Fimmtudagur, 21. desember 2006
Rislág rannsóknablaðamennska
Heilabiluð gamalmenni, óhefðbundið kynlíf á meðferðarheimili fíkla og tálbeittir barnaperrar eru viðfangsefni íslenskra fjölmiðla sem vilja kenna sig við rannsóknablaðamennsku. Blaðamennska af þessu tagi svalar gægjuhneigð fólks en stendur tæplega undir nafni sem rannsóknablaðamennska.
Það er ekki í anda rannsóknablaðamennsku að ráðast á garðinn þar sem hann lægstur og enn síður að standa að atlögu að þeim sem höllustum fæti standa í samfélaginu.
Upphaf rannsóknablaðamennsku má rekja hundrað ár aftur í tímann, til Bandaríkjanna. Blaðamenn eins og Lincoln Steffens, Ida M. Tarbell og Ray Stannard Baker afhjúpuðu viðskiptahætti Rockefeller og Standard Oil, spillingu í stjórnkerfinu og ómanneskjulegar aðstæður vinnandi fólks.
Þeir íslensku blaðamenn og ritstjórar sem kenna sig við rannsóknablaðamennsku ættu að íhuga að beina athyglinni að sívaxandi misskiptingu auðs hér á landi, aðstæðum útlendinga á vinnumarkaðnum og stuðningi sem stjórnmálamenn fá frá fyrirtækjum.
Á hinn bóginn: Fjölmiðlar sem bundnir er á klafa auðhringa eru ekki líklegir til að gagnrýna hagsmuni nýju yfirstéttarinnar á Íslandi.
Röng frásögn af beinbroti vistmanns á Grund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Páll, Skil ekki alveg truntuganginn í þér við Kompás menn. Þeir eru einmitt að afhjúpa þá sem svína á okkar minnstu og veikustu bræðrum og systrum. Svína á börnunum okkar. Ég þakka þeim fyrir. Þú sem blaðamaður ættir að taka þá þér til fyrirmyndar.
Kær kveðja
Gaui
Guðjón Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 04:21
Sælir.
Páll veit alveg hvað hann er að segja um blaðamennsku, enda reyndur blaðamaður. Kompás eltir lákúruna, platar veikt fólk til heimilda í rauninni í heimildarleysi á kostnað veikleikans, til að velta sér uppúr þeim sem minna miega sín ef þannig má komast að orði. Kopás hefur ekki upplýst neitt sem annað en það sem allir vita um og fæstir þaga yfir. Þessi þáttur er fastur í sama farinu, dópinu og það sem er í kring um það. Önnur mið kann hann ekki að róa á. Rannsóknarblaðamennsa er allta annað mál og mjög fáir hér á landi sem kunna það fag.
Hvaða mál mætti rekja til rannsóknarlbaðamennsku í íslenskum fjölmiðli hér heima eins og Watergate málið?
Dommi.
Dommi (IP-tala skráð) 25.12.2006 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.