Óþarfi að spara, við getum borgað allt

Ríkisstjórnin getur ekki í ein orðinu sagt að það þurfi að skera niður og sýna aðhald en í hinu orðinu að það sé til nægt fé til greiða Icesave reikninga upp á 500 til þúsund milljarða. Lágmarkssamræmi þarf að vera í málflutningi stjórnarinnar til að fólk sé tilbúið að leggjast á árarnar.

Icesave-samningurinn er handónýtur og hann þarf að fella. Alþingi hafnar samningunum og við semjum upp á nýtt. Þetta er eina færa leiðin og allir utan stjórnar sjá það.

Ríkisstjórnin er aftur búin að festa sig rækilega í Icesave-netinu að hún verður ekki starfhæf eftir að Alþingi fellir samninginn. Stundarvandamál í ríkisstjórninni má ekki verða að varanlegu þjóðfélagsböli.


mbl.is Getum staðið við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt

margrét (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 19:55

2 identicon

Það þarf nú að semja um þrennt í þessu:

1. Að láta eignir Landsbanka upp í Icesave og fá kvittun fyrir þeim verðmætum. Þá verður líklega eitthvað eftir ógreitt.

2. Að sækja eignir eigenda og stjórnenda bankans og láta þær upp í Icesave og fá kvittun fyrir þeim verðmætum. Þá verður kannski ennþá eitthvað eftir ógreitt.

3. Að rekja hvert peningarnir fóru, þ.e. það sem eigendur og stjórnendur ekki stungu út úr bankanum og sækja það fé, enda er það hluti af þeim peningum sem þarna er um að ræða. Fá kvittun fyrir þessu og þá er þetta örugglega uppgert.

4. Það á ekki að semja um að láta sækja einhverja aðra peninga til annarra en þeirra sem bera ábyrgðina til að gera þetta upp eins og ríkisstjórnin vill gera. Enda er þetta arfavitlaus óstjórn þó hún kallist ríkisstjórn að nafninu til. Mér sýnist að góð þumalputtaregla geti verið að gera þveröfugt við það sem stjórnin leggur til.

Jón P. Líndal (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband