Mánudagur, 27. júlí 2009
Hringurinn þrengist um Jóhönnu
All nokkrar undirtektir eru við hugmyndina í leiðara Fréttablaðsins að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra taki Icesave-málið beint til forsætisráðherra Breta og Hollands. Tillagan og viðbrögðin eru til marks um vaxandi samstöðu um tvennt. Í fyrsta lagi að ekki sé hægt að samþykkja Icesave-samningana og í öðru lagi að ríkisstjórnin falli með samningunum.
Alþingi tók sér stutt frí til að stjórnvöld mættu melta pólitíska framtíð sína. Tillagan um Jóhönnuför til Lundúna og Niðurlanda þrengir hringinn um forsætisráðherra. Hrekkur Jóhanna eða stekkur?
Athugasemdir
Auðvitað stekkur hún Páll !
Ína (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 12:14
Ætli Brown sé ekki orðin leið á þessu röfli
Sævar Finnbogason, 27.7.2009 kl. 12:20
Hvernig eiga Bretar að meta hana öðruvísi en Geir og Sollu, eða sem hryðjuverkamann. Hún var jú Ráðherra þeirra og undirtitla.
Það sannar hún jú best með að hafa algjörlega brugðist þjóðinni, með að taka ekkert á þeirri pólitísku spillingu sem hér ríkir og að kyrrsetja ekki vini fjórflokkana í útrásarvíkinga klíkunni. Og fastsetja eignir þeirra. Ekki einu sinni Icesafe glæpagengisins.
Og reyna að drepa málinu á dreif með kolvittlausri forgangsröðun, troða okkur inn í Evrópusambandið.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 13:31
Hárrétt hjá Arnóri. Ekki hefur verið tekið á neinni spillingu. Uppi veður enn glæpagengi og fólk flýr land. Forgangs-röðunin er fyrir neðan allar hellur og bara ótrúleg.
Elle_, 27.7.2009 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.