Sunnudagur, 16. ágúst 2009
Hvenær varð hrunið óhjákvæmilegt?
Í útrásinni urðu til orð og hugtök sem, eins og almennt gildir um þesslegs, áttu að lýsa veruleikanum. Eitt var ,,dautt eigið fé" fyrirtækis sem þýddi á máli útrásar að það mætti skuldsetja fyrirtækið meira. Annað var ,,fjárfestingargeta" sem var yfirlýsing um að búið væri að tryggja aðgang að lánsfé - án tillits til þess hvort viðkomandi væri borgunarmaður fyrir lánunum.
Í dag hljómar útrásarorðræðan eins og hvert annað bull. Fyrir fáum misserum þótt hún góð latína þorra manna. Hvers vegna? Jú, vegna þess að orðin og hugtökin voru bökkuð upp með auði og valdi útrásarmannanna.
Stjórnmálin hefðu átt að vera sá vettvangur sem greindi stöðu mála, hafði eftirlit með þróun og ýtti á eftir því að stjórnkerfið gripi í taumana áður en út í ógöngur væri komið.
Milljón króna spurningin er þessi: Hvenær óx útrásin stjórnmálunum yfir höfuð? Hvenær varð ekki aftur snúið?
Athugasemdir
Hvað þýðir "bökkuð upp"? Er það orð eða hugtak frá útrásarvíkingunum eða öðrum víkingum?
Gulli (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 11:01
Það er einfalt svar við því: Daginn, sem einkavinavæðing bankanna var ákveðin bakvið lokaðar dyr í Valhöll!
Auðun Gíslason, 16.8.2009 kl. 11:31
Isn't the more relevant question how long it will have an impact? Or do we accept that these events mark a new economic reality that will continue to reshape global economics, and whose full impact has not yet been appreciated?
Lissy (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 11:34
Sjálfsagt eftir 2006.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.8.2009 kl. 11:49
kj (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 11:51
Þegar Ólafur Ragnar Grímsson neitaði að undirrita fjölmiðafrumvarpið.
Guðmundur Jónsson, 16.8.2009 kl. 12:35
Bankarnir voru og höfðu verið í tómu tjóni, og þungur baggi á þjóðarbúinu, áður en þeir voru einkavæddir. Einkavæðing og einkarekstur er engin trygging fyrir góðu eða illu. Vondir menn eignuðust bankana og glæpaeðli þeirra varð til þess sem gerðist. Eitthvað sem mönnum hefur sést fyrir.
Td. hefur reynslan sýnt að það er dreifð eignaraðildi er engin trygging, eins og í tilelli Baugs þegar þúsundir manna voru hluthafar, en samt gat Jón Násker tekið þá svo í .....gatið þegar hann keypti 10-11 á bak við tjöldin og seldi svo sér og hinum allt klabbið með yfir 200 miljóna hagnaði sem hann stakk í vasann, og enginn hluthafi þorði að kæra fantinn vegna hræðslu við afleiðingarnar. Ný föt sama röddin.
Virkt og hart eftirlit, ströng lagasetning og öruggt og heiðarlegt dómskerfi er það eina sem getur unnið gegn og á glæpamaönnum í tilfellum hvítflibbaglæpa á nákvæmlega sama hátt og annara í afbrotamannageiranum.
Það er það sem brást í Baugsmálinu, sem endaði sem hrikalegt réttarhneyksli. Þessir glæpalýður er ósnertanlegur og varðaðir af okkar færustu lagasérfræðingum með að brjóta lög og siðferði "löglega"
Sama mun gerast í hrunsmálarannsókn rannsóknarnefndar þingsins , og það er það sem nefndarformaðurinn er örugglega að segja þegar hann fullyrðir að engin nefnd fyrr eða síðar á eftir að bera þjóðinni jafn slæmar fréttir og þau í haust.
Þeir koma allir til með að sleppa.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 13:34
1) Þegar Þýskaland var komið uppá 1 trilljón USD í hagnað við umheiminn -> á konstað annarra hagkerfa. Sama gildir að sumu leyti um Kína.
2) og þegar Bill Clinton skipaði svo fyrir að þeir sem höfðu ekki efni á einum tíma hjá tannlækni ættu skilyrðislaust að njóta þeirra "mannréttinda" að geta stofnað til skulda sem þeir áttu að aldrei að fá leyfi til og höfðu ekki jarðneskan séns á að borga til baka.
3) Þegar bankar hættu að vera bankar (conservative banking) og urðu spilavíti með samþykki bankamálaráðherranna sem svo höfðu m.a. skammbyssuhlaup ESB keyrt ofaní hausinn á sér
Þá voru allar forsendur komnar á sinn stað og með fullu samþykki allra fjáramálaeftirlita og ríkisstjórna vesturlanda.
Staðan var þannig að undanfarnir 24 mánuðir á þessum stóra byggingarstað fóru í að koma dýnamít túbunum vel og vandlega fyrir í byggingunni. Tonn eftir voru boruð djúpt inn í sökkulinn og inn í burðarveggina. Byggingin varð sem sagt sprengjuklár í október síðastliðnum, alveg 100% fokklár.
Byggingaeftirlitið (stjórnmálamenn, fjármálaeftirlitið og ESB) höfðu þá tekið sprengjuhleðslurnar út og gefið græna ljósið fyrir því að öllum dýnamít túbunum hafi verið komið rétt fyrir í byggingunni og að öllum byggingareglugerðum var stranglega framfylgt.
Svo var haldið reisugilli hjá Sigga Samfó og þá fyrst var ýtt á sprengjutakkana, einn eftir annann í samfleytt 5 mánuði. Svo var skálað.
That's how & when folks
Gunnar Rögnvaldsson, 16.8.2009 kl. 16:13
Á Íslandi: sennilega árið 2002, þegar bankarnir voru einkavinavæddir af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki.
Árið 2006 var hrunið ekki bara óumflýjanlegt, heldur fyrirsjáanlegt og hægt að sjá þess ýmis merki sem sérfræðingar bentu á.
Svala Jónsdóttir, 16.8.2009 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.