Fjölmiðlar fatta ekki plottið

Lögfræðistofan Norton Rose hefur fíflað íslenska fjölmiðla. Í gær sögðu íslenskir fjölmiðlar frá skoðanakönnun frá lögfræðistofunni um afstöðu erlendra fjármálastofnana til fjárfestinga á Íslandi. Eins og vænta mátti standa útlendingar ekki í biðröð að komast með peningana sína hingað, en hvenær hafa þeir svo sem gert það.

Í dag kemur í ljós að Norton Rose hafði ekki gert óvilhalla skoðanakönnun heldur var þetta kröfuskrá útlendra fjármálastofnana sem lánuðu peninga til íslensku útrásarbankanna. 

Íslenskir fjölmiðlar eru auðtrúa svo ekki sé meira sagt.


mbl.is Verið að höfða mál gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Jónsson

íslenskir fjölmiðlar hafa alla tíð verið óskaplega slappir, og það hefur ekkert með fjármagn eða aðstöðu og eigendur að gera.

Allt þetta fólk mætir í vinnuna og þiggur sín laun, en vinnusemin og metnaðurinn er engin.

Það lepur upp allt sem lagt er fyrir það og leggur svo á borð fyrir þjóðina.

Þetta var kallað leti hér áður fyrr.

Sigurjón Jónsson, 18.8.2009 kl. 21:19

2 identicon

Páll.

Hefur þú ekki tilheyrt íslenskum fjölmiðlum í áratugi, sem einn af þeim birtir bara ,,copy-paste"  ?

JR (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 22:28

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Enn ein birtingarmyndin af gagnrýnislausri heimsku mestallrar fjölmiðlastéttarinnar, því miður.

" Fjórða valdið " ber ekki litla sök á óförum íslenzku þjóðarinnar að mínu mati !!

Sigurður Sigurðsson, 19.8.2009 kl. 13:15

4 identicon

þetta reddast

Goggi (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband