Uppistandarinn Jón Baldvin

Nánustu samstarfsmenn Jóns Baldvins Hannibalssonar komu úr skemmtibransanum, Kiddi rót, Ámundi Ámunda og síðan Jakob Magnússon. Í því ljósi verður að skoða fjölmiðlasirkusinn í kringum ásakanir Jóns Baldvins um hleranir. Þessi fyrrum formaður Alþýðuflokksins er uppistandari að eðli og upplagi en stjórnmálamaður og diplómat í hjáverkum.

Nú þegar rannsókn saksóknara staðfestir, sem flestir máttu vita, að ásakanir Jóns Baldvins um hleranir voru tilhæfulausar þá krefst Jón Baldvin þess að Alþingi rannsaki málið. Hann veit manna best að Alþingi mun ekki standa fyrir slíkri rannsókn.

Jóni Baldvini finnst fátt skemmtilegra en að draga dár að fólki. Uppistandið verður fjörugra þegar tekst að skora pólitísk stig í leiðinni. Þannig tímasetti hann ásaknir sínar um hleranir í samræmi við prófkjör Sjálfstæðismanna í október. Á sjálfan prófkjörsdaginn fékk Jón Baldvin birta grein í Morgunblaðinu þar sem mátti skilja að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra væri ábyrgur fyrir hlerunum.

Forysta Samfylkingarinnar þakkar Jóni Baldvini það að Björn náði ekki markmiði sínu í prófkjörinu. Og Samfylkingin er með dekkað borð fyrir Jón Baldvin í ríkisstjórn sem flokkurinn ætlar að mynda eftir kosningarnar í vor.


mbl.is Ekkert sem studdi ummæli um hleranir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Já pólitíkin er eitt forarsvað og þeir sem telja sig hafa gagn af því  að velta sér upp úr svaðinu, gera það óspart. Svo hefur það verið fyrr.

Það sem er betra núna er að erfiðara er að dylja ósómann vegna fjölmiðla.

Allt þetta fjömiðlafár um hleranir átti auðvitað að hjálpa Samfylgingunni vegna slaks gengis miðað við að vera í stjórnarandstöðu. Að koma Birni Bjarnasyni á kné var auvitað úthugsað. 

Vil ekki spá um hverjir verði í stjórn næst en held samt að Samfylkingin verði síðasti kosturinn hvort sem horft er til hægri eða vinstri. Get ekki ímyndað mér að Framsókn þori í stjórn með þeim eftir útreiðina í borginni, þurrkuðust næstum út.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 22.12.2006 kl. 14:35

2 identicon

Ég myndi frekar kalla Jón Baldvin trúð en uppistandara, því mér finnst hann meira hlægilegur en fyndinn.

Hann talar í sleggjum, eingöngu í sleggjum og liðið sem trúir honum í einu og öllu heldur náttúrulega að þar sé frelsarinn kominn, rétt eins og Spaugstofumenn (trúðar líka) sýndu svo vel í þætti í haust.

Ég ætla annars rétt að vona að við höfum rænu til að senda þennan mann aftur úr landi í langvarandi fyllerísferð, þó helst einhvert sem stanslaust raus hans um hversu ömurlegt Ísland er nær sem minnstri athygli.

Björn Berg Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 17:04

3 identicon

Jón Baldvin er búinn að gera sig að athlægi í þessu máli.  Manni finnst ótrúlegt að margir vinstri menn vilja fá þessa risaeðlu aftur til pólitískra starfa.  Það sem mér finnst náttúrulega vendipunkturinn í þessu máli er að það getur varla hvarflað að nokkrum heilvita manni að hlera Jón Baldvin. Einfaldlega vegna þess að það er leiðinlegt að hlusta á hann, allavega finnst mér mjög gott að geta lækkað í sjónvarpinu þegar hann talar :)

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 23.12.2006 kl. 09:42

4 identicon

Spjátrungur í besta falli er eitthvað sem ég myndi flokka Jón baldna sem. Maðurinn er tilgerðarlegri en Thor Vill þegar hann tapar sér í Laxnesvímunni. Það sem verra er að hann er líka svo vitlaus. Fyrst var hann frasakóngur dauðans að rembast við að tala einhverja uppskrúfaða vestfirsku og svo með sinn klassíska, í fyrsta lagi,í öðru lagi...... Núna þegar honum tekst að verða sér úti um viðtal(reyndar sorglegt að blaðamenn skuli falla í þann vafasama pitt að hlusta á þennan gosa hjala). Þá spyr hann sjálfan sig 95% af spurningunum og á svo oft í tómu basli með að svara sínum eigin spurningum. Ef einhver hefur einhverntímann hlerað Jón baldna þá á hinn sami skilið áfallahjálp því varla hefur málæði hans í gegnum hlerunarbúnað hljómað betur en hann gerir í út og sjónvarpi.

Jón Þór (IP-tala skráð) 23.12.2006 kl. 11:05

5 identicon

Eruð þið að tala um  manninn sem stóð fyrir frjálsu streymi fjármagns?  Og manninn bar hitann og þungan af samningunum um evrópska efnahagssvæðið? Manninn sem lagði grunninn að þeirri velmegun sem íslendingar búa enn að? 

Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 23.12.2006 kl. 12:27

6 Smámynd: Sigmar Hj

Það liggur þó ljóst fyrir að hleranir hafa átt sér stað er það ekki?  Vonandi eruð þið ekki að falla í sömu grifju og Íranir varðandi helförina, þ.e. að grafa hausinn i sandinn.   Sannið til!  Þetta mál á eftir að vera meira og stærra þegar frá líður.

Sigmar Hj, 23.12.2006 kl. 15:32

7 identicon

Sterkur stjórnmálamaður sem er staðfastur sínum skoðunum og áræðinn hlýtur að teljast áskorun fyrir mótframbjóðendur.  Því er ekki að neita að Björn er umdeildur og í stjórnmálum er oft farnar dörtí leiðir til að klekkja á andstæðingum.

Jón Baldvin er af gamla skólanum og þessi tímasetning hans er án vafa engin tilviljun.  Vonandi finnum við gott starf fyrir hann í útlöndum enda held ég að það sé best fyrir alla, ekki síst hann sjálfan.

Annars óska ég landsfólki öllu gleðilegra jóla, ekki síst samfylkingarfólki ;) 

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 26.12.2006 kl. 12:27

8 identicon

Árið 2006 sýndi að engin eftirspurn er eftir sumu fólki.

Leitt fyrir þetta sjálhverfa lið sem nú á ekki í önnur hús að venda en þau að vera á stöðugri sjálfshátíð.

Róbert Trausti (IP-tala skráð) 26.12.2006 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband