Hreiðar Már og tiltrúin

Forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag er hagfræðiboðskapur Hreiðars Más Sigurðssonar fráfarandi forstjóra Kaupþings. Hann segir Seðlabankann verða að lækka vexti. Rökin verðskulda beina tilvitnun.

  ,,Þetta snýst allt um tiltrú, og hún er ekki fyrir hendi."

Þegar Hreiðar Már talar um tiltrú er það álíka trúverðugt og boðskapur um miskunnsemi frá dæmdum fjöldamorðingja. Hreiðar Már ásamt útrásarauðmönnum traðkaði traust á íslensku efnahagslífi niður í svaðið. Tiltrú í munni Hreiðars Más er faðirvorið í kjafti andskotans.

Við fáum tiltrú umheimsins þegar við sýnum í verki að Hreiðar Már, Lýður Guðmundsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og öll hin útrásarviðrinin fái ekki hljómgrunn í samfélaginu. Ísland þarf að þvo hendur sínar af óþverranum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri að horfa fram hjá sendiboðanum og aðeins betur í skilaboðin?  Burtséð frá ábyrgð hans á fortíðinni, þá er þetta einfaldlega hárrrét hjá Hreiðari. 

Auðvitað þurfa stýrivextir að lækka niður í 1-2% til að koma hagkerfinu af stað - furðulegt hvað t.d. þessi frétt (sjá neðar) fékk litla athygli en tekjur ríkisins munu ekki aukast nema eh þessumlíkt gerist sem Hreiðar vísar til...

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item295853/

Grétar (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 10:20

2 identicon

Sammála Grétari.

Við bönnum jöklurum að fara út vegna þess að þá hrynur krónan (endanlega). Þess í stað geymum við peninganna þeirra á háum vöxtum sem þýðir að í framtíðinni þarf enn meira af peningum að fara út. Skynsemin er ótrúleg. Hreiðar Már, hvað sem fortíð hans líður, hefur hárrétt fyrir sér.

Séra Jón (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 10:45

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sammála, hann hefur alveg rétt fyrir sér þarna, hvað sem fortíðinni líður.

Baldur Fjölnisson, 29.8.2009 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband