Miðvikudagur, 17. júní 2009
Lýðveldið - drög að grafskrift
Í skjóli efnahagskreppu er komin til valda ríkisstjórn sem með takmarkað umboð ætlar að flytja til útlanda helstu valdheimildir lýðveldisins. Innanmein lýðveldisins eru svikráð sumra trúnaðarmanna almennings sem virðast ætla að greiða atkvæði sitt tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu þrátt fyrir yfirlýsingu um annað fyrir kosningar.
Til að koma í veg fyrir að drögin verði frágengin grafskrift lýðveldisins þarf að koma ríkisstjórninni frá völdum. Það er verðug heitstrenging 17. júní 2009.
Lýðveldið veikara en nokkru sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið til í þessu en hvað ætti maður svo sem að kjósa?
Sigurður Þórðarson, 17.6.2009 kl. 15:49
Það er merkilegt hvað litla áherslu Evrópusambandsinnar leggja áherslu á að rökstyðja ástæðu fyrir inngöngu.
Sigurður Þorsteinsson, 17.6.2009 kl. 16:24
Er ekki rétt að Evrópusinnar nýti sér bara fjórfrelsið og flytji utan og leyfi okkur hinum að "húka eftir á heiðinni" eins og Jóhanna kallar það að vilja Íslandi allt.
Hafþór (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 19:55
Þessi svo kallaða ríkisstjórn er landi og þjóð stór hættuleg - það þarf að koma henni frá ekki seinna en - STRAX - ..........
Þennann Icesave gjörning - samþykkir enginn heilvita þingmaður ........... en hvað eru þeir margir sem ekki eru heilvita ?
Hvað er til ráða fyrir okkur utanþingsfólkið ?
Benedikta E, 17.6.2009 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.