Mánudagur, 3. ágúst 2009
Rányrkja ESB-flotans
Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB var sett á laggirnar til að skapa meginlandsríkjunum samningsstöðu þegar Bretar, Írar, Danir og Norðmenn sóttu um aðild í byrjun áttunda áratug síðustu aldar. Sjávarútvegsstefnan hefur reynst illa, segir leiðarahöfundur Sydsvenska Dagbladet fyrir helgi, bæði fyrir evrópskt hafsvæði þar sem rányrkja skilur eftir sig dauða sjó en ekki síður fyrir fátæk Afríkuríki sem selja alltof stórum evrópskum fiskveiðiflota aðgang að heimamiðum.
Leiðarahöfundurinn á ekki orð til að lýsa því ráðslagi að skattgreiðendur í ESB-ríkjum skuli látnir borga hálfan annan milljarð sænskra króna fyrir útgerðina úti fyrir ströndum Vestur-Afríku.
Hér er leiðarinn.
Athugasemdir
Hér er ágætis myndband um rányrkju fiskveiðiflota Evrópusambandsins við strendur Afríku og hvernig hún er að rústa afkomu þarlendra sjómanna:
http://www.youtube.com/watch?v=2xhlBvZn-Uk
Hjörtur J. Guðmundsson, 3.8.2009 kl. 23:52
Þetta eru samningar milli afríkuríkja og EU. Áður, eins og td. í Spánverjatilfelli, höfðu þeir sjálfir samninga við Afríkuríki og að sjálfsögðu gufuðu þeir ekkert upp við aðild að EU.
Sem dæmi um rangindi í málflutningi sumra má sjá Senegal dæmið:
" Facts and figures
A NGO opposed to European policy on deep-sea fishing recently published claims that the
EU, through its fisheries and trade policies, is helping deplete fish stocks, worsen the food
crisis in Senegal and drive emigration from that country. But is this really true?
1. Are EU trawlers flouting the rules to exploit Senegalese maritime resources?
No - the flagging rules for the Senegalese fleet are set by the Senegalese government, which has full
sovereignty in this area.
...
2. Are European ships overfishing stocks and competing with small fishermen in Senegal?
No - catches by European vessels under the fishing agreement with Senegal (until June 2006)
accounted for only 2-3% of all fish caught in Senegalese waters.
http://ec.europa.eu/fisheries/cfp/external_relations/bilateral_agreements/senegal_0808_en.pdf
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.8.2009 kl. 02:06
Já, Evrópusambandið sjálft er auðvitað hlutlaus heimild um ásakanir á eigin hendur ;)
Hjörtur J. Guðmundsson, 4.8.2009 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.