Sigmundur Davíð ákveðinn, Bjarni hikandi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins skilur þjóðina, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ekki. Þetta er niðurstaða eftir Sjónvarpsfréttir kvöldsins þar sem Sigmundur Davíð kom fram sem ákveðinn og öflugur talsmaður hagsmuna þjóðarinnar en Bjarni hikandi eins og hann væri að velta fyrir sér hvað aðrir kynnu að segja.

Núna er ekki tími að sitja klofvega á girðingunni, þeir sem þar planta sér verða geldingar. Við þurfum ákveðni ekki hik, niðurstöðu ekki fyrirvara, hugrekki ekki heigulshátt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

"Núna er ekki tími að sitja klofvega á girðingunni, þeir sem þar planta sér verða geldingar"

Vel mælt! 

Hmm . . japl . . kaffi . . lýsi . . harðfiskur . . gúlp . . bíddu nú hægur . . hvar er pípan mín eiginlega! . . haff & haff . . eldspýtur . . púff . .

. . já, hvað ég vildi segja . . mjaa . . púff . .

ef um gaddavírsgirðingu er að ræða . . púff . . þá gætum við jafnvel átt á hættu að sjá þyrnibelli, eða jafnvel þyrnirósir í íslenskri pólitík . . púff . .

Afsakið

Bíddu hvað saggð ann ?

Gunnar Rögnvaldsson, 13.8.2009 kl. 22:12

2 identicon

Sæll og takk fyrir góða færslu.

Núna er ekki tíminn fyrir eitthvað hik eins og þú segir. Ég var ekki hrifinn þegar ég sá að Bjarni varð formaður og mér hefur ekki snúist hugur. Flokkar þurfa núna leiðtoga og Bjarni er ekki leiðtogi sem hentar við þetta tilefni.

Sigmundur hefur komið vel út undanfarið og ég veit um fólk sem ætlar sér að snúa baki við Sjöllunum og fara yfir í Framsókn því ekki er hægt að kjósa Sjallana með fólk eins og Ragnheiði, Þorgerði, Árna og Bjarna innanborðs. Flokkurinn verður að hreinsa til hjá sér og hleypa öflugu fólki að með óflekkaðan feril.

Reisa verður þeim þingmönnum sem samþykkja þessa Icesave dellu níðstöng og vona að þjóðin gleymi ekki hverjir steyptu henni í glötun!

Jón (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband