Föstudagur, 31. júlí 2009
Ríkisstjórn á barmi taugaáfalls
Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar að morgni föstudags verslunarmannahelgar, þegar enginn er að hlusta. Í gær undir kvöld var forsætisráðherra skutlað úr fríi og stillt upp fyrir framan stjórnarráðið í fréttaviðtal RÚV. Fréttaveitur og bloggarar úr röðum stjórnarsinna reyna að finna ,,réttan" vinkil á fréttina um höfnun Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Í einu og sama viðtalinu tókst forsætisráðherra að segja annar vegar að frestunin væri vond og hins vegar að hún skipti litlu máli.
Írafár ríkisstjórnarinnar vegna fyrirséðra atburða, menn vissu að áhöld væru um hvort lánið fengi afgreiðslu, er bein yfirlýsing um sundurþykkju stjórnarheimilisins. Þar á bæ er engin samstaða um hvert eigi að stefna í helstu málefnum þjóðarinnar. Ríkisstjórnin stundar ómarkvissa viðbragðapólitík.
Evrópustefna Samfylkingarinnar beið skipbrot strax og henni var ýtt úr vör. Traust á Íslandi erlendis minnkaði við umsóknina, bæði vegna þess að umsóknin var samþykkt með naumum meirihluta og hins að hún var í útlöndum túlkuð sem uppgjöf. Hjákátlegir tilburðir utanríkisráðherra að búa til nýja utanríkisstefnu upp úr þurru til að fegra betlumsóknina til Brussel sannfærðu enga, hvorki heima né ytra.
Umsóknarklúðrið og óleyst Icesave-mistök eru misheppnuð pólitík og diplómatísk stórslys. Ríkisstjórnin veit að spilið er búið.
Athugasemdir
Þú meinar líklega að ÞÚ HELDUR að ríkisstjórnin sé á barmi taugaáfalls? Þau eru að kjást við erfið verk og ekkert skrýtið að það taki á.
Veist þú hvað ríkisstjórnin veit ? Hvernig veistu það?
Ína (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 11:17
Það er merkilegt hvað þjóðir í kringum okkar njóta þess að kreista þjóð í neyð. Þannig gera hvorki vinir né frændur. Ekki heldur þjóðir sem snefil af sómatilfinningu. Ætli þessar sömu þjóðir gerðu það sama við stærri ríki?
Þó ekki væri annað sýnir þetta tilgangsleysi NATÓ!
Þess vegna kemur ekki til greina að gefa eftir og ganga á eftir öllu sem Bretar og Hollendingar segja um Icesave-málið. Þeir skulu bera sína ábyrgð líka.
En það virðist vera furðu auðvelt verk fyrir þá að skipa íslensku ríkisstjórninni að beygja sig og bugta í einu og öllu. Kyngja meiri ósóma en okkur ber.
Er örvæntingin um inngöngu í Stóru Klíkuna svona augljós í útlöndum líka?
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 11:28
Falin er í illspá hverri
ósk um hrakför sýnu verri
jkr (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 11:37
Dæmigert rætið neikvætt svartagallsraus náhirðarinnar.
hilmar jónsson, 31.7.2009 kl. 11:41
Mér finnst að þið aftaníossar Davíðs Oddssonar þurfið að fá áminningu um hverjir það voru, sem bjuggu til hrunið.
Rokland (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 11:41
Er hvasst í Roklandi? Hvernig líður náhirðinni þar?
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 12:10
Stærstu mistökin voru að sækja um aðild að ESB á þessum tímapunkti og það án þess að sækja til þess umboð til kjósenda fyrst, með einfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu.
Tímasetningin var röng vegna þess að "hið alls óskylda" IceSave mál var óútkljáð og ESB á beina aðild að því.
Að sniðganga lýðræðið var rangt þar sem það dregur úr trúverðugleika umsóknarinnar, eins og nú hefur komið á daginn.
El País á Spáni gagnrýnir að þeir sem studdu umsókn séu "allir úr einum flokki" (þó það sé ekki bókstaflega rétt) og segir það vekja efasemdir um "að pólitískur og samfélagslegur vilji til þess að tilheyra þessum klúbbi" sé til staðar.
Ótímabær ESB-umsókn tekur núna tíma, peninga og orku frá stjórnkerfinu, sem hefði átt að verja til þarfari hluta, og dregur um leið úr trúverðugleika okkar. Hin blinda trú á ESB á eftir að reynast okkur dýrkeypt.
Haraldur Hansson, 31.7.2009 kl. 12:18
Nú er kominn föst staðfestingin á því að IceSave málið er nátengt öllu, eitthvað sem ríkisstjórnin hefur verið að neita allan þennan tíma. ESB málið hefði eins og þú segir átt að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu til að staðfesta það að vilji er fyrir að ganga þessa leið. Ekki svona naumunakosningu á þinginu. Þótt að ESB þjóðir styðja umsóknina þá er IceSave alltaf í forgrunni.
Nú þrengir allavega verulega að ríkisstjórninni, það er víst.
Daníel Sigurður Eðvaldsson, 31.7.2009 kl. 13:09
Ríkisstjórn á að hafna IceSave samningum og koma með gagnsamning til Breta og Hollendiga.
Það á að kynna málstað okkar í öllum fjölmiðlum Evrópu og USA. Upplýsa þjösnagang Breta, Hollendinga og ESB. Setja frá hvernig Evrópuþjóðir eru að kúga smáríki í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 15:07
Það er nú alltaf hægt að treysta því að þú Páll V. matreiðir hlutina "rétt"
ofan í þjóðina hér á blogginu.
Páll Blöndal, 31.7.2009 kl. 17:51
Já nú er bara að vona að sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn með stuðningi Borgaraflokksins taki nú við og reddi þessu. þar eru fagmennirnr og þeir sem vita greinilega best hvernig á að stjórna þegar á bjátar.
Gísli Ingvarsson, 31.7.2009 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.