Icesave gæti fellt ríkisstjórnina

Iceave-málið gæti fellt ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Þrjár samverkandi ástæður eru fyrir andstöðunni við afgreiðslu ríkisstjórnarinnar á útlensku innlánareikningum Landsbankans. Í fyrsta lagi eru kringumstæður tortryggilegar. Fáeinum dögum fyrir undirskrift sagði fjármálaráðherra að bið væri á að niðurstaða fengist.Samningar stóðu yfir í mánuði og án fyrirvara voru þeir tilbúnir og bráðlá á að samþykkja þá. Forsendur eru óljósar, t.d. er mat á eignasafni Landsbankans hvernig að finna.

Í örðu lagi er samningurinn lélegur. Upphæðin, um 660 milljarðar króna, ber 5,5 prósent vexti þegar vextir Englandsbanka eru 0,5 prósent. Spuninn um að verðbólga gæti höggvið í vextina er blekking. verðhjöðnun er vandamálið sem Vesturlönd standa frammi fyrir og hún hefur þau áhrif að vextirnir verða okkur dýrari.

Í þriðja lagi finnur fólk margvíslegri andúð sinni á stjórninni farveg í mótmælum gegn Icesave-samningunum.

Hér er sama ferli komið af stað og felldi ríkisstjórn Geirs Haarde.


mbl.is Berja í búsháhöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hlustið hér....

Mokið ykkar flór



 ...ekki ráðast á fólkið sem "mokar flórinn"?

...og spyr hvort ekki eigi að mótmæla á öðrum stað?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.6.2009 kl. 17:46

2 identicon

Er ekki búið að finna heimilsföng útrásarinnar. 

Hvar á Sigurjón heima, eða Bjöggarnir?

Leitt ef þeir gleymast og Jóhanna, Steingrímur og Svavar gerðir að sökudólgum

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 18:48

3 identicon

Steingrímur, Svavar, Jóhanna eru engu skárri en útrásarvíkingar með þvi að samþykkja þessa samninga. 

Baldur (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 20:03

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nei, nei það er bara Jón Ásgeir sem á sök á öllu, ekki Bjöggarnir, Hannes og hinir. Páll hefur engan áhuga á hinum bófunum því þeir eru í réttum flokki.

Finnur Bárðarson, 8.6.2009 kl. 21:37

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Páll, það er einhver reiði núna, en ég á ekki von á öðru en stjórnin haldi. Það var áhugavert að rifja upp viðtalið við Steingrím Sigfússon á Z  á Mbl.is frá 23. mars 2009. Þá lagði hann áherslu á að verið væri að ljúka við mjög hagstæðan samning við Breta, og sá samningur yrði kynntur mjög fljótlega. Þetta var nokkuð fyrir kosningar og kynningin á samningum fábæra lét á sér standa. Maður er nú alvega hissa að það vantar aæveg  fárbærleikann í samninginn.

Þegar atvinnuleysið eykst í haust mun þrýstingurinn á stjórnina vaxa. Spái nýrri búsáhaldabyltingu í október. Ný atvinnutækifæri koma fyrst og fremst með litlum og meðalstórum fyrirtækjum, á því sviði er ekkert að gerast.

Sigurður Þorsteinsson, 8.6.2009 kl. 21:56

6 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það er ljótt að segja það, en þetta er Landráðasamningur, íslenskum kommúnistum til ævarandi skammar. Hann verður kosningamál í næstu kosningum, enginn vafi, og þá geta Vinstri grænir og Samfylking, ekki barið sér á brjóst. Skömmin er þeirra.

Gústaf Níelsson, 9.6.2009 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband