Prófessorarnir og nýja samfylkingarelítan

Prófessor í stjórnmálafræði kallar hluta Sjálfstæðisflokksins ,,skrímsladeild" í gær og í morgun skrifar hagfræðiprófessor grein þar sem Nasistaflokkurinn í Þýskalandi, Kommúnistaflokkurinn í Sovétríkjunum og Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi eru ræddir í sömu andrá. Prófessor Þorvaldur Gylfason ýjar að því að opinberlega ætti að lýsa Sjálfstæðisflokkinn glæpasamtök.

Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur og Þorvaldur Gylfason eru hluti nýrrar samfylkingarelítu sem stefnir á að verða ráðandi í íslenskum hugmyndaheimi í kjölfar valdatöku vinstriflokkanna í vor. Valdsmannslegur tónninn í þjóðfélagsgreiningu þeirra kallast á við heitstrengingar formanna vinstriflokkanna um að þeir ætli að sitja lengi að völdum.

Skipti maður út Gunnari Helga og Þorvaldi fyrir prófessor Hannes Hólmstein Gissurarson annars vegar og Samfylkingu fyrir Sjálfstæðisflokk hins vegar fær maður Ísland fyrir tuttugu árum.

Prófessorar eru mælikvarði á andlegt ástand þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar hefur Gunnar Helgi alltaf verið kenndur við Framsóknarflokkinn.

HH (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 19:45

2 identicon

Það er óþarfi að taka upp hanskann fyrir glæpaflokkinn þó sannleikurinn um hann komi frá Evrópusinna. Þetta eru ekki rök Páll - þetta eru öfugmælarök og ekki hugsandi manni eins og þér sæmandi.

Sjálfstæðisflokkurinn er glæpasamtök - svo einfalt er það nú bara og því fyrr sem almenningur áttar sig á því, því fyrr getum við í sameiningu fellt þetta öxulveldi illskunnar.

Félagi (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 20:17

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Hér er hátt reitt til höggs, félagi, og það í skjóli nafnleyndar. Ég er ekki sérstakur talsmaður Sjálfstæðisflokksins, en viðurkenni að ég á erfitt með að taka mark á Evrópusinnum. Þeir sem eru jafnvíðáttuvitlausir í stórmáli eru ekki líklegir til að meta smærri mál af skynsemi.

Þessi færsla átti að vekja athygli á upprennandi hugmyndahegemóníu nýrrar elítu, en trúlega hef ég flýtt mér um og ekki verið skýrmæltur.

Endilega komdu fram undir nafni félagi - það er mun áhugaverðara að eiga skoðanaskipti við einstaklinga en huldumenn.

Páll Vilhjálmsson, 20.8.2009 kl. 20:27

4 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

„Prófessorar eru mælikvarði á andlegt ástand þjóðarinnar". Ja, þú segir nokkuð. Við skulum vona, að ekki sé sama hver prófessorinn er.

Pjetur Hafstein Lárusson, 20.8.2009 kl. 20:44

5 identicon

Páll.

Enn,  kemur þú ekkert á óvart !

Auðvitað ertu laumu sjálfstæðismaður , búin að vera það í áratugi !!!

Ef þér er svona annt um íslenskt þjóðfélag, eins og þú lætur í skrifum þínum, þá ættir þú að sjá hvernig sjálfstæðisflokkurinn er búin að fara með þetta þjóðfélag  í gegnum áratugina ???

Þetta er alveg rétt  ,,.... lýsa Sjálfstæðisflokkinn glæpasamtök."

JR (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 20:50

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

JR, ætli maður sé genetískur sjálfstæðismaður í stöðugu stríði gegn náttúrulegri hneigð? Ég ætla að sofa á þessu.

Pjetur H., það sem vakti athygli mína var tóninn í þeim Gunnar H. og Þorvaldi. Mér fannst eins og ég hefði heyrt hann frá HHG á sínum tíma. Setningin sem þú orðfærir frá mér er kauðslega orðuð. Ég hefði átt að segja ,,Prófessorar eru sumir mælikvarði á rísandi hugmyndafræði," og útskýra hvernig valdið forfærir hugmyndir. Bíður betri tíma.

Páll Vilhjálmsson, 20.8.2009 kl. 20:59

7 identicon

Sæll Páll

Þegar ég las greinin hans Þorvaldar þá lá við að ég yrði öfundsjúkur út í það fólk sem trúir því í einlægni að allt sem miður hefur farið á Íslandi sé Sjálfstæðisflokknum að kenna. Það einfaldar svo alla umræðu - verður svona einsog sértrúarsöfnuður fyrir alkana ekkert að hugsa bara trúa.

Kveðjur

Grímur

Grímur (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 21:36

8 identicon

Nú ef lýsa á Sjálfstæðisflokknum sem glæpasamtökum, er þá ekki hægt að líka vinstriflokkum eins og t.d. Samfylkingunni eins og Kommúnistaflokki Sovétríkjann sálugu eða jafnvel Nazistaflokki Þýsklands?  Slíkt er alræðisvald vinstriaflanna að verða.  Ekki voru téðir alræðisflokkar minni glæpaflokkar.

Slíkt er að verða alræðisvald vinstriaflanna hér á landi, að fólksflóttinn verður ekki bara efnahagslegur fólksflótti, heldur fari fólk sem telst til hægri að flytja af landi brott sem pólitískir flóttamenn.

Þessi nýja elíta ætlar sér stórt hlutverk í nýja Íslandi.  Nýja útrásin á að verða til Brussel með ESB-aðild og mun enda jafn illa og gamal útrásin.  Þessi fræðaelíta sem mælir með ESB-aðild ætlar sér að krækja í feit embætti niður í Brussel.

Harladur Þ. Magnússon (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband