Össur er umsóknarmaðurinn

Við hæfi er að Össur Skarphéðinsson afhendi umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Fallinn formaður Samfylkingarinnar; maðurinn sem brýndi forsætisráðherra til að berjast gegn ofríki Baugs en gerðist í beinu framhaldi aðalverjandi Baugsveldisins; Össur sem tók til við að laga hálstauið þegar miðaldra kona hné í ómegin við hlið hans í beinni útsendingu.

Össur er umsóknarmaður Íslands.


mbl.is Afhenti Svíum aðildarumsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki vil ég nú meina að Össur hafi viljandi frosið þarna um árið er Ingibjörg hneig útaf, svona viðbrögð er erfitt að ráða við og hendir marga og ekkert slæmt eða vont við það í sjálfu sér, þetta er bara ósjálfrátt.

Hitt er svo annað mál hvort fólk sem "frýs" svo á ögurstundu eigi að vera viðloðandi landsstjórnina, er nokkuð viss um að læknar í það minnsta gætu ekki verið slíkir með þá eiginleika.

(IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 09:59

2 identicon

Eiginlega er Össur dæmigerður gamaldags, íslenskur stjórnmálamaður.

Getur verið svolítið fyndinn og orðheppinn.

Svona þorrablóta-pólitíkus.

Síðan þegar á reynir kemur í ljós að hann er óhæfur og fyrst og fremst dæmigerður íslenskur lúði.

Semsé sú tegund af stjórnmálamanni sem Samfylkingin og allir hinir sem hafa lokið BA prófi í stjórnmálafræði telja alveg rosalega hallærislegan.

Margur heldur mig sig.

Baugstenginguna þarf svo auðvitað að rannsaka sérstaklega. Það þarf að rannsaka öll fjármál þessa fólks, líka Geirs Haards, Ingibjargar, Björgvins, Árna Mathiesen, Árna Páls 'Arnasonar, Lúðvíks Bergvissonar og margra, margra fleiri.

Karl (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband