Viðskipti og réttlæti eftir hrun

Útrásarauðmenn skilja eftir sig sviðna jörð í íslensku atvinnulífi. Almenningur býr við verri lífskjör, jafnvel þeir sem gerðu sér far um að taka ekki þátt í afleiddri firringu útrásarinnar í formi neyslulána í erlendri mynt. Ríkisvaldið mun eiga fullt í fangi með að sannfæra fólk að standa undir auknum álögum og greiða af skuldum.

Til að fá almenning í lið með sér þarf ríkisstjórnin að gera tvennt. Í fyrsta lagi að sýna fram á að útrásarauðmennirnir verði meðhöndlaðir sem slíkir; skuldir þeirra ekki felldar niður og gengið hart fram í allri innheimtu gagnvart þeim. Í öðru lagi þarf að búa til úrræði fyrir fólk sem er í hvað mestum vandræðum. Stjórnvöld og bankar hafa kynnt greiðsluaðlögun og Seðlabankinn gert úttekt á stöðu heimilanna. Vinna og umræða um hvernig úrræði eigi að bjóða mun taka tíma, en viðleitnin skiptir máli.


mbl.is Kröfur upp á 316,6 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón Ásgeir sagði í vor að skuldir Baugs væru kringum 200 milljarðar. Kemur á daginn að nokkrum mánuðum síðar eru þær um 320 milljarðar. Skeikar 120 milljörðum. Það eru miklir peningar. Líklega er svo búið að skjóta undan öllu því sem er eigulegt innan fyrirtækisins, og litlar eignir til á móti.

þetta er með ólíkindum. Hvernig gátu endurskoðendur fyrirtækisins skrifað undir ársreikninga ár eftir ár án athugasemda? Af hverju gat enginn almennilegur blaðamaður sagt frá ástandinu? Vissu þeir ekki? Vissu þeir en vildu ekki segja? Hvað var að gerast hjá blaðamafíunni?

Nú segir Jón Ásgeir að Bónus og Hagkaup verði að fullu greidd, 30 milljarðar, fengnir að láni frá Bretlandi eftir tvö ár. Af hverju voru ekki fengnir peningar að láni upp í þessa skuldasúpu? ef hægt er að fá 30 milljarða fyrir Bónus og Hagkaup, er þá ekki sjálfgefið að ríkið leysi þau fyrirtæki til sín, og selji svo með einhverjum hagnaði, og reyni að fá eitthvað upp í kostnað, þó ekki væri nema til að dekka kostnað við greiðslur til Jóns Ásgeirs í skilanefndum sem hann situr í fyrir hönd ríkisins?

joi (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband