Fimmtudagur, 13. ágúst 2009
Ríkisstjórnin upp úr skotgröfinni
Jóhanna og Steingrímur eru loksins að skilja það augljósa, að við getum ekki samþykkt Icesave-samninginn. Ef skötuhjúin drattast upp úr skotgröfinni og horfast í augu við veruleikann gætu þau kannski gert þjóðinni eitthvert gagn. Með því að fella Icesave-samninginn á diplómatískan hátt, 63-0 eins og Ögmundur lagði til, eru Bretum og Hollendingum send kurteis en ótvíræð skilaboð um vilja Íslendinga.
Jóhönnu og Steingrími tekst að halda stólunum sínum og vera áfram strengjabrúður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en þjóðinni er forðað frá ósanngjarnasta milliríkjasamningi frá lokum fyrri heimsstyrjaldar - þetta væru ekki slæm býtti. Ef aðeins umsóknin hefði ekki farið til Brussel mætti þessi stjórn sitja eitthvað inn á næsta ár.
Fundi fjárlaganefndar lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, þú ert bjartsýnn.... halda að RÍKISSTJÓRNIN komi upp úr skotgröfunum !!! Þessi stjórn er handónýt og veit ekkert hvað hún er, eða á, að gera.
p.s. bara svo það sé á hreinu, ég er ekki sjálfstæðis eða framsóknarmaður.....
Dexter Morgan, 13.8.2009 kl. 00:07
Jú, Dexter, fyrir svefninn reynir maður að hugsa fallega.
Páll Vilhjálmsson, 13.8.2009 kl. 00:09
Hvað breytti þessari skoðun Jóhönnu og Steingríms um að samþykkja þessa ríkisábyrgð möglunarlaust? Komu upp einhverjar nýjar upplýsingar í málinu sem breyttu afstöðu þeirra? Hvað gerðist? Það væri nú í lagi að fréttamenn spyrðu þau hvað olli þessari skyndilegu stefnubreytingu?
Þessi stjórn gat ekki komið sér saman um aðildarumsókn að ESB nema með hjálp framsóknarflokksins. Þessi stjórn getur ekki komið þessu máli gegn nema með hjálp stjórnarandstöðunnar. Það er líka alveg á hreinu að virkjanamálin í Þjórsá fara aldrei í gegn nema með aðstoð framsóknar og sjálfstæðisflokks. Niðurskurður í velferðarkerfinu sem þarf að fara út í núna þegar loksins verður búið að fella þetta Icesave verður síðan banabiti ríkisstjórnarinnar. Hún getur ekki ætlast til að stjórnarandstaðan dragi hana endalaust að landi í öllum málum. Það hlýtur meira að segja Jóhanna og Steingrímur að skilja?
Jon (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 00:11
Hvað veldur því að þessi stjórn fékk völd og hvað veldur því að menn vilja hana burt?
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 00:34
Vel mælt, Páll: "Með því að fella Icesave-samninginn á diplómatískan hátt, 63-0 eins og Ögmundur lagði til, eru Bretum og Hollendingum send kurteis en ótvíræð skilaboð um vilja Íslendinga.
Jón Valur Jensson, 13.8.2009 kl. 01:29
þú virðist heimskasti maður landsins. Til haminju
lara (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 06:21
Undarlegt ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar nú að gefa eftir og koma þessari ömurlegu ríkisstjórn til valda.
Getur verið að Sjálfstæðisflokkurinn hræðist það að lenda í ríkisstjórn?
Á þeim bæ er mikil vinna eftir. Nýi formaðurinn er vita vonlaus og varaformaðurinn öllu trausti og áliti rúinn.
Við sem áður studdum þennan flokk höfum gefist upp á honum vegna þess að uppgjörið hefur ekki farið fram og flokkurinn er gjörsamlega kllofinn í ESB-málinu.
Það er ömurlegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki búa yfir innri styrk til að veita andspyrnu á sama tíma og harðlínusósíalistar í VG og spillingaröfl innan Samfylkingar stefna að því að færa þetta þjóðfélag áratugi aftur í tímann.
Mikil er ábyrgð Sjálfstæðisflokksins. Hvers vegna knýja almennir flokksmenn ekki fram uppgjör við spillinguna?
Karl (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 08:55
Á þessari stundu eru ekki tímabær"uppgjör" - hvorki hjá Íhaldi né VG.
Á þessari stundu gildir aðeins eitt.:NEITUN STAÐFESTU ICESAVE !
Þrjú hundruð þúsund manna smáþjóð getur ALDREI tekið á sig, jafnvel 9OO MILLJARÐA skuld !
3 milljónir á hvert mannsbarn, frá elsta öldungi til nýfætts hvítvoðungs !
ALDREI !
ALLIR Á VÖLLINN ! - Austurvöll í dag. !
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 14:13
Jón Valur, þú ert besti stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar.
Páll Blöndal, 13.8.2009 kl. 15:23
Páll Blöndæll, þú ert auli í sjálfstæðismálum landsins. Vaknaðu!
Jón Valur Jensson, 13.8.2009 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.