að það er satt!

Í tengslum við barnauppeldi er stundum talað um svokallaða "öfuga sálfræði", þ.e.a.s. ef barnið vill ekki hlýða en þú vilt að það fari til vinstri þá segirðu því auðvitað bara að fara til hægri. Svona er stundum hægt að hafa áhrif á þá sem eru mjög uppteknir af því að vera með mótþróa. Spurning hvort spunameisturum í Vallhöll hafi aldrei dottið í hug að beita þessari tækni á hinu pólitíska sviði?

Guðmundur Ásgeirsson, 4.9.2009 kl. 20:55

10 identicon

Gott hjá Bjarna Th 04.09.sl. En ef farið er að taka saman upplýsingar um einelti við DO þá verðum við að byrja strax þegar hann kemur inn á alþingi og hittir þar fyrir: Ólaf Ragnar, Svavar Gestsson, Steingrím J. og Össur Sk.

Þessir allir settust strax að honum þar og á sama tíma og hann mátti setja sig inn í öll mál á þingi og um leið að taka til við starf forsætisráðherra landsins, mátti hann alla daga reyna að berjast við alla þessa kjaftaska sem einskis svifust eins og alþjóð á að muna.

Helgi Ormsson (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 16:59

11 identicon

Hvað ertu að meina Páll, ertu að halda því fram að Samfylkingin vilji fara í ESB aðildarviðræður af því davíð sé á móti því. Ætlarðu líka að halda því fram að þeir sem voru á móti fjölmiðlafrumvarpi sem var sniðið að hag eigendum moggans (bjöggarnir þ.a.m) hafi verið það af því davíð lagði það fram. Enn ekki af því fjölmiðlafrumvarpið var sniðið fyrir hagsmuni kolkrabbans?

piffff þetta er grunn röksemdarfærsla hjá þér.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 21:58

12 identicon

Þorsteinn: Sannleikanum verður hver sárreiðastur. Það skiptir litlu máli hvar menn standa í pólitík, ef litið er með einlægni og svarað af hreinskilni þá verður að viðurkennast að hér hefur Páll hárrétt fyrir sér. Samfylkingin, með Baugsfeðga og fjölmiðla þeirra í farteskinu, hafa ráðið lögum og lofum í þjóðfélagsumræðunni allt frá því að þetta tvíeyki reis upp á afturlappirnar þegar Davíð og co. lögðu fram fjölmiðlafrumvarpið. Snúðu þessu við og sjáðu hve fáránleg atburðarásin verður:

1. Bjöggapakkið kemur sér fyrir sem ráðandi afl í öllum fjölmiðlum nema RÚV, þar sem íhaldið hefur hvort eð er alltaf ráðið för.

2. Samfó með ISG sem forsætisráðherra leggur fram frumvarp sem takmarkar eignarhald á fjölmiðlum. Þingið samþykkir frumvarpið sem lög frá Alþingi.

3. Davíð Oddsson forseti neitar að staðfesta lögin vegna þess að myndast hafi „gjá milli þings of þjóðar“.

Leikhús fáránleikans – og Páll bendir réttilega á þann þátt þess sem lýtur að hatri Samfó á öllu sem Davíð viðkemur.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband