Laugardagur, 25. júlí 2009
Umsóknin framlengir hrunið
Umsóknin um aðild Íslands að Evrópusambandinu gerir uppgjörið við hrunið lengra og erfiðara. Án umsóknarinnar hefði umræðan beinst að orsökum hrunsins, ábyrgðaraðilum og hvernig taka ætti á eftirmálum hrunsins. Þegar umsókninni er hent inn í umræðuna með þeim hætti sem raun er á verða til átakalínur sem ganga þvert á fyrri vígstöðu, andstæðingar verða vopnabræður.
Sjálfstæðisflokkurinn, til dæmis, mun að öllum líkindum ná fyrr vopnum sínum með því að verða oddviti andstöðunnar gegn umsókninni. Pólitísk staða Vinstri grænna, sem var flokkur hreinna handa fyrir svikin, er tæp svo ekki sé meira sagt.
Útrásarliðið og fylgifé þeirra er meira og minna umsóknarsinnað. Vígstaðan sem blasir við er að Baugsfylkingin verður fimmta herdeildin í íslensku samfélagi.
Við andstæðingar umsóknar megum vera fjandi slappir að tapa þessum slag. Hreint helvíti slappir.
Athugasemdir
Ég er sammála þér og vill bæta um betur að við munum ekkert læra af þessu hruni. Kannski sterkt til orða tekið en eins og þú bendir réttilega á þá fara allir kraftarnir í aðra sálma. Því lengra sem líður frá þá er meiri hætta að hlutirnir gleymist.
Líka sammála því að það væri ansi slappt ef andstæðingar aðildar tapi slagnum þar sem meirihluti þjóðarinnar er ekki að baki þessari aðildarumsókn.
Rúnar Már Bragason, 25.7.2009 kl. 00:56
Nei...thetta er ekki rétt hjá thér. Nú thegar búid er ad saekja um thá er öll umraeda óthörf thar til samningur liggur fyrir. Ef thjódin eins og thid haldid hafnar samningnum thá er thetta ekkert mál.
Bara kjaftaedi ad einhver umraeda thurfi ad vera í gangi fram ad thví. Svo thad aetti ekki ad trufla neitt.
Nú á ad ganga af hörku á eftir theim sem orsökudu hrunid og thví ad taka upp vidraedur vid alla sem koma ad ICESAVE aftur án Svavars Gestssonar.
Goggi (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 03:53
Sæll Páll.
Þetta er mikið rétt hjá þér.
En ekki veit ég hvað "Goggi" er eiginlega að segja eða að meina hér að ofan.
Auðvitað verður þetta ESB mála áfra að splundra þjóðinni í tvær illvígar fylkingar, það fer bara ekkert á eitthvð "hold"
Það verður sem fleinn í holdi þjóðarinnar. Það er kanski það "hold" sem hann á við.
Embættismenn og stjórnsýslan öll verður meira og minna lömuð af því að vinna við aðildarumsóknina og gefa út álit og svo framvegis. Það er ekki bara samninganefndin sjálf sem vinnur við þetta. Þeir eru stöðugt að biðja um upplýsingar og skýrslur úr stjórnkerfinu öllu.
Þannig að á þessum víðsjárveðu og erfiðu tímum erum við að eyða kröftum stjórnsýslunnar og þjóðarinnar í þetta bull.
Deilurnar í þjóðfélaginu munu bara magnast því fólk vill fá að sjá hvað er verið að semja um og hvernig málum miðar áfram.
Þetta á ekki að vera allt undir borðum þarna útí Brussel þó svo bæði ESB apparatið og hörðustu talibanarnir í röðum ESB aðildarsinna vildu sjálfsagt hafa það þannig.
Þetta á eftir að taka a.m.k. næstu 2 ár áður en hægt yrði hugsanlega að leggja ESB aðildarsamning fyrir þjóðina.
Þangað til verður stjórnsýslan öll meira og minna bundinn yfir þessu rugli og búið að splundra þjóðinni í tvær illvígar fylkingar og enginn sátt í þessu þjóðfélagi.
Ætli þetta hafi verið rétti tíminn í þessa óláns vegferð og til þess að splundta þjóðinni svona illilega með þesum hætti.
Hefði ekki verið nær að sameina þjóðina í uppbyggingunni og að gera upp við þá sem að hruninu stóðu.
"Íslands óhaningju verður allt að vopni" . . . . . !
Gunnlaugur I., 25.7.2009 kl. 10:32
Ráðaleysi og ákvarðanafælni eru ráðandi í öllu því sem stjórnvöld gera.
Það ergir mann stöðugt meira að ekki skuli vera meðvitund um það að risavaxið hrun kalli á risavaxnar aðgerðir til að rétta málin við. Ráðamenn virðast ekki skilja hvernig þetta þarf að tengjast. Hér ræður alltaf minnsti samnefnari um aðgerðir og þær eru alltof litlar og alltaf alltof seint.
Ég er sammála því að eftir ESB umsóknina mun allt púður fara í rifrildi um aðild eða ekki aðild og þar af leiðandi verður ekkert gert af viti til að endurreisa eitt eða neitt.
Ég er einn þeirra sem lít orðið svo á að best sé að viðurkenna þjóðargjaldþrot og vinna út frá því. Kyngja stoltinu og viðurkenna staðreyndir. Ef þjóðin í heild væri færð niður á fjárhagslegt plan einstaklings eða fjölskyldu væri öllum löngu ljóst að yfirlýsing um gjaldþrot sé besti kosturinn.
Þetta er eina leiðin til að þjóðin geti tryggt eignarhald á auðlindum. Þær verða nefnilega ekki teknar upp í skuldir okkar erlendis. Við getum hinsvegar tapað einhverjum eignum erlendis, átt bágt með að fá lán og þurft að stunda sjálfsþurftarbúsakap í einhver ár. Þessi kostur er ekki góður en hann er snöggtum skárri en a.m.k. 20 ára örugg fátækt.
Haukur Nikulásson, 25.7.2009 kl. 10:53
Skelfilegt að það skyldi farið í umsókn núna. Nú verður vísað í sínkt og heilagt að þessi og hin málin leysist með ESB og ekkert gert.
itg (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 11:05
Goggi, umræðan fer að sjálfsögðu strax af stað. Ekki sízt þar sem enginn veit í raun hvenær ferlinu mun ljúka. Það er talað um allt frá 2011-2013. Þess utan, og það sem meira máli skiptir, þá liggur í langflestum tilfellum fyrir hvað innganga í Evrópusambandið hefði í för með sér og hefur gert lengi þó það hafi hentað pólitískum hagsmunum ákveðinna aðila að telja fólki trú um að ekkert væri hægt að vita um þau mál nema sótt yrði um inngöngu.
Hjörtur J. Guðmundsson, 25.7.2009 kl. 11:26
Bara fífl rífast um hugsanlega adild ádur en samningur liggur fyrir. Hver er tilgangurinn med thví?
Einungis asnar eyda orku í slíka algerlega gagnlausa vitleysu. Fyrst thegar samningur liggur fyrir á fólk ad rífast og thraeta...EKKI FYRR....ef thid fattid thad ekki er einfaldlega HAFRAGRAUTUR í hausnum á ykkur.
Goggi (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 18:12
Goggi!
Það væri sennilega ekki vitlaust fyrir þig að fylgjast með umræðunni í landinu áður en þú sakar aðra um bjánahátt.
itg (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 18:33
27 ríki hafa nú þegar sótt um aðild. Fólk þarf bara að skoða það, Goggi. Og af því þú talar endalaust um aula og asna og hafragraut og væl, aulahátturinn var að sækja um gegn lýðræðinu. Maður sækir ekkert ekkert um inngöngu í það sem maður ekki vill. Það er ekkert flókið.
Elle_, 25.7.2009 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.