Sérreglur eiga að gilda um uppgjör auðmanna

Íslensku auðmennirnir komust flestir til álna í skjóli samtryggingakerfis fjármálastofnana sem nánast úthlutuðu lánakvótum sín á milli. Eigendur Landsbankans fengu lánað hjá Glitni fyrir sín verkefni og Glitnismenn hjá Kaupþingi og svo framvegis. Þetta var gert til að sniðganga lög og reglur um fjármálastofnanir. Þessar kúnstir og aðrar brellur þarf almenningur að borga fyrir.

Hluti af uppgjöri við auðmennina er að láta áfram gilda sérreglur um viðskipti þeirra. En núna á að snúa dæminu við; öll mál auðmannanna upp á borðið, hvað þeir eiga og hvar. Bankaleynd verði afnumin í tilfelli auðmannanna.  Ríkisbankarnir eiga að setja upp sérstaka vefsíðu til að halda utanum um uppgjör við auðmennina. Þar komi fram hvað þeir skuldi, hvernig þeir ætla að borga og svo framvegis.

Siðvæðing viðskiptalífsins verður ekki gerð með pukri í skjóli bankaleyndar. Ef almenningur fær á tilfinninguna að auðmenn fái uppgefnar skuldir verður það réttlæting fyrir hverskyns ósvinnu í samfélaginu. Það stendur upp á ríkisbankana og skilanefndir að setja upp fyrirkomulag uppgjörs við auðmennina sem er í samræmi við ráðslag þeirra fyrir hrun.


mbl.is Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

100% sammála. Burt með bankaleyndina. Hún gerir ekkert annað en að hylja slóðir sem ekki þola dagsljósið.

Björn Birgisson, 18.8.2009 kl. 17:50

2 identicon

Er ekki næst að víst að þeir auðrónar sem hafað hugnast flokkunum muni njóta sérstakrar góðvildar stjórnarflokkanna á sama hátt og ef um stjórnarandstöðuflokkanna væri að ræða? 

Allir flokkarnir meira og minna, og þingmenn þeirra, hafa jú notið mikils "gjafmildis" þessara "öðlinga", sem  hafað útbýtt gullinu í réttu hlutfalli við áhrif þeirra og um leið til allra til að hafa alla í vasanum, og örugglega hefur "gleymst" að telja ýmislegt fram.

Samfylkingin hefur lagt mikið á sig að reyna að hindra að bankaleynd verði aflétt, sem og að þvæla og tefja að sérstök rannsóknarnefnd þingsins yrði sett.  Vinstri græn tóku þátt í þeim farsa til að þóknast væntalegum og núverandi móðurflokki.

Þessi ríkisstjórn á örugglega eftir að reynast auðrónunum vel, sem áður.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 18:40

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Mæl þú manna heilastur kæri Páll !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.8.2009 kl. 18:50

4 identicon

þetta reddast

Goggi (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband