Föstudagur, 21. ágúst 2009
Klósettskál Baugs hikstar
Hallgrímur Helgason er samfylkingarhöfundur á framfæri Baugs. Hann fattar núna, mörgum árum of seint, að hann teygaði Baugshland og taldi hollustu. Þegar höfundurinn hikstar, eigum við að hlæja með eða vorkenna kvikindinu? Hvorugt. Við eigum að sýna eðjótinu fyrirlitningu jafn lengi og stafur er skrifaður á íslensku.
Athugasemdir
Heyrðu Páll minn, mér finnst nú óþarfi að tala svona um Hallgrím Helgason.
Væri ekki nær að drulla yfir einhvern sem enginn þorir að drulla yfir eins og Þórarinn Eldjárn eða Halldór Laxnes, Vigdísi Grímsdóttur eða Einar Kárason, Einar Má eða Njörð P. Njarðvík?
Er þetta ekki allt saman fólk sem teygar Baugshland eins og raunar þjóðin öll?
sandkassi (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 19:42
Ég er hjartanlega samála þér Páll.
Þórólfur Ingvarsson, 21.8.2009 kl. 20:03
Sammála.
Spunatrúðar Samspillingarinnar hafa farið á slíkum kostum að undanförnu, að vesalings maðurinn hefur haldið að enn ein fáráðlegheit til að reyna að ljúga sig úr vondri ímyndarstöðu, yrði bara eins og dropi í hafið. Enda ekki alvitlaus sem Samspillingarmaður og veit að hann búinn að brenna allar trúverðuleikabrýr að baki sér, og engu að tapa.
Er ekki svo, að rotturnar eru fyrstar til að flýja sökkvandi skip?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 20:23
Hálmstráið Hallgrímur er í senn brjóstumkennanlegt og fyrirlitlegt. Mér finnst óþarfi að eyða orðum í hann. Hins vegar held ég að Gunnar vinur minn Waage hafi ekki hlustað á morgunútvarpið í morgun þar sem Þórarinn Eldjárn og Halldóra Geirharðs tjáðu sig um "fyrirgefningartískuna" sem gengur yfir landið þessa dagana. Ég gæti ekki verið meira sammála þessu fólki en ég er.
Að heimta afsökunarbeiðni án þess að fyrirliggi sekt gerir ekkert annað en að afskræma hugtakið "fyrirgefning". Steingrímur Joð er úti í mýri þegar hann heimtar að menn biðjist fyrirgefningar á einhverjum óskilgreindum gerðum. Hafi menn brotið lög eiga þeir að sæta refsingar samkvæmt lögum landsins og þær eiga að vera í samræmi við brotið. Silkiskyrtur eiga að fá sambærilega dóma og T-bolir.
Það er eina fyrirgefningin sem ég tek mark á.
Ragnhildur Kolka, 21.8.2009 kl. 20:32
Æ, Baugur
Finnur Bárðarson, 21.8.2009 kl. 20:39
æ ég er afskaplega lítið inn í þessu, er búinn að gleima allt of miklu sambandi við Hallgrím og flesta aðra.
Eitt er þó víst að mönnum hefnist fyrir að nýta sér pólitík í sínum framgangi á listasviðinu.
Kannski með réttu.
sandkassi (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 20:57
Ég las bók Hallgríms sem kom út um síðustu jól. "10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp". Bókin sú er bara mjög læsileg.
Gat ekki komið auga á að hún væri skrifuð af "Samfylkingarhöfundi". Eru það rithöfundar sem eru flokksbundnir í Samfylkingunni? Er Einar Már þá VG-höfundur? Mega rithöfundar ekki hafa pólitískar skoðanir?
Var þessi skáldsaga Hallgríms annars kostuð af Baugi? Það kemur hvergi fram.
Skeggi Skaftason, 21.8.2009 kl. 22:29
Dísa (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 22:29
Dísa, þú skrifar snoturt, en til að eiga orðastað við þig á þessum forsendum þarftu að koma fram undir nafni.
Páll Vilhjálmsson, 21.8.2009 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.