Vinstri grænir dauðanum merktir

Þjóðfrelsi er rauður þráður í pólitík róttækra vinstrimanna allt frá millistríðsárunum. Ásamt félagslegu réttlæti er baráttan fyrir fullveldi landsins það sem skilgreinir róttæka vinstrið á Íslandi. Vinstri grænir geta ekki samþykkt umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það yrðu slík svik að ekkert getur bætt fyrir það. Ekkert.
mbl.is Önnur umræða um ESB á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Erum við það ekki öll?

Slappaðu af, Palli minn. 

Hjörtur B Hjartarson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 23:12

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Verða þeir ekki bráðlega kallaðir Vinstri dauðir – pólitískt séð?

Eða klofna heilbrigðu elementin frá flokknum og sameinast nýjasta þingflokknum, Borgarahreyfingunni?

Þú ert glöggur að spá í stjórnmálastraumana, Páll, fróðlegt væri að fá þitt mat á þessu. (Sjálfur bloggaði ég um Evrópubandalagsmál dagsins í dag HÉR!)

Jón Valur Jensson, 9.7.2009 kl. 23:17

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Það er mjög líklegt, Jón Valur, að næstu þingkosningar leiði fram breytingar á starfandi stjórnmálaflokkum. Mér finnst ólíklegt að einhverjir úr þingflokki vinstri grænna gangi yfir í Borgaraflokkinn. Sá flokkur er dæmigerður einnar kosningar fyrirbæri. Á hinn bóginn er bakland Vinstri grænna klofið niður í rót. Sem þýðir að forystumenn á þingi geta treyst á stuðning almennra flokksmanna og kjósenda ef þeir hafa döngun í sér að kljúfa sig frá svikurunum.

Páll Vilhjálmsson, 9.7.2009 kl. 23:52

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk!

Jón Valur Jensson, 10.7.2009 kl. 00:16

5 identicon

Er ekki virðing fyrir lýðræðinu líka annar rauður þráður?

Kosningar um það hvort þjóðinni er treyst til að taka afstöðu til raunverulegs aðildarsamnings og meta þannig eigin hagsmuni er kosning um fordóma, gefnar hugmyndir og kenningar misviturra stjórnmálamanna um hvað þeir halda eða trúa að geti eða geti ekki gerst í samningaviðræðum.

Hvers konar skrípamynd af lýðræði er það?

Arnar (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 00:22

6 identicon

Nú eru blikur á lofti að "rétttrúaðir" skrifi undir og samþykki aðildarviðræður við ESB. Hvort það sé byggt á sannfæringu eða ekki skal  ég láta á milli hluta.

Ef til vill er eitthvað sem þau vita og ég veit ekki, sé einhver réttlæting um ákvarðanatöku þessa fólks.

Ég er andstæðingur  ESB.

Ég veit að þessi átrúnaður á ESB, líkist átrúnaði á Kristna trú. Boðorðin eru amk. þau sömu. Boðskapinn má finna í fleiri trúarbrögðum.

Ég veit að ESB mun líðast í sundur á næstu 5 árum.

Eg veit að  þau liðast í sundur með tilstilli ríkja ESB.

Ég veit að ESB mun sundra Íslenskri þjóð og þingi.

Ég veit að ESB mun þurfa að verða að RÍKI (eins og USA)

ÉG veit að öll ríki ESB þurfa að undirganga Lissabonsamning til að ESB verði að ríki.

Ég veit að Lissabonsamningur er aðgengi ESB að sameiginlegum sköttum innan ESB ríkja.

 Ég veit að Lissabonsamningur er eina von ESB til þess að halda lífi.

Ég veit að Lissabonsamningur er eina von ESB til þess að gera sig máttugt gangvart sínum gaddmiðli EVRU og láta gjaldmiðilinn lifa.

Ég veit  hversvegna Finnar eru súrir út í  Svía. (útflutningur)

Ég veit hvers vegna Danir eru hikandi í skipta sínum gjaldmiðli í EVRUR, þrátt fyrir að hafa verið  í ESB síðan 1973.

Ég veit hvers vegna Danir séu að tapa allt að 40.000 störfum árlega vegna fasttengingar síns gjaldmiðils við EVRU.

Ég veit hversvegna Þýskir bankar eru að kenna ESB um ófarir sínar í yfirstandandi kreppu.

Ég veit hvers vegna kaupmáttur launa í Ítalíu og Spáni hefur hrakað eftir upptöku EVRU í sínum löndum.( Ég vil ekki nefna fleiri lönd)

Ég veit hvers vegna nýríki ESB eru í vandræðum. Einnig nýríki sem hafa tekið upp EVRU eftir inngöngu.

Ég veit hvers vegna Bretar vilja ekki taka upp EVRU.

Eg veit hvers vegna að allt að 60% Breta vilja losna út úr ESB.

Ég veit hvers vegna Frakkar knúðu á Þjóðverja að sleppa  þýska markinu og taka upp EVRU.

Ég veit hvað ESB ásælist í gegnum Ísland.

Ég veit að Samfylkingin þurrkast út ef ekkert er plan B, ef þjóðin hafnar ESB.

Ég veit að Vinstri Grænir eru "Kommúnistar"

Ég veit boðskapur ESB  er mjög líkur boðskap Kommúnsita.

Ég veit að Kommúnistar eru tækifærissinnar (eins og Kristnir)

Ég veit að Vinstri Grænir selja sína sannfæringu fyrir JÖFNUÐINN sem ESB boðar.

ÉG veit að VG og Samfylking hafa fengið umboð fólksins í landinu.

Ég veit að þau munu misnota þetta umboð.

Þessi smáa upptalning er einungis til þess að senda skilaboð til fólks þessa lands og vekja það til umhugsunar.

Ef fólkið í landinu,  veit þá hluti sem ég veit,  og ef ekki,  þá munu þau spyrja spurninga til þess að fá svör.  Ef fólkið fær skýr svör  þá kvíði  ég ekki atkvæðagreiðslu þess til aðildar um ESB..

Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 00:40

7 identicon

VG eru engir kommúnistar Eggert. Til þess að vera kommúnisti þarftu að vilja byltingu og koma á fót stjórnkerfi kommúnisma. VG vill stuðla að sósíalísku lýðræði á Íslandi.

Þó er ég sammála þér í mörgu sem þú segir um ESB, enda er ég harður fullveldissinni, en að líkja ESB við einhverja kommúníska útópíu er fáránlegt. Það væri allt eins hægt að líkja ESB við heimsveldistilraun Nasista.

En það sem mér finnst merkilegt er hvað Samfylkingin (sem skilgreinir sig sem jafnaðarmannaflokk) heldur því hart fram að ESB sé eitthvað vinstrisinnað og lýðræðislegt fyrirbæri. Í rauninni er ESB ekkert annað en "hægrisinnað" bákn sem setur upp lýðræðislega ásjónu til þess að komast hjá því að viðurkenna gríðarlegan lýðræðishalla sem hefur viðgengist í mörg ár.

Málið er mjög einfalt í mínum augum. "Því lengri sem boðleið valds er, því minna lýðræði"

 Ég er einnig sammála Páli. Ég sem kjósandi vinstri grænna, kaus flokkinn í þeirri trú að hann stæði vörð um fullveldið. Ég hreinlega veit ekki hvað er í gangi á alþingi núna....

Daði Rúnar (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 10:30

8 identicon

Samfylkingin 2 græn (VG) stálu einfaldlega atkvæðum allra kjósenda sinna.  Svo er það spurningin hversu margir þeirra eru svo agnar smáir að sætta sig við svona nauðgun og meðferð kosningaréttar þeirra?

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 11:18

9 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Skamma stund verður hönd höggi fegin. Hver segir að við getum ekki stjórnað Evrópu? Eigum við ekki megnið af henni?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 10.7.2009 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband