Krónublaðamennska í Kompás

Í Kompásþætti Stöðvar 2 um Byrgið var stuðst við heimildarmenn sem fengu borgað fyrir upplýsingar. Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttastjóri Stöðvar 2 varði krónublaðamennskuna í sjónvarpsviðtali og sagði hana alvanalega í fjölmiðlum. En svo er ekki.

Almennt greiða fjölmiðlar ekki peninga fyrir viðtöl og upplýsingar, hvorki hérlendis né erlendis. Ákveðin gerð fjölmiðlunar, t.d. gula pressan í Bretlandi, hefur þó greitt fyrir séraðgang að einstökum heimildum. Nýlegt dæmi er barnfóstra Beckham-hjónanna sem fékk greitt fyrir frásögn sína um heimilishald fótboltastjörnunnar.

Þá þekkist að einstaklingar sem lent hafa í mannraunum eða unnið sérstök afrek fái greitt fyrir að segja sína sögu í fjölmiðli.

Reginmunur er á því að borga fyrir frægðarsögur og að greiða fyrir ásakanir um spillingu eða misferli. Í fyrra tilvikinu er verið að borga fyrir skemmtiefni þar sem gagnrýnin fréttamennska kemur vart við sögu en í seinna tilvikinu er trúverðugleiki kjarnaatriðið.

Einstaklingur sem þiggur peninga fyrir að ásaka aðra manneskju getur selt sig dýrara eftir því sem ásökunin er alvarlegri. Trúverðugleiki slíkrar heimildar er núll.

Krónublaðamennska og afhjúpunarfréttir eins og Kompás gerir út á fara álíka vel saman og eldur og vatn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Þetta er að minnsta kosti mjög þörf umræða og gott að það komi bara hrent fram hvaða fjölmiðlar eru að greiða fyrir viðtöl.  Eftir því sem fram hefur komiðer það eingöngu stöð 2 sem hefur gert þetta.

TómasHa, 21.12.2006 kl. 00:14

2 identicon

hvernig geturðu fullyrt að greitt hafi verið fyrir þetta ?

bla bla (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband