Forsenda endurreisnar er að fella Icesave

Margumtöluð endurreisn eftir hrun getur ekki orðið ef Alþingi samþykkir Icesave-samninginn. Endurreisn verður ekki nema stjórnvöld standi í lappirnar en jafnvel stjórnarsinnar, sem ætla að samþykkja samninginn, viðurkenna að þeir skrifi undir á hnjánum.

Fjárhagsleg, lagaleg og siðferðisleg rök standa öll gegn því að við skrifum undir. Einu rökin sem mæla með undirritun er málatilbúnaður uppgjafar; við verðum að skrifa undir af því að við erum kúguð til þess. Jafnvel þau rök eru míglek. Hvergi hefur komið fram að bresk og hollensk stjórnvöld krefjist þess að nákvæmlega þessi samningur skuli samþykktur. Það má semja upp á nýtt.

Ríkisstjórnin getur ekki boðað endurreisn en byrjað á uppgjöf. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta mál fellur um sjálft sig ef við höfnum samningnum. Það er augljóst að það eru Bretar og Hollendingar sem eiga hagsmuna að gæta, ekki við. Þess vegna hafa þeir þegar bætt sparifjáreigendum tjónið.

Endurreisnin hefst einsog þú segir með því að hafna samningnum, við það batnar lánshæfismat Íslands og krónan mun styrkjast. AGS mun fara í brott í fússi og við þurfum að kjlást við færri vandamál.

Doddi D (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 23:49

2 identicon

vel mælt"

kv

sandkassi (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 01:50

3 identicon

Fyrir alla sem vilja skilja núverandi stjórnarmynstur legg ég til að þið hlustið á lag sem heitir: HEART WITH NO COMPANION og er eftir meistara Leonard Cohen. Var hann að hugsa til Íslands þegar hann samdi textann?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 02:09

4 identicon

Mikil skal vörn vinstri vera.

Þögnin tóm.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 03:23

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sannarlega vel mælt hjá þér Páll.

 Því miður er ég svartsýnn á að svo verði. Með veru sinni í skilanefndunum bankanna og nýju lögunum um heimild til að fella niður skattaskuldir við niðurfellingu láns (hentar einkar vel þeim sem tóku kúlulán án ábyrgðar vegna hlutabréfakaupa) er ríkisstjórnin komin með hreðjatak á sumum stjórnarandstöðuþingmönnum. 

Sigurður Þórðarson, 24.6.2009 kl. 07:12

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er einfaldlega rangt hjá Dodda að lánshæfismat okkar batni við það að hafna samningum. Það að hafna samningum mun einmitt stetja lánshæfismat okkar ofan í kjallara. það mun engin vilja lána okkur peninga ef við gerum það, ekki einu sinni vinaþjóðir okkar á Norðurlöndunum.

Það er eitt, sem gleymist hjá þeim, sem tala gegn þessum samningi og segja að við eigum bara að láta erlenda innistæðueigendum fá það, sem fæst út úr þrotabúinu og tryggingasjóði innistæðueigenda. Það er sú staðreynd að þegar ákveðið var með lögum frá Alþingi að greiða öllum íslenskum innistæðueigendum í topp þá var sá peningur, sem í það fór tekin úr þrotabúinu. Því er það ekkert annað en þjófnaður úr þrotabúi ef við íslendingar greiðum það ekki til baka inn í þrotabúið um leið og við ákveðum að láta erlenda innistæðueigendur einungis fá það, sem þaðan fæst og út tryggingasjóðnum.

Það er hægt að sýna þetta með einföldu dæmi.

Bankinn er með þrjá viðskiptavini, einn íslending og tvo erlenda viðskiptaviðni. Þeir eiga allir 12 milljónir hver inni í bankanum eða samtals 36 milljónir. Nú fer bankinn í þrot og út úr þrotabúini og tryggingasjóði innistæðueigenda fást 18 milljónir eða, sem nemur helmingi innistæðananna.

Ef allir innistæðueigendurnir eru látnir sitja við sama borð þá fá þeir 6 milljónir hver til baka. Það gerist hins vegar ekki vegna þess að Alþingi íslendinga ákvað að íslenski innistæðueigandinn skyldi fá allt sitt. Hann fær því sínar 12 milljónir og þá eru aðeins eftir 6 milljónir fyrir báða útlendingana og fá þeir því 3 milljónir hvor eða helmingi minna en þeir hefðu fengið væru þeir látnir sitja við sama borð og íslenski innistæðueigandinn.

Ef við látum þetta fara svona eins og greinarskifari og fleir vilja láta gera þá er þetta ekkert annað en þjófnaður úr þrotabúi. Þarna er íslenska innistæðueigandanum gefnar 6 milljónir og það fjármagnað með þjófnaði frá erlendu innistæðueigendunum. Ef Alþingi ákveður að gera þetta þá gera þeir okkur íslendinga, sem þjóð að ómerkilegum þjófum og ætli orðið "landráð", sem margir vilja eigna þeim, sem vilja gera þennan samning eigi ekki frekar við það heldur en að ákveða að við íslendingar stöndum við erlendar skuldbingingar okkar þó það kosti okkur fé.

Það hafa verið settar fram margar rangfærslur í umræðum um þetta mál. Nokkrum þeirra er svarað hér;

http://postur.hive.is/squirrelmail/src/webmail.php

Sigurður M Grétarsson, 24.6.2009 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband