Mánudagur, 13. júlí 2009
Forsætisráðherra hótar þingmönnum Vg
Forsætisráðherra hótar þingmönnum Vg stjórnarslitum ef þeir samþykkja ekki þingsályktun um að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Þegar ríkisstjórn tveggja flokka er haldið saman með hótunum er búið að opinbera trúnaðarbrest innan stjórnarinnar. Forsætisráðherra ætlar að svínbeyja þingmenn Vg til að greiða atkvæði með aðildarumsókn þótt þau orð hafi verið höfð uppi við stjórnarmyndun að þingmenn Vg væru frjálsir að greiða atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni.
Eftir þessa hótun forsætisráðherra er deginum ljósara að þeir þingmenn Vg sem greiða atkvæði með tillögu um aðildarumsókn eru tilbúnir að svíkja stefnu Vg og loforð gagnvart kjósendum sínum til að hlýðnast húsbóndavaldi formanns Samfylkingarinnar.
Er ekki hreinlegra að þeir þingmenn Vg sem greiða atkvæði með tillögunni gangi í Samfylkinguna?
Vonandi starfhæf ríkisstjórn eftir atkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Steingrímur J,fyrir kosningar er ekki sami Steingrímur J eftir kosningar.
Númi (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 17:43
Óttalegt kjaftaedi er thetta í thér Palli. Thú fretar úr thér órökstuddum stadhaefingum ótt og títt eins og grádugur einstaklingur rekur vid eftir ad hafa étid fimm djúpa diska fulla af baunasúpu.
Nei elsku kallinn minn...ég held thú aettir ad taka thér frí frá blogginu í mánud eda svo og íhuga thad ad leggja alveg nidur thessar illa yfirvegudu og algerlega órökstuddu faerslur thínar.
Med vinsemd og virdingu,
Goggi
Goggi (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 18:47
Það væri þjóðinni fyrir bestu, eins og málin standa í dag, að Vg myndi slíta stjórnarsamstarfi og mynda fullveldisstjórn með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Ég veit að það yrði ekki auðvelt, m.t.t. forsögunnar en sú stjórn myndi fremst allra verja hagsmuni þjóðarinnar. Að senda utanríkisráðherra með óútfylltan tékka til Brussel er algjört glapræði!
Ég er ein af þeim sem er mjög á móti Evrópusambandinu. Ég íhugaði rétt fyrir kosningar að kjósa Vg vegna andstöðu þeirra við ESB því ég vissi að minn flokkur (Sjálfstæðisflokkurinn) myndi ekki ná nægjanlegu fylgi - þar að auki mátti Sjálfstæðisflokkurinn alveg fá frí. Ég kaus hins vegar ekki Vg - til allrar Guðs lifandi lukku (það hefði nú verið ljóta sóunin á einu atkvæði). Ég er hins vegar viss um að margir Sjálfstæðismenn hafa einmitt kosið Vg og treyst þeim flokki fyrir því að halda okkur utan ESB.
Mest vorkenni ég þó kjósendum og flokksmönnum Vg að horfa uppá þingmenn sína og ráðherra fótum troða landsfundarsamþykktir flokksins. Að sama skapi tek ég ofan fyrir þeim þingmönnum Vg sem ekki munu greiða óskapnaðinum atkvæði - þeir þingmenn hafa sýnt það og sannað að þeim er treystandi. Þingmönnum Sjálfstæðisflokks þakka ég jafnframt fyrir að fylgja þó landsfundarsamþykktum flokksins - það mættu fleiri ónefndir flokksmenn Vg taka sér til fyrirmyndar.
Sigrún (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.