Dánarfregn Icesave-samninganna

Ekki er þingmeirihluti fyrir Icesave-samningunum. Formenn stjórnarflokkanna, Jóhanna og Steingrímur J., sólunduðu sínu pólitíska kapítali í ESB-umsóknina og eiga ekkert afgangs til að þræla Icesave-málinu í gegnum þingið. Höggið sem ríkisstjórnin fékk þegar skoðanakönnun leiddi í ljós að Íslendingar eru mótfallnir aðild að ESB og afgerandi meirihluti vildi þjóðaratkvæði um umsókn gróf undan stjórninni og sýndi forystumenn hennar sem þjösnapólitíkusa án framtíðarsýnar.

Icesave-samningurinn var frá fyrsta degi ónýtur. Ríkisstjórnin ætlaði sér samt að keyra hann í gegnum þingið en fyrir handvömm annars vegar og hins vegar óforskammaða frekju komst stjórnin hvorki lönd né strönd.

Þegar Icesave-samningarnir falla situr ríkisstjórnin eftir án trausts og er það maklegt. Með umsókninni og Icesave var ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur komin í beint stríð við þjóðina.


mbl.is Skoðanir enn skiptar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

DO ber mesta ábyrgð á "íslenska efnahagsundrinu".... þannig er það bara! Ekki alveg alla ábyrgð, en langmesta og hann var glaður (og xD) þangað til 6. okt 2008!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.8.2009 kl. 00:58

2 identicon

Anna B

Þetta er yfirgripsmesta vanþekking sem birt hefur verið á prenti.

Hvet þig til þess að leita hjálpar.

DO var öflugur - en kona - gættu hófs og farður ekki að gera manninn almáttugan í huga þínum.

Því eins og Steingrímur J sagði í sjónvarpinu þegar DO hætti semráðherra og hólið gekk fram úr hófi "við skulum nú aðeins slaka á - þetta er jú maður af holdi og blóði"

Og Anna - DO skapar heldur ekki jarðskjálfta eða eldgos.

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 03:53

3 Smámynd: Guðmundur Björn

Anna:  Hvar væri bloggið án wisserbessera eins og þín?  Það er auðvitað nauðsynlegt að fá að lesa svona heimskulega steypu á mánudagsmorgni.

Guðmundur Björn, 10.8.2009 kl. 09:12

4 identicon

Þetta er slæmt mál en þú vanmetur formann fjárlaganefndar. hann er mesta leynivopn Steingríms og Jóhönnu. Ég hef trú á Guðbjarti því ég veit að þar fer alvöru stjórnmálamaður sem vinnur fyrir fólkið í landinu.

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 10:45

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég er engin "wisserbesser" sem betur fer!

Hitt veit ég að DO var forsætisráðherra þegar bankarnir voru "einkavæddir" og hann var seðlabankastjóri 6. okt. 2008.

  Eru þessi tvo embætti án ábyrgðar?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.8.2009 kl. 14:20

6 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ég sé að Anna er greinilega með Davíð Oddsson á heilanum en hér er frétt af textavarpinu sem mig langar að smella inn og láta ykkur um að dæma:

Það er forvitnilegt að fara yfir umræðu um frumvarp til laga um tryggingasjóð innistæðueigenda þegar það var til meðferðar í þinginu fyrir tíu árum. Þá vildu þáverandi stjórnarandstöðuþingmennirnir Jóhanna Sigurðardóttir og Ögmundur Jónason að inneignir í bönkum yrðu tryggðar að

fullu og öllu en ekki aðeins að hámarki sem næmi jafnvirði 20 þúsund evra.

Tillagan var felld. Ætla má að staða Íslands gagnvart innstæðueigendum Icesave-reikninga væri sýnu verri ef

þjóðþingið hefði leitt þetta í lög fyrir 10 árum.

Sigurður Sigurðsson, 10.8.2009 kl. 16:15

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sisi...ég veit lítið um DO og hef ógeð á að draga hann upp, en það er samt nauðsynlegt ef forsætisráðherrar g seðlabankastjórar á Íslandi bera ábyrgð...en þvi hefur þu alls ekki svarað!

þetta er ekki rökstuðningur, heldur almenn skynsemi (common sense).

Ég læt nefnd 3 manna nefnd Páls um rökstuðning 1. nóv.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.8.2009 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband