Föstudagur, 31. júlí 2009
Summa heimskunnar
Gjaldþrot Björgólfs Guðmundssonar er auglýsing á fáráðlingahætti samborgara okkar sem halda að efnisauður skipti sköpum í lífinu. Björgólfur reyndi fyrir sér í Hafskipum á sínum tíma og strandaði. Lexían sem hann lærði þegar hann var handtekinn á heimili sínu um lágnættið var að peningar breyti öllu; auðugur maður getur ekki verið annað en saklaus. Jón Ásgeir Jóhannesson þurfti ekki handtöku til að sannfærast um þessa speki.
Björgólfur ætlaði að kaupa sér aflát frá vægum dómi sem hann fékk fyrir Hafskipsævintýrið. Hann fjármagnaði bækur og réð lögfræðistóð að fá endurupptök samtímis sem hann févæddi listamenn og menningu.
Summa heimskunnar er sannfæringin um að auður geri manninn réttlátan.
Björgólfur gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Afskaplega djúpt. Summa viskunnar..
hilmar jónsson, 31.7.2009 kl. 21:12
Satt segir þú kæri Páll.
Björgólfur reyndi að endursemja mannkynssöguna eins og kommarnir gerðu ávallt þegar einn úr ranni fyrirmenna kommúnistaflokksins féll úr náðinni. Þá var bókum og frásögnum breytt - þar á meðal voru ljósmyndir sem teknar voru af ráðamönnunum á Kremlarmúrnum breytt þannig að viðkomandi fallandi stjörnu var eytt af öllum myndum eins og hann haf aldrei í æðstu metorð komist.
Björgólfur vildi, rétt eins og geislaBAUGSfeðgar kenndu Davíð um allt, kenna illum öflum úr viðjum stjórnmálaflokkanna um ófarir Hafskipa. Hún verður ekki þurrkuð út úr bókum skiptaréttar skýrslan sem hann ásamt Ragnari stjórnarformanni samdi og rekur í þeirra eigin orðum hvað varð til þess að rekstur Hafskipa gekk ekki betur en þetta.
Þar kemur ekki fram eitt orð um að gjaldþrotið hafi verið öðrum að kenna svo sem einhverjum óvildarmönnum eða stjórnmálamönnum. Þvert á móti kom fram að það var ekki rekstrargrundvöllur fyrir fyrirtækinu og því fór sem fór.
Hinu ber að halda til haga að bústjóri Hafskipa varða að kalla inn eignir með dómum sem hafði verið skotið undan gjaldþrotinu.
Lyktir þar urðu þær að minna en 1/6. hluti fékkst upp í kröfurnar að raunvirði. Hvað skyldi nást í þetta skiptið ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.7.2009 kl. 22:35
Margur verður af aurum krati,
eða þannig.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 00:31
Nokkuð spakur pistill hjá þér Páll.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 1.8.2009 kl. 02:18
Mikill vísdómur í þessum pistli Páll.
Eigðu góða og ánægjuríka verzló helgi.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 1.8.2009 kl. 03:37
Summa heimskunnar er sannfæringin um að
í bóli sé Bjarni betri en Jóhanna.
Páll Blöndal, 1.8.2009 kl. 03:45
Þú ert ágætur ! Ferð mjög nærri sannleikanum. Enn margur verður af aurunum API! Kveðja á landið mitt bláa.
Einar B Bragason , 1.8.2009 kl. 07:56
Góður pistill Páll.
Þráinn Jökull Elísson, 2.8.2009 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.