Leiðari Economist, Icesave og ábyrgðin

Í nýjasta hefti vikritsins Economist er í leiðara fjallað um breytingar á reglum fjármálastarfsemi í Evrópu. Þar eru íslensku bankarnir nefndir sem dæmi um misheppnað regluverk Evrópusambandsins. Hér er tilvitnun í leiðarann

Here the EU has identified a genuine problem-the system for supervising cross-border banks. But the result is a fudge. The failure of the Icelandic banks in the autumn highlighted the dangers to host countries of relying on the quality of foreign banks' home regulators  

Þegar svona er tekið til orða í útgáfu á borð við Economist liggur morgunljóst fyrir að alþjóðasamfélagið fellst á þau sjónarmið andstæðinga Icesave-samningsins að regluverkið er ónýtt. Af því leiðir að Íslendingar eiga ekki að bera einir ábyrgðina á klúðrinu.

Hér er leiðarinn í heild.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þú ert athugull Páll

Takk fyrir

Sigurður Þórðarson, 2.7.2009 kl. 22:03

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Sammála...vísa líka gjarnan í þessa grein eftir Jón Helga Egilsson sem var skrifuð 30. nóvember. Ég vek sérstaklega athygli á tilvísunum Jón Helga í lok greinar sinnar.

Haraldur Baldursson, 2.7.2009 kl. 22:19

3 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Alveg rétt og við þurfum að standa fast í fæturna í þessu máli.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 2.7.2009 kl. 22:21

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta eru vandamál sem eru búin til. Dæmigerð díalektík. Næstum því elsta trixið í bókinni.

Baldur Fjölnisson, 2.7.2009 kl. 22:23

5 identicon

Halda menn virkilega að Ögmundur sé með sjálfstæðan vilja í Icesave-málinu? Það er blekking. Hefur einhver lifandi sála trú á því að hann fari gegn félaga sínum Steingrími? Að hann kjósi í máli sem gæti leitt til falls ríkisstjórnarinnar og jafnvel endaloka Steingríms í stjórnmálum? Vinstri grænir skríða allir upp í Arnarhreiðrið á örlagastundu. Og gera nákvæmlega það sama sem þeir hafa sakað aðra um. Voru einhverjir að tala um „að kjósa eftir eigin sannfæringu“?

helgi Jónsson (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 00:37

6 Smámynd: Sævar Finnbogason

Hvernig skilur þú þetta?:

The failure of the Icelandic banks in the autumn highlighted the dangers to host countries of relying on the quality of foreign banks' home regulators  

Economist er ekki að segja með þessu að Íslendingar beri ekki byrgð  heldur að bretar hafi orði fyrir barðinu á ÁBYRGÐARLEYSI íslendinga.

Greinin tekur ekki afstöðu til þess hvort við eigum að borga Icesave eða ekki, en hér er akkúrat verið að benda á hættuna af skussum eins og íslenska stjórnkerfinu og bönkunum í þessu opna kerfi.

Mér finns þú lesa þetta af miklum ásetningi :)

Sævar Finnbogason, 3.7.2009 kl. 03:24

7 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Alveg sammála þér Sævar. Það er merkilegt hvað fólk er tilbúið til að horfa fram hjá ábyrgð íslendinga í þessum máli og reyna að finna eitthvert óraunverulegt haldreipi til að kenna öðrum um. Það er alveg kristal glært að við sem þjóðríki verðum að taka á þessum málum gagnvart alþjóðlega samfélaginu með reisn og festu og hætta þessum sandkassaleik, sem maður upplifir til dæmis á Alþingi og víðar í samfélaginu. Það er hins vegar skylda okkar að draga til ábyrgðar ALLA þá viðskiptamenn, embættismenn og stjórnmálamenn, sem áttu þátt í að steypa íslensku þjóðinni í glundroða og skuldafen. Það þarf að gera af fullum þunga og eins fljótt og auðið er.

Jónas Rafnar Ingason, 3.7.2009 kl. 08:43

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Bretar og Hollendingar greiða 45% Icesave skuldanna samkvæmt samkomulaginu. Kallast það að "Íslendingar beri einir ábyrgðina"?

Sigurður M Grétarsson, 3.7.2009 kl. 09:10

9 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það er skondið að heyra menn tala um ábyrgð Íslands. Það er eins og menn ímyndi sér að öllu megi til fórna til að standa sína pligt. Ekki ætlast menn til að afgreiðslumaðurinn í sjoppunni haldi áfram að selja út sína vakt á meðan sjoppan brennur. Við afbrigðilegar aðstæður bregðast skynsamir menn við. Í þessu ástandi snýst þetta um að bjarga landi og þjóð, ekki að taka á sig meiri byrðar, en nokkur fær borið. Við semjum einfaldlega upp á nýtt...eða ekki, ef bretar og hollendingar vilja það ekki.

Haraldur Baldursson, 3.7.2009 kl. 09:50

10 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Sigurður, Bretar og Hollendingar eru að ábyrgjast það sem er umfram minnstu ábyrgð. Það ætlast fáir til að við ábyrgjumst innistæðurnar 100%.

Haraldur, það verður í framhaldinu tekið á þessum málum. Okkur verður komið til hjálpar ef við ráðum ekki við ábyrgðir okkar í framtíðinni. Það sem fer í taugarnar á nágrannaþjóðum okkar er ábyrgðarleysi okkar og tregi við að leysa málin. Þetta er að sjálfsögðu mín skoðun og ég virði skoðanir annarra í þessu máli. 

Jónas Rafnar Ingason, 3.7.2009 kl. 11:31

11 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk fyrir góða umræðu, allir saman. Ég er sammála að við berum ábyrgð og undan henni eigum við ekki að víkjast. Einnig að við verðum að sýna að það sé verið að vinna í því að draga þá aðila til ábyrgðar hér heima sem eiga að axla hana, t.d. með lögsóknum og embættismissi þegar það á við.

Pólitísk ábyrgð  þegar við fellum Icesave-samningana felst í að stjórnin segi af sér. Við gerum nýja samninga sem mæta þessum grunnforsendum: A. Sýna að við berum ábyrgð gangvart umheiminum og B. Sýna að við berum ábyrgð gagnvart þjóðinni.

Fljótlega efnum við til nýrra kosninga og þá þurfum við að hreinsa betur til í óræktargarði stjórnmálanna. Það eru sumir, einkum í Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni, sem eiga eftir að víkja.

Hér að ofan eru menn (og annars staðar eru ábyggilega konur) sem ættu heima á Alþingi. Þið mynduð sýna ábyrgð með því sækjast eftir kjöri.

Páll Vilhjálmsson, 3.7.2009 kl. 11:50

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ef á reynir mun ríkisábyrgð ESB ríkja ekki verða virði þess pappírs sem hún er skrifuð á. Þessi ríki munu aldrei aldrei aldrei aldrei geta staðið við þessar ábyrgðir (100% ábyrgð á öllum innistæðum) í sínum eigin bankakerfum, - ef á reynir. Að krefjast þess að Íslendingar greiði umfram það sem var og er lágmark er hrikaleg ósanngirni og frekja. Að ganga með til þess er alger aumingjaskapur og sjálfspyntingarárátta. Friðþægni => appeasement stefna sem einungis ESB sjúkt fólk lætur hafa sig út í.

.

Látum ekki undan þessari frekju og kúgun.

Gunnar Rögnvaldsson, 3.7.2009 kl. 11:57

13 Smámynd: Sævar Finnbogason

Gunnar þetta er sára einfallt ég get allt eins spurt þig, ert þú mikið fyrir að eiga viðskipti og vinskap við fólk sem stendur ekki við sitt

Sævar Finnbogason, 3.7.2009 kl. 12:56

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Sævar það er ég.

Á hverjum degi á ég viðskipti við viðskiptavini sem eiga á hættu að geta ekki borgað og sem geta ekki borgað og hafa ekki getað borgað. Það gera allir alltaf þegar þeir stunda viðskipti, kaup og sölu.

Ein af forsendum kapítalismans er að illa rekin og löskuð fyrirtæki fari á hausinn og deyi svo ný geti komið til og þjónað á markaðinum. Þetta vita allir sem stunda viðskipti. Það innheimtist aldrei allt hjá neinu fyrirtæki og á hverjum degi þurfa fyrirtæki og einstaklingar að semja við skuldunauta sína um annaðhvort nýja skilmála, niðurfellingu hluta af höfuðstóls eða ný viðskipti sem bæta fyrir illa gengin fyrri viðskipti. Þetta er alls ekki "sára einfalt". Þetta er mjög flókið mál. Annars værum við ekki með gjaldþrotalöggjöf, innheimtulöggjöf og aragrúa af ráðgjafa- innheimtu- og matsfyrirtækjum í þjóðfélögum okkar.

.

En allra dýrast er þó að ná í og kaupa nýja viðskiptavini. Eða að vera alveg án þeirra.

.

Ríki verða að semja sín á milli. Gera samninga sem eru báðum nytsamir og hagstæðir. Það þýðir ekki að semja þannig að annar aðilinn komi heim með ekki neitt. Þá fer málið í réttinn því drengskapar, vinsemdar og hagsmunasamningar eru þá orðnir ómögulegir. Þá er eiginlega ekki um samninga að ræða heldur tilskipanir.

Gunnar Rögnvaldsson, 3.7.2009 kl. 13:22

15 Smámynd: Haraldur Baldursson

Sævar.

Fari kúnni hjá þér á hausinn og geti ekki borgað þær vörur sem hann hefur þegar notað (og getur ekki skilað), er aðeins ein leið að endurheimta þetta fé. Það er að selja honum meira þegar hann kemst á lappirnar aftur. Sjálfsagt myndu flestir kjósa að fara varlega af stað í annarri umferð, en með því að þú leggur á þína vöru og færðu hagnað. Að því gefnu að endurvakningurinn geti selt/ávaxtað fyrir þig, er þarna komin verðmætur kúnni. Þannig nærðu aftur því fé sem tapaðist. Prinsíp eru góð ef maður er með óendanlega eftirspurn. Praktíkin leyfir þau ekki alltaf.

Haraldur Baldursson, 3.7.2009 kl. 14:09

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mér sínist nú þeir vera segja að vandamálið sé reglu og eftirlitsverk Íslands - sem er vissulega rétt hjá þeim.  Kerfið sem farammarar og sjallabjálfarnir með davíð Oddson sem stóra kóng kom upp skapaði vandamálið.

Jú jú það má svo sem segja að Evrópa hafi ekki varað sig á arfavitlausum og ábyrgðarlausum stjórnarháttum íslenskra stjónvalda undanfarin ár.  Það er rétt.   Og þetta kaus þjóðin yfir sig slag í slag.  Ótrúlegt alveg. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.7.2009 kl. 14:20

17 identicon

Ómar! ertu þá að meina að Evrópa hafi varað sig á sínum eigin arfavitlausu og ábyrgðarlausu stjórnarháttum.

T.d. RBS, Opel, Fortis, Northen Rock o.fl.ofl.  Út um alla Evrópu???.  Þetta kefi er ESB tilskipun og ríkjunum ber að fara eftir henni.

itg (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 16:46

18 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Voðalega eru menn að þvæla sig í orðhengilshætti. The Economist er að tala um "the dangers to host countries of relying on the quality of foreign banks' home regulators",

þ.e.a.s. viðskiptaráðuneyti, FME og Seðlabanka, sem brugðust algerlega. Hitt er svo annað mál að Landsbankinn starfaði innan laga og reglna EES samningsins, um það er ekki deilt. Því verður að skilja skrif The Economist þannig að gagnrýnin sé á heildarregluverk sem gildir innan Evrópska efnahagssvæðisins. The Economist er að segja: Eins og regluverkið er núna þá felst mikil hætta í því að bankar, frá Nígeríulöndum eins og Íslandi með handónýtt eftirlitskerfi, setji á stofn útibú þar sem þeim sýnist og allt fari í klessu.

Auðvitað bera íslensk stjórnvöld einhverja ábyrgð, en það MÁ ekki horfa fram hjá því að Landsbankinn starfaði innan laga og reglna EES og ábyrgðin er fyrst og fremst stjórnenda Landsbanka Íslands hf.; ekki Íslendinga - á því er reginmunur. 

Þór Ludwig Stiefel TORA, 3.7.2009 kl. 18:58

19 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Páll. Í það minnsta í Hollandi liggja stjórnvöld undir miklu ámæli fyrir það hvað þau hagi gert lélagan samning við Íslendinga. Með öðrum orðum þá eru þau gagnrýnd fyrir það hvað þau voru lin við okkur og gáfu mikið eftir í samningunum. Það að halda að hægt sé að ná betri samningi ef þessi er felldur er óskhyggja fólks, sem er ekki í jarðsambandi.

Sigurður M Grétarsson, 6.7.2009 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband