Risavaxin hagfræðitilraun

Seðlabankar austan hafs og vestan gera hagfræðitilraun sem breytir skilningi manna á lögmálum hagfræðinnar ef hún tekst en steypir Vesturlöndum í efnahagslegt kviksyndi ef hún mistekst. Tilraunin felst í að stöðva lánsfjárkreppuna með nær óheftu peningaflæði úr seðlabönkum. Bandaríski seðlabankinn reið á vaðið en sá evrópski kemur í humátt á eftir, samanber meðfylgjandi frétt.

Allsendis óvíst er hvort tilraunin tekst og svo gæti farið að hún tækist í annarri álfunni en misheppnaðist í hinni. Líkurnar eru Bandaríkjamönnum í vil og njóta þeir þess að dollarinn er eina alþjóðlega myntin sem stendur undir nafni sem slík og að baki stendur ríkissjóður Bandaríkjanna. Evran er aftur með ótryggara bakland, þ.e. Evrópusambandið sem er samrunasamstarf þjóðríkja.

Anatole Kaletsky dálkahöfundur Times dregur upp dökka mynd af Evrópska seðlabankanum og segir hann halda á floti gjaldþrota ríkjum eins og Írlandi, Grikklandi, Spáni og Austurríki með því að lána bönkum gegn hæpnum veðum stórfé sem bankarnir lána aftur til gjaldþrota ríkissjóða.

Veruleg hætta er á að eitthvað fari úrskeiðis í hagfræðitilrauninni. Lítill neisti gæti kveikt bál sem færi eins og eldur í sinu um þurra lánsfjárakra Evrópu. Þá er gott að standa álengdar á eyju út í miðju hafi og draga lærdóma af stóratburðum í útlöndum. Vel að merkja - án Icesave-samninga.


mbl.is Evrópski seðlabankinn dælir út met fjárhæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Páll. Bendi einnig á:

BIS criticises governments over bank policies

Buiter on the ECB’s 12-month repo

Willem Buiter makes the point that the ECB’s decision last week to supply the banking system with a 12-month repo at 1% interest, totally €442bn, is a gift, as it gives banks access to excessively cheap money. He says it is inefficient and unfair to recapitalise the banking system via cheap money. In that sense the ECB is conducting fiscal policy, not monetary policy. He accuses the ECB of pandering to section interest, and urges the ECB to act in the public interest again.

 

Kveðja 

 

===============================  

Aðrar fréttir daganna

=============================== 

Saturday, June 28, 1930: Dow 218.78 -1.80 (0.8%)

German Chancellor Bruening appoints new Finance Minister Dietrich, anticipated to have difficult job. Rumored that Bruening may ask President Von Hindenburg for dictatorial powers, perhaps after making one more try to get the Reichstag to pass financial reforms.

Market commentary:

Aggressive selling of rails on recent bad earnings news; selling spread to industrials, leading to substantial declines in Steel, American Can, and other majors. However, volume was low and most stocks resisted pressure. In late afternoon, short-covering and odd-lot buying became apparent and many stocks had good rebounds from earlier lows. Banks and insurance companies gained.

Saturday, June 7, 1930: Dow 263.93 -4.66 (1.7%)

President von Hindenburg supports several measures to improve Germany's economy, including a reduction in wages and internal prices, thereby increasing exports without reducing living standards, a new income tax, a new bachelor tax, and large-scale public works construction.


June 16-21, 1930: Dow 221.97 -27.72 (11.1%)
France imposing prohibitive tax on billboards to prevent disfiguring of the countryside. (laws like we have in Denmark in 2009)

Western Union introduces night cable letter service to France – rates are 6 cents/word with a 25 word minimum. Slightly higher to Algeria and Tunis.

Monday, June 9, 1930: Dow 257.82 -6.11 (2.3%)
France attempts to eliminate some tipping and restaurant/hotel service charges and taxes to promote tourism.

Weekly Digest June 16-21, 1930: Dow 221.97 -27.72 (11.1%)
German political situation is delicate; Paul Moldenhauer becomes the third German financial leader to resign in the past few months.

Deutsche Lufthansa, founded four years ago to combine all the large air transport companies in Germany, is operating a large loss and will require continued subsidies.

Germany cuts discount rate to 4% from 4 1/2 percent.


Gunnar Rögnvaldsson, 30.6.2009 kl. 00:49

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eigum við ekki að hinkra með að munstra okkur á feiga fleytu?

Sigurður Þórðarson, 30.6.2009 kl. 09:39

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þetta er áhugaverð pæling.
Hvað merkir það fyrir fjármagnseigendur að seðlaprentun sé á fullu ?
Er hægt að túlka það sem svo að þeir missi af lestinni á meðan þeir fá nánast enga vexti og gjaldmiðillinn lækkar í verðgildi ?
Að fjármagnseigendur séu að missa af lestinni og þeirra fé rýrni ?

Haraldur Baldursson, 30.6.2009 kl. 14:35

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Takk fyrir þessa fréttir, bæði Páll og Gunnar. Ég tel að þessar fréttir af ECB séu góðar fréttir fyrir sambandið því þetta varð að gera til að þessi verst settu ríki slitu ekki myntsamstarfinu og færu að gefa út eigin skuldaviðurkenningar.

En er ekki verið að ofmeta svolítið hættuna af því að gefa fátækum manni pening í þessari umfjöllun.

Guðmundur Jónsson, 30.6.2009 kl. 14:36

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Guðmundur og Haraldur:

Ef ECB er að fara hálfgerða laumuleið í kringum það sem hann getur ekki og má ekki, þ.e. að hann geti alls ekki komið fram sem seðlabanki með heil ríkisfjárlög (peninga skattgreiðenda) á bak við sig, þá samræmist það ekki reglum og anda myntbandalagsins. Ekkert ríki í myntbandalaginu mun, á, eða vill, ganga í ábyrgð fyrir bankakerfi annarra ríkja (bailout) því skattastofn (skattgreiðendur) ríkjanna er einungis í eigin ríki. Það eru ekki til nein EBC eða EMU ríkisskuldabréf til að dekka þetta.

Það er einmitt þetta sem mun kála ECB og EMU til lengri tíma litið, nema að stórríkið með sameiginlegan efnahag komi til. Stórríkið með sameiginlegum fjárlögum og þar með sameiginlegum sköttum og skattheimtu. Það er m.a vegna þessa sem ESB getur aldrei virkað eins og það er núna. Það verður annaðhvort að ganga til baka, eða fara áfram. Núna er ESB nefnilega krypplingur sem mun eyðileggja efnahag ESB meira en það gerir gang. Og það gengur bara ansi vel að eyðileggja efnahag ESB. Bara fjandi vel.

Gunnar Rögnvaldsson, 30.6.2009 kl. 15:29

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

En Gunnar! er þetta ekki akkurat það sem væri gert í stórríkinu. Pengarnir settir þar sem þeirra er þörf burt séð frá því hvort til séu veð fyrir þvi á staðnum.

Guðmundur Jónsson, 30.6.2009 kl. 15:33

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Jú Guðmundur.

En þó á annan hátt. En bailout má ekki í gegnum EMU. Það er no_bailout klásúla í EMU enda var það eina leiðin til að koma því á koppinn. Enda veitir ekki af í svona kringumstæðum eins og eru núna. Það var alls ekki hugsað fyrir svona aðstæðum. Hver seðlabanki á að sjá um sitt bankakerfi og aðeins sitt

Það fær enginn lán úr neinum seðlabanka nema gegn góðum veðum. Nema að það sé vísvitandi verið að líta framhjá þeirri skyldu númer eitt eða að verið sé að reyna að "fixa" galla þessa gallaða myntbandalag á einhvern kreatífan hátt.

Ef bankar á Spáni, Ítalíu eða Írlandi geta ekki greitt til baka til ECB þá þarf ríkisjóður þeirra að borga. En ríkissjóðir borga ekki fyrir banka annarra ríkja. Og hver á hvaða kröfur verður fljótt mjög flókið þegar verið er að gera svona lagað í 13 seðlabanka myntbandalagi. Þessa vegna getur ECB ekki framkvæmt "quantitative easing" eins auðveldlega og the Fed eða BoE. ECB er bundinn á höndum og fótum og þarf að fara aðrar leiðir, eða helst engar leiðir.

Gunnar Rögnvaldsson, 30.6.2009 kl. 15:56

8 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það verður örugglega flókið að greiða úr þessu eins og þú segir Gunnar. Það er samt þannig að með þessu vinnst tími. Tími sem evrópusambandið getur og verður þá að nýta vel til þess að semja um fullnustu þessara skulda. Ég held að stjórnmálamenn í evrópu sjái orðið að þetta er hugsanlega leið út án stórátaka jafnvel stríðs og það ráði orðið för að einhverju leiti. Það gera sér flestir sem að þessu koma ljóst, að þetta fæst ekki greitt til baka nema að litlu leiti og að það er verðbólga í pípunum.

Guðmundur Jónsson, 30.6.2009 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband