Verslunin hótar uppsögnum

Í góðærinu komust verslunarfyrirtæki upp með að halda óbreyttu verði á innfluttri vöru þótt gengið hafi styrkst. Hagnaðinn notaði verslunin til að auka einkaneyslu eigenda sinna annars vegar og hins vegar í góðærisfjárfestingar, t.d. steypuhallir eins og Smáralind.

Góðærið er búið og þá er komið að timburmönnum verslunarinnar. Þeir verslunareigendur sem sýndu skynsemi og ráðdeild í góðærinu rifa seglin og eru búnir undir samdrátt. Þeir sem skrúfuðu upp einkaneysluna og létu byggja yfir sig stærra en góðu hófi gegndi eru í vandræðum.

Talsmaður verslunarinnar kom í Sjónvarpsfréttum í kvöld og hótaði uppsögnum starfsfólks ef gengið yrði ekki lagfært. Hótanir af þessu tagi hitta aðeins verslunarmenn sjálfa fyrir. Launataxtar verslunarinnar hafa ekki verið þannig skrifaðir að landsmenn hópist þangað í vinnu og þess vegna eru útlendingar fjölmennir á afgreiðslukössum. Sennilega hefði átt að hafa skýringartexta við hræðsluáróður talsmannsins - á pólsku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband