Standa saman já, en um hvað?

Stjórnarþingmenn taka orðum Vilhjálms í SA fagnandi og telja hann sýna gott fordæmi. Við eigum að standa saman sem þjóð og með átaki ná okkur á strik á ný. Gott og vel. Ríkisstjórnin gæti fengið þjóðina með sér í leiðangur með skilgreind markmið og gæti fengið okkur til að herða mittisólina möglunarlítið.

Það er þó eitt ófrávíkjanlegt skilyrði: Við stöndum ekki að baki ríkisstjórn sem ætlar að framselja fullveldi okkar og forræði eigin mála. Og við styðjum ekki stjórnarflokka sem svíkja umbjóðendur sína.

Hentistefnuflokkurinn í ríkisstjórn verður að draga tilbaka kvislingastefnu sína til að stefnufasti flokkurinn júdasist ekki.

Ófriðurinn vegna Icesave er upphafið að öðru tveggja, sátt um að vinna okkur hratt úr erfiðleikunum eða innanlandsófriði þar sem krafan um kosningar verður sett á oddinn.


mbl.is „Allir þurfa að standa saman“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú hentar allt í einu atvinnurekendum að allir standi saman. Þessi samtök og þessi maður er búin að vera efnandi til ófriðar allann síðasta vetur með endalaus upphlaup. Er þetta ekki maðurinn sem harðast hefur gengið fram í ESB og gekk harðast fram í því að Davíð yrði rekinn úr Seðlabanka og AGS yrði fengin hingað til lands? Þar fyrir utan hefur þessi maður komið í veg fyrir að launþegar fái sína launahækkun sem samið hafði verið um. Nei takk. Íslenska þjóðin ætti að frábiðja sér ráð þessa manns.

Guðrún (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 01:14

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sammála Páll.

Það verður enginn friður um það að ganga inní ESB.

Þeir bara gera sér ekki grein fyrir hvað elda þeir hafa skarað að höfði sér.

Nú þegar þjóðin hefði þurft að þjappa sér saman, þá sundra þeir þjóðinni með þessum ESB rétttrúnaði !

Þvílíkir vitleysingar !

Gunnlaugur I., 8.6.2009 kl. 08:14

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þessi leyndarhyggja er skelfileg. Hvers vegna fær almenningur ekki að sjá alla myndina ? Hvers vegna er t.d. verið að tala undir rós með það hvaða þvinguum Ríkisstjórnin (og þær á undan) er beitt til að ganga að svona afar-samningum sem IceSlave samningurinn er ? Hvað óttast þessir fyrirhyggjumenn að gerist ? Reikna þeir með að almenningur kunni ekki með sannleikann að fara ? Óttast þeir að ef sannleikanum er ekki haldið frá lýðnum að hér bresti að almennur landflótti ?

Þar til spilin verða lögð á borðið mun engin samstaða nást hér á landi. Þar til leynimakkið hættir mun engin treysta stjórnmálamönnum..ENGINN.

Mætum í mótmæli 14:50 á Austurvelli og látum í okkur heyra !

Haraldur Baldursson, 8.6.2009 kl. 10:22

4 identicon

"Óttast þeir að ef sannleikanum er ekki haldið frá lýðnum að hér bresti að almennur landflótti ?" Já, ætli það sé ekki það?  Þeir hljóta að vita að landsflóttinn er löngu hafinn.

EE elle (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 11:56

5 identicon

Við skulum standa saman um: ICESAVE fyrir dómsstóla!!! Aldrei í EVRÓPUBANDALAGIÐ!!!

ÁFRAM ÍSLAND!!!

Lúðvík Friðriksson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband