Stjórnin á að falla með Icesave

Ríkisstjórnin á að segja af sér um leið og Alþingi fellir Icesave-samninginn. Alþjóðasamfélagið skilur stjórnarkreppur, það er löng reynsla af þeim erlendis. Þótt við höfnum Icesave-samningnum erum við sem þjóð ekki þar með að segja að við munum ekki semja um málið. Við viljum betri samning.

Steingrímur ætti að spara heimsendavælið og horfast í augu við staðreynd málsins. Icesave-samningurinn er lélegur og við eigum að annan kost en að samþykkja hann. Þótt ein ríkisstjórn falli í leiðinni er það ekkert tiltökumál. Það kostar smáaura að búa til nýja ríkisstjórn og margir í biðröðinni til að sitja stjórnarráðið. Aftur er enginn í biðröð til að standa undir drápsklyfjum Icesave-samningsins.


mbl.is Strandi Icesave, strandar allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

xS+xV verði xV+xD+xB+xO þ.e. þjóðholl stjórn. Samfylkingin getur ekki tekið þátt í slíkri.

Haraldur Baldursson, 26.6.2009 kl. 15:11

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Og hvaða kappar eru það sem standa á hliðarlínunni? Það eru ekki í heildina menn sem treystandi er á. Því miður.

María Kristjánsdóttir, 26.6.2009 kl. 15:20

3 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Allt er skárra en stjórn sem hefur bara eina lausn við nær öllum málum, ESB aðild,  og er tilbúin að fórna öllu bara til að komast í faðm Brussel.

Jóhannes H. Laxdal, 26.6.2009 kl. 16:07

4 Smámynd: Púkinn

Samningurinn er lélegur, já, en eins og ég segi hér þá eru þetta tvö mál - annars vegar hvort við samþykkjum skuldbindinguna um að borga Icesave og hins vegar hvort við samþykkjum þessa tilteknu útfærslu....og 5.5% vextina.  Menn geta verið ósammála útfærslunni með ýmsum rökum, en miðað við það sem á undan er gengið sé ég ekki hvernig eigi að hafna skuldbindingunni.

Púkinn, 26.6.2009 kl. 16:20

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Haraldur: Vissulega væri réttast að landráðaflokkur Samfylkingarinnar yrði útilokaður frá frekari afskiptum. Ekki gleyma svo þeim sem kunna að bætast nýjir við þessa bókstafarunu, fari svo að stjórnin springi og boðað verði til kosninga á nýjan leik. Af nægum bombum er að taka, og má þar helst nefna IceSave og ESB málin, en ekki síður endurreisn efnahagslífsins sem er brýnasta viðfangsefnið.

María: Ég vil nota tækifærið og vekja hér athygli á Samtökum fullveldissinna, sem eru nýtt og upprennandi stjórnmálaafl og hafa nú þegar sent frá sér ályktun um IceSave málið. Við stöndum á hliðarlínunni tilbúin að vera skipt inn á fyrir þá leikmenn sem komnir eru af besta skeiði. Hvort okkur sé treystandi verður svo auðvitað hver að meta fyrir sig.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.6.2009 kl. 16:31

6 Smámynd: Haraldur Baldursson

Kæri Mummi.
Ég held við yrðum að sætta okkur við nýja stjórn, án kosninga. Það er of dýrt, út frá tíma, að stofna til nýrra kosninga (þó þeirra væri virkilega þörf), þannig að núvernadi mengi verður að duga til stjórnarmyndunar.

Haraldur Baldursson, 26.6.2009 kl. 16:40

7 identicon

Stjórnin er fallin sama hvernig einhver sýndaratkvæðagreiðsla þeirra fer.  Samningurinn er örugglega frágenginn og óriftanlegur miðað við allt annað rugl í kringum málið, lygarnar og falsið.  Öll kurl eru örugglega ekki komin til grafar.  Það eina góða sem kemur út úr málinu er að flugfreyjan og jarðfræðingurinn eru búin að fremja pólitískt sjálfsmorð ásamt öllum hinum í hvaða flokki sem er sem  standa að landráðinu.

