Samfylking leitar útgöngu

Samfylkingin leitar útgöngu úr tapaðir stöðu í Icesave-málinu. Hönnuðir pólitískrar atburðarásar hjá Samfylkingunni eru í óða önn að skrifa handrit sem lætur Steingrím J. Sigfússon og Vg sitja uppi með klúðrið af Icesave-samningunum. Þótt ekki sé nema fyrir útlenda áhorfendur verður að færa pólitískar fórnir þegar samningarnar verða felldir á Alþingi.

Ódýrast fyrir ríkisstjórnina er að Steingrímur J. axli sín skinn, nýr fjármálaráðherra komi úr röðum þingmanna Vg og annað verði óbreytt. Það er aftur spurning hvort nóg sé að fórna einum ráðherra, þótt viðkomandi sé líka flokksformaður - það telur ekki stórt í útlöndum.

Næsta útgáfa er að Vg í heild yfirgefi ríkisstjórnina og Samfylkingin fái stuðning stjórnarandstöðu til að sitja minnihlutastjórn í eitt ár eða svo. Sjálfstæðisflokkur gæti metið stöðu sína þannig að ekki væri æskilegt að ganga til kosninga þegar í stað.

Hvernig sem allt veltur má bóka að Samfylkingin velur ekki þann kost sem sómi er að og félli með Icesave. Sæmd og Samfylking eru andheiti.


mbl.is Tökum þann tíma sem til þarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Alveg er undarlegt að lesa þennan pistil !

Íslensk ríkisstjórn glímir nú við erfiðustu verkefni sögunnar og þessi verkefni eru þess eðlis að mitt mat sé að allar ákvarðanir sem teknar eru verða umdeildar og erfiðar.

Samfylkingin stendur sig vel í þessum verkefnum og Steingrímur Sigfússon stendur sig frábærlega. 

Stjórnarandstaðan er stundum uppbyggileg og hún á að vera gagnrýnin. Sumir þinmenn hennar stilla sig um að nota sér ástandið, en aðrir stunda populisma.

Jón Halldór Guðmundsson, 23.7.2009 kl. 16:26

2 identicon

Óttaleg gremja er í thér Palli minn.  Ég held thú aettir ad beina gremju thinni ad theim flokkum sem sök eiga á hruninu...th.e: Spillingarflokknum og Framsóknarspillingunni.

Eda eru thad kannski saklausir flokkar í thínum huga? 

Goggi (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 16:27

3 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ég tel að það þurfi að beita öllum tiltækum ráðum til að losna við þá meinsend sem Samfylkingin er í íslenskri pólitík.  Það þarf að koma Alþingi Íslendinga upp úr sandkassanum.  Þá fyrst er von um að við fáum hæft fólk þangað inn.

Sigríður Jósefsdóttir, 23.7.2009 kl. 16:34

4 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég held að þetta sé alveg rétt skilgreining hjá þér Páll.

Ragnar Gunnlaugsson, 23.7.2009 kl. 16:58

5 identicon

Að sjálfsögðu segir Steingrímur af sér sem ráðherra, þingmaður og formaður VG.  Hvað annað getur hann gert.   (Er ekki viss um að Ögmundur átti sig á þessu).

Ég er ekki viss um að þeir sem eftir sitja verði par sáttir við Ögmund og Liljurnar og þeim verði ekki vært í afgangnum af þingflokknum. 

Með því að fella samninginn þá mun Steingrímur líta svo á að kominn sé nýr meirihlut á Alþingi og að Ögmundi og Liljunum og kannski Atla beri að mynda ríkisstjórn með núverandi stjórnarandstöðu.  Það liggur beinast við. 

Þá verða Þórsaari og Lilja Mós látin leiða nýja samninganefnd við Breta. 

Og þá eiga við orðin frægu:   "Guð blessi Ísland".

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband