Ísland leiksoppur í ESB-pólitík

Utanríkisráðherra Búlgaríu leggst gegn hraðleið Íslands inn í Evrópusambandið. Ráðherrann telur að innganga Íslands verði að setja í samhengi við umsóknir nágranna Búlgara í suðri, Svartfellinga, Albani og Tyrki. Í viðtali við austurríska dagblaðið Der Standard tekur utanríkisráðherrann af öll tvímæli að Búlgaría leggst gegn sérmeðferð fyrir Ísland.

Rumiana Jeleva tók nýlega við embætti utanríkisráðherra í Búlgaríu en áður var hún þingmaður á Evrópuþinginu. Hún segir að eftir að umsókn Íslands hafi verið lögð fram hafi Búlgaría komið þeim skilaboðum á framfæri að ríkin á vesturhluta Balkanskaga væru mikilvæg fyrir Búlgaríu.

Nach dem Antrag Islands auf eine EU-Mitgliedschaft - eines demokratischen und marktwirtschaftlich entwickelten Landes, hatten wir die Gelegenheit, auf die Bedeutung der Westbalkanländer für die Sicherheit unserer Region hinzuweisen und zu betonen, dass ein Schnellverfahren im Fall Islands nicht angebracht wäre.

Búlgaría ætlar að nota umsókn Íslands til að auka þrýstinginn á Evrópusambandið að sinna Suðaustur-Evrópu.

Hér er viðtalið í heild.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það má vel vera, að Evrópubandalagið muni "sinna Suðaustur-Evrópu" fljótlega (þó naumast Tyrklandi í bráð, en neyðist þó til þess, er fram líða stundir, þegar mannfækkun vegna getnaðarvarna- og fósturvígsstefnu "þróuðu þjóðanna" fer að hitta þau eins og bjúgverpill).

Hitt er á hreinu, Páll, að Ísland er of dýrmætt herfang fyrir bandalagið til að nokkrum af ríkjum þess verði leyft að skerast úr leik að segja "já!" við umsókn Össurargengisins. Þú sást til dæmis, hvernig Hollendingar fengu ekki að segja "nei!" um daginn, ekki einu sinni að tefja málið.

Það, sem er okkur hættulegast, er einmitt mikilvægi landsins. Svo ganga ýmsir afglapar hér um og niðra okkar eigin landi og lýðveldi!

Þökk sé þér, Páll, fyrir þína baráttu fyrir sjálfstæði okkar.

Jón Valur Jensson, 11.8.2009 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband