Þriðjudagur, 14. júlí 2009
Alþýðuhetjur stíga fram
Ég er ekki grátgjarn maður en mér vöknaði um augu þegar ég las bréf norðlensku stuðningsmanna Vg þar sem þeir stíga hnarreistir fram og halda á lofti fullveldi og forræði Íslendinga andspænis svikulum stjórnmálamönnum sem halda að þeir geti ráðstafað opinberum völdum til að svala eigin metnaði.
Ég hvet fólk til að lesa bréfið sem fylgir fréttinni og taka ofan fyrir alþýðuhetjunum.
Steingrímur ómerkingur orða sinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér vöknaði ekki um augu eins og þér, en bréfið þeirra gladdi mig mjög. Sendi þeim hér bestu kveðjur og þakklæti fyrir að segja hug sinn umbúðalaust!
Helga (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 20:25
Páll það hafa komið svipaðar ályktanir frá öðrum svæðisfélögum VG þær eru að finna á heimasíðu VG eða á http://vg.is þessar ályktanir hófust með að svæðisfélagið í skagafirði sendi inn ályktun í morgunblaðið og svæðisfélagið í Hveragerði og Ölfusi fylgdi í kjölvatnið fleiri áliktanna er að vænta sem munu trúlega birtast á morgun.
Rafn Gíslason, 14.7.2009 kl. 20:27
Mér finnst leitt að í hvert skipti sem minnst er á Steingrím núorðið detta mér í hug orðin gunga og drusla því þau lýsa honum svo vel núna.
Guðrún (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 20:42
ég er sammála, tek ofan fyrir norðlendingum og einstökum dalamanni fyrir að vilja standa við þau loforð um opin og lýðræðisleg vinnubrögð sem Á að stunda á alþingi.
Skríll Lýðsson, 14.7.2009 kl. 21:05
Það hljóta að vera takmörk fyrir því hvað kjósendur VG eru tilbúnir að láta vaða yfir sig?
* Háir vextir - Ekkert að lækka þrátt fyrir fróm orð Fjármálaráðherra
* Virkjanir - Búið að semja um neðri Þjórsá? Ekki beint stefna VG?
* Fyrningarleið í sjávarútvegi - Ekki í sjónmáli
* Andstaða við ESB aðild - VG að veita máli brautargengi
* Skandinavískt velferðarkerfi - Það bólar lítið á því
Svona væri lengi hægt að halda áfram. VG og Steingrímur eru að vinna gegn sinni stefnu og þeim samþykktum sem þeir kusu um á landsfundi flokks rétt fyrir kosningar. Flokkurinn geldur afhroð.
joi (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 21:05
Þarna fara sannir Íslendinga, eins og sú þjóð sem hefur byggt land frá upphafi.
Steingrímur Júdas og Samspillingarhyskið í flokki 1 & 2 vg, eru þjóðarskammir sem ættu að hundskast sem lengst á brott og þá helst í alþjóðasamfélagið ESB.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 21:09
Sannir Íslendingar taka hatt sinn ofan fyrir þessum tólfmenningum.Það geri ég.
Númi (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 21:55
Það er gott að allir vinstrigrænir eru ekki komnir á hnéin fyrir framan krataguðinn. Ég vona að Steingrímur njóti sinna þrjátíu silfurpeninga, sá svikari. Það kæmi mér ekki á óvart að hann yrði okkar Quisling þegar fram líða stundir.
Árni (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 22:28
Þetta eru skringileg örlög manns sem hefur verið skynsemi VG í gegnum tíðinna. Að vera hafnað af sínum eigin flokksmönnum fyrir að koma VG í stjórn. Það var alltaf vitað hverjar kröfur XS væru í ESB málinu, VG vissi það þegar þeir samþykktu stjórnarsáttmálan. Það væri fengur af skörungi eins og SJS í raðir XS ef VG vilja ekki hans krafta. Án SJS þá er VG búin að vera sem leiðandi stjórnmálaafl, bakland VG er einfaldlega kviksyndi sem ekki er hægt að treysta á, bara peð sem ráðast á kóng sinn í stað þess að valda hann.
Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 22:56
Þetta eru dásamlegar fréttir, vonandi verður þetta til þess að þetta sé síðasti líkkistunaglinn í áratuga alþingissetu Steingríms og Jóhönnu.
Sævar Einarsson, 15.7.2009 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.