Fimmtudagur, 6. ágúst 2009
Reykjavíkurkreppan
Hrunið leiddi til kreppu sem er réttnefnd Reykjavíkurkreppan þar sem hún á upptök sín í höfuðborginni og leikur íbúa SV-hornsins verst. Tveir aðalatvinnuvegir þjóðarinnar eftir hrun, sjávarútvegur og ferðaþjónusta, eru mun sterkari á landsbyggðinni en í þéttbýlinu. Þessar atvinnugreinar munu afla okkur gjaldeyris og vera styrkustu stoðir undir endurreisnina. Landbúnaður verður jafnframt mikilvæg stoð og er gjaldeyrissparandi með því að við þurfum ekki að flytja inn matvæli.
Útrásin var fjármálalegt tilræði við efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Umsóknin til Evrópusambandsins er pólitískt tilræði við fullveldið. Hvorttveggja má kenna við póstfangið 101. Reykjavíkurkreppuna þarf að einangra við höfuðborgina. Líkurnar fyrir því eru bara nokkuð góðar.
Athugasemdir
Sæll kæri Páll.
Eftir því sem ég best man þá er 70-80 % af veiðiheimildum á svæðinu frá Akranesi suður með ströndinni og út til Vestmannaeyja.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.8.2009 kl. 15:54
Þakka þér fyrir að nefna ferðaþjónustuna - hún gleymist of oft í þessari umræðu - þó sjávarútvegurinn, landbúnaður og aðrar framleiðslugreinar séu landsbyggðinni ótvírætt mikilvægar.
Anna Karlsdóttir, 6.8.2009 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.