Sunnudagur, 28. júní 2009
Mun Steingrímur J. espa útlendinga gegn Íslandi?
Pólitískt líf ríkisstjórnarinnar og Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra sérstaklega hangir á bláþræði Icesave-samningsins. Steingrímur J. er búinn að hengja myllustein Icesave um háls sér og þarf aðstoð til að halda sér á floti. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra viðurkennir mistök í Icesave-málinu og þar með gefa ráðherrar Samfylkingarinnar tóninn; Steingrími J. má fórna.
Eina haldreipi Steingríms J. er að telja fólki trú um að Ísland einangrist nema að skrifa upp á manndrápsskuldbindingarnar. Formaður Vg er þarna kominn í framandi hlutverk, að hræða landsmenn sína til að gangast undir ofríki útlendinga. Sá hráskinnaleikur verður fjármálaráðherra dýrkeyptur þegar það rennur upp fyrir almenningi að pólitískt framhaldslíf Steingríms J. muni leiða óbornar kynslóðir Íslendinga í skuldafen.
Það eru takmörk fyrir því hvað ráðherrastóll má kosta.
Þjóðarbúið ekki á hliðina vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Guðfríður Lilja tekur þá við stýrinu í VG. Staðfesta hennar í Icesave-málinu sannast í atkvæðagreiðslunni. Ef það er fellt á þingi, fer heldur að blása köldu um formannsstól VG:
Haraldur Baldursson, 28.6.2009 kl. 18:31
Steingrímur J. er kominn úr öllu sambandi við flokksmenn sína og almenning allan, bæði með framgöngunni í Evrópumálunum og Icesave-málinu. Hvort sem Icesave-nauðungarsamningurinn hans verður samþykktur eða ekki þá hlýtur hann að vera búinn að vera sem formaður og jafnvel þingmaður vinstri-grænna.
Hjörtur J. Guðmundsson, 28.6.2009 kl. 18:40
Þingmenn VG munu taka veruna við valdakatlana ofar hagsmunum þjóðarinnar og eigin samvisku. Það eina sem gæti bjargað þessu dæmi er að það er að renna upp fyrir mörgum stjórnarþingmönnum hversu herfileg mistök hafa verið gerð við gerð samningsins. Vextirnir falli t.d. eingöngu á þjóðina. Samningsmistök upp á nokkur hundrað milljarða. Valið stendur á milli þess að láta komandi kynslóð blæða, og stuðla að fátæktargildru Íslendinga á komandi árum og þess að halda valdataumunum. Síðari kosturinn verður valinn. Ögmundur, Guðfríður Lilja og þeir þingmenn VG sem haft hafa sjálfstæða skoðun á þessu dæmi, munu kokgleypa samninginn og kenna síðan einhverjum öðrum um.
Sigurður Þorsteinsson, 28.6.2009 kl. 18:41
Er ekki þetta það sem VG bankinn var kosinn til að gera.Berja á borgurunum ??
Sýna þeim hver hafi valdið og færa lífskjörin hér til þess sem tíðkast í Norður Afríku ??
Einar Guðjónsson, 28.6.2009 kl. 19:10
Helvíti er Steingrímur heppinn að enginn skuli hafa tekið eftir því fyrr að það var hann sem setti þjóðina á hausinn svo að nú stefnir í að lífskjörin komist á Norður-Afríkustigið.
Og hann sem alltaf sagði að ríkisstjórn Geirs Haarde væri ábyrg fyrir því að ekki var brugðist við viðvörunum hans (Steingríms) um að bankarnir væru að stefna þjóðinni í voða ef ekki yrði brugðist við.
Eða er þetta misminni,-var það Einar Guðjónsson sem varaði ríkisstjórnina við þessu og krafðist þess að kallað yrði saman sumarþing?
Og mig sem minnti svo sterklega að það hefði verið Steingrímur!
Árni Gunnarsson, 28.6.2009 kl. 19:21
Árni Reykur alltaf jafn háðskur! - En þetta er auðvitað alveg laukrétt. Hefði verið hlustað á varnaðarorð Steingríms J. og hefði verið farið að hans ráðum, hefði hrunið ekki orðið og við hefðum ekki þurft að kljást við samninginn vegna Bjöggabandsins. Íhalds/framsóknar klíkan þykist nú hvergi hafa nærri komið og hlakkar í þeim þegar Steingrímur þarf nú að moka flórinn eftir þá erkibófa alla saman. Því miður er þjóðin með gullfiskaminni og allir búnir að steingleyma hvaða flokkur hélt um banka- viðskipta- og iðnaðarmál allan 12 ára slímsetutíma þeirra örmu hrappa í ríkisstjórn.
Ayatollah Al Moeny (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 19:49
Þú þarna á undan með gullfiskaminnið: Við erum EKKI ÖLL búin að gleyma.
Almennur borgari (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 22:27
Davíð Oddsson sagði eitt sinn: "Við verðum að gæta okkar á því að gera ekki neitt óvinsælt þremur mánuðum fyrir kosningar. Pólitískt minni þjóðarinnar er ekki lengra en það".
Mér hefur sýnst á blogglestri undanfarnar vikur að þetta sé alveg hárrétt hjá manninum.
Og meira að segja hinir mætustu menn falla undir þessa skilgreiningu Davíðs
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.