Þriðjudagur, 28. júlí 2009
Hernaðarsamvinna ESB vekur norskan óhug
Þrátt fyrir að standa utan Evrópusambandsins tekur Noregur þátt í hernaðarsamvinnu ESB. Yfirvöld í Brussel hafa smátt og smátt aukið herstyrk Sambandsins og í Lissabon-sáttmálanum eru heimildir til að efla enn þennan þátt starfseminnar.
Norðmenn hafa lofað 150 hermönnum í liðsstyrk ESB. Aðildarríki ESB framselja mannaforráð yfir þeim herstyrk sem eyrnarmerktur er Sambandinu. Brussel getur þar með ákveðið að senda hermenn hvert á land sem vera skal. Leiðandi stjórnmálamaður í Hægriflokknum í Noregi krefst þess að Norðmenn fái neitunarvald um einstaka leiðangra herstyrks ESB. Rökin eru þau að norsk ábyrgð er á lífi hermannanna en ekki evrópsk.
Hér er umfjöllun norska ríkisútvarpsins, NRK.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.