Miðvikudagur, 12. ágúst 2009
Icesave og valdhyggja vinstrimanna
Ráðandi öfl í Samfylkingu og Vg líta svo á að formleg völd, sem t.d. fást með ríkisstjórnaraðild, séu upphafð og endir á stjórnmálastarfi. Öllu má fórna til að ná völdum og halda þeim. Vg fórnaði helsta stefnumáli sínu, andstöðunni við aðild að Evrópusambandinu, til að komast í valdastöðu. Samfylkingin er beinlínis stofnuð sem valdaflokkur.
Helsta fyrirmynd Samfylkingarinnar er Sjálfstæðisflokkurinn. Björgvin G. Sigurðsson staðfestir það enn einu sinni með grein í dag. Þar segir fyrrum viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar nánast berum orðum að helsta verkefni vinstriflokka sé að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Varla vottar fyrir stefnupólitískri umræðu í grein Björgvins.
Í heimsmynd Samfylkingarinnar er ekki til sú hugsun að stjórnmálaflokkar ná árangri í samræmi við verðleika sína. Sjálf tilveran snýst um að skipta út Sjálfstæðisflokknum fyrir Samfylkingu. Af því leiðir að Samfylkingin er aðeins eftirlíking af móðurflokki íslenskra stjórnmála. Þannig varð Samfylkingin meiri frjálshyggjuflokkur en Sjálfstæðisflokkurinn og yfirbauð líka fyrirmyndarflokkinn í útrásarmærð, samanber alræmda heimasíðu Björgvins G. Sigurðssonar þar sem hann gerði sjálfan sig að foringja klappstýruliðsins.
Völdin eru valdanna vegna í orðabók vinstriflokkanna. Þess vegna ætla þeir að samþykkja Icesave-samningana - þótt það kosti drápsklyfjar á almenning.
FT segir að jafna eigi Icesave-byrðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.