Farið hefur fé betra.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 17:00

8 identicon

Að axla ábyrgð á eigin undirskriftum?

Er eitthvert mál að allir fái að sjá hina upprunalegu Icesave- samninga og UNDIRSKRIFTIR þeirra í gegnum fjölmiðla?

Ættu þeir ekki frekar að vera í gapa-stokknum; þeir sem leyfðu bönkunum að stækka um of á sínum tíma;

(Gengu í ábyrgðir sem nú ekki er hægt að standa við)

þ.e "eftirlitið"; seðlabankinn/fjármálaeftirlitið/fyrrv.ríkisstjórn.

(Þeir sem áttu að halda utan um rammann) á sínum tíma???

frekar en sitjandi ríkisstjórn.

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 17:32

9 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Páll ég ætla að vera þér hjartanlega sammála. Steingrímur kom fram í mars s.l. og tjáði þjóðinni á z etunni hér á Mbl.is að mjög góðs samnings væri að vænta. Hann beið fram yfir kosningar að kynna þennan samning en niðurstaðan kom ekki fyrir kosningar og það vakti ugg hjá mörgum. Nú þegar niðurstaðan er fram komin, kemur fram að samningasnillingur VG, og faðir Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra var að færa þjóðinni samning með afarkjörum. Það var það sem Steingrímur kallaði afar hagfelldan samnig.  

Sigurður Þorsteinsson, 26.6.2009 kl. 19:14

10 identicon

Já og þá stemma orð Svavars G  loksins.......... ríkisstjórnin er einsog Jésus Kristur - fórnar sér ,.........fyrir íslendinga. Fallegt og tær snilld!!! En bara ekki sjallana eða framsókn aftur - ekki mafíósa aftur!!! never

Fórnin (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 21:20

11 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Það sem ég hef aldrei fengið svar við svo afgerandi sé; hvað á gera? Stjórnarandstaðan talar í hringi.

Andrés Kristjánsson, 26.6.2009 kl. 22:01

12 identicon

Hvað ætla menn að þjóðin fái í staðinn.  

Bjarna Ben sem forsætis? Sigmund Savíð í fjármálin og Þór Saari í kurteisleg samskipti við aðrar þjóðir og svo Birgittu í menntamálin?

Guðlaugur þór aftur í heilbrigðismálin.  Johnseninn í samgöngumálin ?

Þá verður nú bara skorið niður og engir skattar hækkaðir 

Hafa menn annað á borðinu ?   Vont getur sumsé versnað.

Have a nice day and future.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 22:11

13 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Að sjálfsögðu. Þá skilja menn áa Stóra Bretlandi og í ESB ríkinu Hollandi (sem nú hlæja af Íslendingum), að Íslenska þjóðin hefur hafnað þessum afarsamningi (um peninga sem ekki kemur henni við) með stæl! Þeir bera virðingu fyrir því.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.6.2009 kl. 08:11

14 identicon

Algjörlega sammála þér Páll Vilhjálmsson. Þetta heimsendavæl er í besta falli barnalegt. Þeir sem trúa því eru í raun að lýsa frati á sjálfstæði þings og þjóðar. Eða, má ekki hverri sjálfstæðri þjóð vera frjálst að hafna samningi og leita eftir öðrum betri, án þess að komi fram á hendur henni efnahagslegur hernaður? Nú reynir á hvort við erum í samfélagi siðaðra þjóða.

Annar kapítuli í þessu, lærdómsríkur, er hvert viðhorf ESB til alls þessa er og að horfa upp á það að þó það viðhorf sé eins og það er þá hefur Samfylkingin aldrei hrópað af meiri krafti eftir ESB aðild. Það segir meira en mörg orð um metnað þess flokks.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 09:46

15 Smámynd: Árni Gunnarsson

Bara fá "Guð blessi Ísland" víkinginn Geir H. aftur. Hann yrði nú ekki lengi að taka Browninn á kné sér og flengja hann. Og þá gætum við fengið fyrri samninginn aftur. Þennan magnaða samning sem Steingrímur klúðraði.

Meiri aulahátturinn að klúðra þeim samningi.

Árni Gunnarsson, 28.6.2009 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband