Skuldarar stjórna umræðunni

Vextir á almennum bankareikningum er neikvæður um fimm til sjö prósent. Verðbólgan er 12 prósent, stýrivextir sömuleiðis en reikningar almennings í bönkum og sparisjóðum bera aðeins fimm til sjö prósent vexti.

Þegar stýrivextir voru yfir 15 prósent ætlaði allt að ganga af göflunum. Atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin hrópaði í kór og krafðist lækkunar. Árangurinn var sá að stýrivextir voru lækkaðir, krónan féll og verðbólga hækkaði. 

Skilaboðin sem almenningi eru send með neikvæðum vöxtum er að það borgi sig ekki að spara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

P { MARGIN: 0px } UL { MARGIN-TOP: 5px; MARGIN-BOTTOM: 5px } OL { MARGIN-TOP: 5px; MARGIN-BOTTOM: 5px }

Ekki veit ég hvað olli að bankar lækkuðu innlánsvexti.  Eitt er víst að þeir eru neikvæðir miðað við verðbólgu og peningar eyðast upp.  Undarlegt að fólk þurfi að borga skuldir til bankanna með hærri vöxtum en bankarnir hafa á innlánsreikningum.  Allt fyrir bankana.

Elle_, 29.6.2009 kl. 12:27

2 Smámynd: Elle_

Veit ekki hvað slæddist þarna inn fyrir ofan commentið mitt.

Elle_, 29.6.2009 kl. 12:28

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Má grína? Er þetta ekki ný teg. af Gini,Margin, Sjávargin.

Helga Kristjánsdóttir, 29.6.2009 kl. 12:36

4 Smámynd: Elle_

Ætli það ekki?

Elle_, 29.6.2009 kl. 12:46

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það virðist vera algjört tabú að tala um þá sem eru að reyna að spara.

Finnur Bárðarson, 29.6.2009 kl. 13:55

6 identicon

Skuldarar stjórna umræðunni

Já. Mikið rétt.   Og þeir hafa ennþá hreðjatak á fréttamönnunum á RÚV

(Nefni ekki fjölmiðla sem aðalskuldararnir eiga

Aðalskuldararnir eru auðvitað þeir sem skulda þjóðinn reikngingsskil gerða sinna.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 17:37

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sammála Jóni varðandi aðalskuldarana

Finnur Bárðarson, 29.6.2009 kl. 18:20

8 identicon

Ef það er búið að taka vísitölutrygginguna af innlánunum þá væri líklega sanngjarnt að gera það sama við útlánin. Reyndar finnst mér nú sparifjáreigendur ekki þurfa að kvarta, ríkið gaf þeim allar innistæðurnar þegar í ljós kom að menn höfðu lagt fé sitt inn hjá glæpamönnum sem létu það hverfa. Þess vegna er nú ríkisstjórnin líka að vesenast með þetta Icesave mál, því útlendir sparifjáreigendur vilja láta gefa sér pening líka fyrst íslenskir sparifjáreigendur fengu peningagjafir frá íslenska ríkinu.

Jón P. Líndal (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 20:45

9 Smámynd: Höfundur ókunnur

Að sjálfsögðu stjórna skuldarar.

Ef að "spararar" fengu að stjórna, þá væru hér enn hærri vextir en áður, og ekki má gleyma því að eigendur jöklabréfa eru í senn evrópskir sparifjáreigendur.... þeir sem fóru vel með fé sitt og ávöxtuðu það á hávaxtareikningum hérlendis.

Ef að allir skuldarar fara á hliðina vegna of hás vaxtastigs, þá hrynur verðmæti eigna, á hvaða formi sem þær eru (undanskilið: áfengi og sum matvara). Ástæðan er sú að gjaldþrota fólk kaupir ekki miklar vörur, hefur ekki efni á þeim og þannig neyðast seljendur til að lækka verð (eða leggja upp laupana, eða hvort tveggja).

Hægt er að spara með ríkisskuldabréfakaupum, verðtryggðum : útgefnum af ÍLS.

Tímabil verðhjöðnunar er væntanlega óumflýjanlegt.

Höfundur ókunnur, 1.7.2009 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband