Ríkisstjórn í stríði við þjóðina

Lygi, blekkingar og handvömm eru þræðirnir í Icesave-fléttu ríkisstjórnarinnar. Ráðherrar hafa logið til um skjöl sem varða málið, ítrekað blekkt þjóðina um aðdraganda samningana og ætluðu að halda þeim leyndum. Handvömmin sem afhjúpuð var í dag er í takt við annað í Icesave-málinu.

Þjóðin vill ekki þessa Icesave-samninga og Alþingi verður að fella þá. Ríkisstjórnin er staðráðin í stríði sínu gegn þjóðinni og þingmenn verða að grípa í taumana.


mbl.is Fór fram á afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Rúnar Þorvaldsson

Skv. fyrrum formanni bankastjórnar Seðlabankans voru bankarnir seldir óreiðumönnum og því fór sem fór. Harðari dómur yfir eigin verkum fyrirfinnst varla. Öll þín stóru og gildishlöðnu orð eiga því miklu frekar við um þá sem stóðu í brúnni þegar bankarnir voru einkavæddir en það fólk sem núna reynir að hreinsa til eftir subbuskapinn.

Árni Rúnar Þorvaldsson , 9.7.2009 kl. 15:43

2 identicon

Stjórnvöld/Alþingi þora ekki að fella icesave-frumvarpið. Almenningur verður að taka það að sér:

www.kjosa.is

Rómverji (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 15:57

3 identicon

Alveg rétt Árni Rúnar. Þeir sem upphafinu ollu eiga stóra sök í málinu.

Það réttlætir hinnsvegar ekki þau slælegu vinnubrögð og þann vesældóm og þrælslund sem núverandi stjórnvöld ætla að beita í þessu mál.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 16:22

4 Smámynd: Sævar Finnbogason

Hvernig dettur þér í hug að að stilla svona bulli upp sem fyrirsögn.

Þetta er einstaklega ómálefnaleg umfjöllun á allan hátt. Ef þú ætlar að halda svona bulli fram, (þ.e. að  ríkisstjórnin væri í stríði við þjóðina) þarftu að svara því hversvegna. Stríð eru háð vísvitandi. Hvernig væri að þú sparaðir þér stóru orðin og reyndir að hemja þig. Það sem þú ert að gera með þessarri fyrirsögn er að segja að það fólk sem nú situr í ríkisstjórn og er að reyna að greiða úr þessu dómadags mega-klúðri, sé bara að þykjast og sé raunverulega vísvitandi óvinur almennings.

Heldur þú að nokkur heilvita maður trúi því að Jóhanna Sig og Steingrímur Joð séu markvisst og vísvitandi að vinna gegn þjóð sinni? Hefur þú einhverjar sannanir fyrir slíku? 

Það að gera mistök og handvömm eru ekki það sama og að ætla sér (vísvitandi) að rústa lífi Íslendinga.

Sævar Finnbogason, 9.7.2009 kl. 16:41

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Í tveim stærstu málum ríkisstjórnarinnar, Icesave og ESB-umsókn, er farið gegn vilja þjóðarinnar. Þjóðin vill að Icesave-samningum sé hafnað og þjóðin vill ekki inn í ESB. Ríkisstjórn sem þjösnar stórmálum áfram er í stríði við þjóðina. Punktur.

Páll Vilhjálmsson, 9.7.2009 kl. 16:54

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sævar, fyrir mína parta get ég alveg sæst á að Jóhanna og Steíngrímur séu einungis sek um mistök og handvömm.  Svo framarlega sem það bitni þá bara á þeim sjálfum en ekki öllum almenningi.  Nú þurfum við þjóðstjórn! 

Kolbrún Hilmars, 9.7.2009 kl. 16:56

7 identicon

Bankarnir voru seldir þeim sem virtust eiga peninga.

Laumukommar eins og þeir sem nú belgja sig eftir áratuga "andstöðu" áttu bara ekki bót fyrir boruna á sér... og þeir fáu þeirra sem áttu eitthvað af seðlum gátu illa reiknað útkomuna á komma-talnagrindina sína (þar sem þeir nota ekki reiknivélar auðvaldssinnanna).

Alþýðuflokkurinn átti hugmyndina af sölu bankana. Ekki er minnst á það!

"Meirihlutinn" er síðan margklofinn (eða geð-klofinn)

 Bjöggarnir ætla svo að reyna að svíkja sig útúr öllu en þá heyrist allt í einu baulað undir fótum þeirra... "nei, ekki rífa af mér hinn fótinn líka. Þá á ég svo erfitt með að skrölta niður á Austurvöll og baula fyrir framan VITLAUST HÚS".

Það er kominn tími á ALVÖRU AÐGERÐIR með höndunum (en ekki pottunum (pottstál er dýrt í innkaupum))

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 17:07

8 identicon

Hjartanlega sammála Páli.  Sönnunin Sævar er einfaldlega sú að ríkisstjórnin hefur hennt öllu útaf borðinu sem er okkar málstað hagstætt en í staðin markvist haldið öllu fram sem er okkur óhagstætt og hentar óvinaþjóðunum.  Nýjasta dæmið er nýfundið álit bresku lögfræðistofunar sem hafði verið stungið undir stól, sem nb. Össur baðst afsökunar á í dag á Alþingi.

Magnús Thoroddsen fyrrum forseti Hæstaréttar hefur fullyrt að ef IceSave tilræðið verði að veruleika er eins nálægt því sem hægt er að fremja landráð.

Að auki eru stjórnvöld með aðeins 23% þjóðarinnar á bak við sig að troða með hvað ráðum sem er í gegn landráðssamningnum IceSave sem hlýtur að teljast með eindæmum að þau skuli ekki vera löngu hætt við þetta rugl.

Einnig er rétt að halda til haga að stjórnvöld vilja meina að samningurinn er óbreytanlegur og endanlegur, og í raun búið að samþykkja hann án þess að þingheimur hefur fengið að kjósa og forseti að samþykkja lögin, vegna þess að eitthvert "minnisblað" hafi afgreitt málið fyrir löngu.  Minnisblöð hafa hvergi annarstaðar í veröldinni svo vitað er, álíka vægi og í þessu tilfell og eru aðeins notuð eins og orðanna hljóðan sem "MINNISBLÖÐ".

Hvort að stjórnvöld eru einfaldlega að ljúga að þjóðinni eða vita ekki betur, er ekki gott að vita, en ef samningurinn er frágenginn eins og þeir fullyrða, þá er vandséð til hvers stúdentinn Svavar fór fyrir nefnd að skoða "minnisblaðið" þá með deiluaðilum okkar, sem einhver samningarnefnd sem ekkert hafði að semja um?  Til hvers eru stjórnvöld með einhvern skrípaleikþátt um einhverjar eftirá samþykktir eða blessunar ríkisstjórnarinnar, þingsheims og forsetans, og jafnvel þjóðaratkvæðisgreiðslu?  Hélt að tíma henna væri betur varið við annað en að bora göt í sökkvandi þjóðarskútuna sem þeir þykjast eða halda sig vera að bjarga.

Stjórnvöld eru einfaldlega með óhæfni og fáránlegum vinnubrögðum að gera mjög vont ástand fullkomlega óbærilegt, - og á að hundskast í burtu og þá helst í dýrðaveröld ESB.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 17:35

9 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Páll,  já þetta eru stórmál.

Er á móti samþykkt ÆSSEIF án undangengis dómsúrskurðar réttbærra dómstóla.

Er með ESB, af því að ég tel að framtíðarstöðugleiki og lífvænleiki íslensku þjóðarinnar sé vonlaus með ÍSK og mergspilltum stjórnvöldum.

Er ég þá "hálfdrættings" þjóð?

Jenný Stefanía Jensdóttir, 9.7.2009 kl. 17:43

10 Smámynd: Sævar Finnbogason

Í tveim stærstu málum ríkisstjórnarinnar, Icesave og ESB-umsókn, er farið gegn vilja þjóðarinnar. Þjóðin vill að Icesave-samningum sé hafnað og þjóðin vill ekki inn í ESB. Ríkisstjórn sem þjösnar stórmálum áfram er í stríði við þjóðina. Punktur.

 Hér eru tvær afar umdeilanlegar fullyrðingar, sérstaklega sú að þjóðin vilji ekki aðildarviðræður við ESB.

Kannanir hafa ýtrekað sínt að meirihluti eða um það bil helmingur þjóðarinnar vill fara í slíkar viðræður og svo yrði kosið í þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöðuna. 

Ég veit ekki hvort þú hefur tekið eftir því hversu lítill áhugi hefur verið á að mótmæla Icesave ríkisábyrgðinni, Palli. Er ekki líklegast miðað við það að Þjóðin vilji að farið sé yfir málið og tekin skynsamlegasta ákvörðunin miðað við aðstæður.

Það eru þung orð að segja að fólk sem er af veikum mætti að reyna að koma okkur úr þessum eindeymis vanda sem við sitjum uppi með, sé í stríði við þjóðina

Sævar Finnbogason, 9.7.2009 kl. 18:14

11 identicon

Ótrúlega er nú þreytt þetta Samfylkingar og Samfylkingar 2-græn vælið um hvað það er afskaplega erfitt hlutskipti sem þau eru í.  Það var vitað löngu fyrir kosningar og stjórnarmyndun. Það er nákvæmlega engin sem neyddi þau til þess að böglast í einhverju sem þau ráða ekkert við gera, enda mátturinn veikur eða enginn.  Stjórnvöld hafa sýnt og sannað að þau hafa enga reynslu eða kunnáttu til að standa í jafn stórum verkefnum og þessum. Það er mun heiðarlegra að hætta áður en skaðinn verður meiri en hann er nú þegar. 

Raðlygarnar í Steingrími og félögum bæta örugglega ekki stöðuna eins og hefur sýnt sig.

Þjóðin hafnar IceSave og aðeins 23% þjóðarinnar er samþykk landráðssamningnum.  Það ætti að nægja sem vantraust við ríkisstjórnina. Það er ekki eitthvað sem blaðrað verður í burtu af stjórnarvinum.  

Sem virkur mótmælandi á Austurvelli þekki vel muninn á því að vera að standa í slíku án bakhjarla eins og núverandi stjórnarflokkar veittu í búsáhaldarbyltingunni. 

75% þjóðarinnar sem hafna alfarið samningsbullinu veit að það dugar til að samningurinn og ríkisstjórnin eru dauð, nema að það á að reyna að ganga gegn vilja þjóðarinnar með ofbeldi?  Slíku verður örugglega mætt með fullri hörku.  Þá verða örugglega betur mætt á Austurvöll en að undanförnu.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 19:22

12 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Þessi Icesave samningur er auðvita algjört klúður en það er vegna þess að hann er pólitísk sýndarmennska.  Flestir útlendingar gera sér grein fyrir því að Ísland er tæknilega gjaldþrota og mun aldrei geta borgað allar sínar skuldir.  Þetta snýst fyrir og fremst um hvernig og hvað við ætlum að borga.  Það er þetta "hvernig" sem er svo mikilvægt fyrir ESB löndin.  Þetta snýst um að ESB haldi andlitinu gagnvart sínum þegnum.  Því er þessi Icesave samningur pólitísk handsprengja en peningaleg séð erum við að tala um skiptimynt fyrir ESB.  Notum Icesave til að semja um fiskinn við ESB.  Það eru meiri verðmæti í Icesave en margur gerir sér grein fyrir ef rétt er haldið á spilunum.

Andri Geir Arinbjarnarson, 9.7.2009 kl. 20:32

13 Smámynd: Oddur Ólafsson

Þjóðin vill þetta og þjóðin vill hitt.

Þjóðin vill lægri skatta.

Þjóðin vill hærri laun.

Þjóðin vill lengra sumarfrí og hærra orlof.

Þjóðin vill lengra jólafrí og hærri jólabónus.

ÞJóðin vill hærri eftirlaun og lægri eftirlaunaaldur.

Þjóðin vill dýrari skóla.

Þjóðin vill dýrara heilbrigðiskerfi.

Þjóðin vill dýrari vegi.

Þjóðin vill fleiri lögreglumenn.

Þjóðin vill ódyrari mat.

Þjóðin vill ódýrara vín.

Þjóðin vill ódýrari bíla.

Þjóðin vill ódýrara bensín.

Þjóðin er oft á tíðum eins og óþægur krakki sem vill allt fyrir ekki neitt.

Oddur Ólafsson, 9.7.2009 kl. 22:35

14 identicon

Páll.

Enn og aftur kemur þú ekki á óvart !

Þú ert svo ofboðslega klár, það eru bar aular sem ekki eru á sömu skoðun og þú !

Mikið vorkenni ég þeim sem þarf að hafa svona úrillan mann í vinnu hjá sér !

JR (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 22:39

15 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Hverjir eru þjóðin? Er hún fólkið sem Gallup hringir í?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 10.7.2009 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband