Fyrirvarar þurfa að vera tryggir

Framsóknarflokkurinn og In Defence-hópurinn hafa síðustu daga staðið vaktina fyrir hönd þjóðarinnar í Icesave-málinu. Sjálfstæðisflokkurinn gaf sig ótímabært eins og hann hefur gert á liðnum árum. Deilan stendur núna um lagalega fyrirvara sem eru grundvöllurinn fyrir öðrum fyrirvörum. Ef lagalegur þáttur fyrirvaranna er í óvissu eru allir aðrir fyrirvarar í uppnámi.

Ríkisstjórnin verður að koma til móts við réttmætar ábendingar Framsóknarflokksins og In Defence-hópsins.


mbl.is Fyrirvarar við Icesave jákvæðir segir Moody's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Sjálfstæðisflokkurinn gaf sig ótímabært.." Finnst þér Pétur Blöndal ekki hafa staðið sig vel í Icesave málinu?

Palli (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 12:50

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jú, Pétur Blöndal hefur staðið sig. Sjálfstæðisflokkurinn í heild er reikull.

Páll Vilhjálmsson, 21.8.2009 kl. 12:55

3 Smámynd: Björn Birgisson

Er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn reikulli en Framsókn? Þá er nú lítið gefandi fyrir stjórnarandstöðuna.

Björn Birgisson, 21.8.2009 kl. 13:28

4 identicon

Sjálfstæðismenn hafa brugðist, en enn er smá von.

Björn Gíslason VG og varaformaður fjárlaganefndarinnar fullyrti í ræðustóli í þinginu í morgun að breytingarnar á samningnum eftir 2 mánauða vinnu nefndarinnar, eru í raun engar og skipta ekki neinu máli fyrir samninginn og breytti engu gagnvart Bretum og Hollendingum.

Þorgerður Katrín segir að ef svo er, og þarf eðlilega að fara fram nákvæm úttekt á og reynist rétt, þá getur hún skiljanlega ekki stutt málið. 

Kristján Friðriksson (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 13:37

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Fyrirvarar hafa ekkert gildi, nema með skriflegu samþykki allra samningsaðila.  Ef slíkt skriflegt samþykki er ekki fengið fyrirfram frá Bretum og Hollendingum, er eins gott að sleppa þeim, enda munu þeir ekki taka nokkurt mark á einhliða fyrirvörum. 

Þeir munu bara bíða rólegir og þegar kemur að fyrsta gjalddaga, munu þeir gjaldfella allt lánið og fara í hart, ef Íslendingar borga ekki í samræmi við upphaflega samninginn og þá munu fyrirvararnir ekki hafa nokkurt gildi fyrir dómstólum.

Nánar um þetta í þessu bloggi hérna

Axel Jóhann Axelsson, 21.8.2009 kl. 14:24

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Fátt eitt bendir til þess að umræddir fyrirvarar séu nokkurs virði.  Hverjir eiga að nóta vafans ?  Íslenska þjóðin eða erlendar nýlenduþjóðir ?

Tómas Ibsen Halldórsson, 21.8.2009 kl. 16:32

7 identicon

,,Þeir munu bara bíða rólegir og þegar kemur að fyrsta gjalddaga, munu þeir gjaldfella allt lánið og fara í hart, ef Íslendingar borga ekki í samræmi við upphaflega samninginn og þá munu fyrirvararnir ekki hafa nokkurt gildi fyrir dómstólum."

Skiptir það nokkri máli, ætlið þið sjálfstæðismenn ekki að borga þetta hvort sem er ?   Þetta er ykkar prívat mál !  Auðvitað borgið þið skuldir ykkar, er það ekki ?

Einhverjir fyrirvarar , hvað er það fyrir sjálfstæðisflokkinn ?   Það hefur ekkert vafist fyrir honum hingað til, bara gefið langt nef og hagað sér eins og honum er einum er lagið !   Þess vegna er þjóðin komin á hausinn !

Fyrirvarar fyrir sjálfstæðisflokkinn til að borga ICESAVE , með hjálp Kjartan Gunnarssonar ?

JR (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 17:49

8 identicon

Í þáttum sem voru sýndir í sjónvarpi fyrir löngu var spunninn söguþráður um Ewing fjölskylduna.

Þar var JR skúrkur mikill - falskur lyginn og ómerkilegur í alla staði.

JR sá sem mokar óþverra í skjóli nafnleyndar hér á undan virðist ekki merkilegri pappír en nafni hans -

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband